Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 60

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 60
FERÐAL0C5 NATARÆÐI Kort sem sýnir vel hvar Mont St. Michel er að finna. Úti fyrir er Ermarsundið og þar handan við England. loks klukkuturn og turnspíra sem reist var á nítjándu öld. Mont St. Michel breytist ein-' ungis í eyju í háflæði, haust og -vor — enda hefur flóinn um- hverfis eyjuna smátt og smátt verið að íyllast af framburði á umliðnum öldum. Mestan hluta ársins geta ferðamenn lagt bílum sínum óttalaust meðfram veginum út í eyjuna og gengið síðan í gegn um La Port de L’Avancée, eina hliðið á virkisveggnum, og upp í þorpið. Húsin, sem hrúgað var þarna upp á 15. og 16. öld, nánast hverju ofan á annað, eru yndisleg. Sætan ilm af frönskum pönnukökum leggur út úr kafíihúsunum og gamlar konur sitja og prjóna og skrafa saman á dyraþrepunum. Það er aðeins hægt að ganga upp í móti á Mont St. Michel. Klaustrið er eins og kóróna eyjarinnar og byggð á þremur stöllum — efst er kirkjan, íveru- staður munkanna og matsalur þeirra, Riddarasalurinn og Gestasalurinn eru í miðju og geymslur og úthlutunarstaður ölmusanna eru neðst. í eina tíð var klausturkirkjan alfarið í rómönskum stíl, en mikill hluti hennar hrundi á 15. öld. Kórinn og hluti kirkjunnar var því endurreistur og þá í got- neskum stíl og nú er kirkjan talin ein af fegurstu kirkjum Frakklands. Það má segja að endurreisn kirkjunnar hafi ver- ið mikið snilldarverk þegar tekið er mið af því hvenær það var gert. Auðvelt er að lifa sig inn í sögu pílagrímanna, sem hing- að komu fyrr á öldum, þegar gengið er um skuggsæla garða og glæsileg súlnagöng. Friður og ró ríkir innan klaustur- veggjanna á meðan lætur hátt í ferðamönnunum sem sitja á veitingahúsunum í þorpinu. Mikael erkiengill valdi kirkju og klaustri sannarlega góðan stað. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn • Mont St. Michel er í vest- anverðu Normandí. • Það er fallegt að horfa til Mont St. Michel ffá Avranches. • Þrjú söfn eru á eyjunni, tvö þeirra eru sögulegs eðlis en það þriðja er helgað hafinu. • Sagt er að hvergi í heim- inum sé hægt að fá jafhgóðar ostrur og í Normandí svo rétt er að nota tækifærið og snæða ostrur þegar komið er til Mont St. Michel. • Best er að bregða sér til Mont St. Michel síðsumars. Þá eru skólar byrjaðir á ný í Frakklandi og ferðamönnum farið að fækka en sólin er þó ekki horfin af himninum. • Gagnlegar upplýsingar um ferðalög í Frakklandi má fá hjá frönsku ríkisferðaskrifstof- unni sem m.a. hefur útibú í London. Utanáskriftin er French Government Tourist Office, 178 Piccadilly, London WIV OAL. MEINLOKA TEXTI: HRAFNHILDUR WILDE \TTekjaraklukkan hring- f ir, mig langar að kúra Iengur, en rödd uppal- andans hefúr mig á lappir. Klukkan er sex, tími til kominn að stíga á vigtina og byrja daginn. Rafstýrð vigtin mælir nákvæmlega líkams- þyngd mína og ég færi hana inn á töfluna. 20 kíló og 235 grömm. Ég styn, en rödd upp- alandans er uppörvandi: „Sko til, 10 grömmum meira en í gær.“ Ég sveipa um mig sloppnum, flýti mér ffamhjá speglinum, og rétti mig upp í alla mína 175 sentimetra hæð. Styn. Þetta virðist vonlaus bar- átta. Óskaþyngdin er 55 kíló — minnst. Svo byrjar eldamennskan. Eitt bréf af svínafleski, 4 egg, ein skál af haffagraut með rjóma út á, 5 brauðsneiðar með næringardrykknum. Kaffi- sopi á effir og byrja að smyrja nestið í vinnuna. Eitt samloku- brauð skipt niður í hæfilega stóra skammta með áleggi. Legg þetta í ferðatöskuna, ásamt 4 dósum af næringar- drykk. Ég mæti alltaf tímanlega í vinnuna til að geta fengið mér næringu áður en ég byrja rit- vinnsluna. Þá læðist stundum óskhyggjan að mér. Hugsa sér að geta einhvern tíma borðað aðeins 3 máltíðir á dag. Hafa tíma fyrir annað en vinnu, til að geta keypt matinn, sem ég svo matreiði og borða. Eins gott að ég er einhleyp og barn- laus. Ég hef ekki tíma fyrir neitt annað en að sjá um sjálfa mig á þennan einfalda hátt. Líf- ið fyrir mér er kappát til að hverfa ekki. Matur og át, saga lífs míns í þremur orðum. Ég er á sérstökum samningi hjá vinnuveitendum mínum. Fæ 10 mínútna hlé á hverjum klukkutíma til að borða. Mér nægja ekki matar- og kaffitím- arnir. Á móti vinn ég til klukk- an sjö á kvöldin til að vinna upp tímann sem fer í át. Fyrst í stað bar mikið á öf- und í minn garð firá samstarfs- fólki mínu fyrir hversu miklum mat ég gat hesthúsað. „Þú ert bara alltaf að borða og fitnar ekkert. Það er munur eða ég. Ég má ekki einu sinni finna matarlykt, þá fitna ég,“ var gjarnan viðkvæðið. En er tímar liðu fannst þeim þetta orðið ofurlítið öfgakennt hjá mér. Öfundin var endurgoldin af minni hálfú. Hvað ég öfúndaði þetta þybbna og mjúka fólk af holdunum. Ég skildi ekki allt þetta megrunartal sem alls staðar var í kringum mig. Sér- staklega hjá konunum. Það var eins og þær væru með ein- hvern amerískan hor-mæli- kvarða á heilanum, sennilega fenginn úr bíómyndum. Samt vissi ég jafú vel og þær, að þær kærðu sig ekkert um að verða jafú grannar og fyrirmyndirn- ar. íslenskur staðall á drauma- útliti fólks er allt annar en sá ameríski — íslendingar hafa enn þá smekk fyrir feitu sauða- kjöti. Og mig langar að komast í hópinn, en kemst hvergi. Heimilislæknirinn minn hefur aðeins eitt heilræði mér til handa: „Borðaðu bara meira." Og þá fer ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hætta að sofa, til að hafa meiri tíma fyrir át. Ég var farin að hafa áhyggjur af fjárhagnum. Matur er svo dýr á íslandi og ég var farin að stofúa til skulda vegna átsins. Svo að ég herti mig upp og fór inn til forstjórans og bað um kauphækkun. í staðinn fékk ég uppsögn. Hann sagðist ekki geta horft upp á þetta át á mér lengur; væri sjálfúr í megrun, en ekkert gengi. í kvöld tók ég ákvörðun. Ég ætla að flytja til Ameríku og hætta að reyna að passa inn í feita skalann hér. Lifa óska- drauminn, hætta kappátinu og láta 3 máltíðir á dag nægja. Vera bara eins og ég er, og hætta að streða við að verða einhver önnur. Hætta við að reyna að passa inn í einhvern staðal, hætta að elta tískuna. Hætta að þóknast. Fara að hafa tíma til að hugsa og gera annað en að borða mat. Lifa. Ég hlakka til! 58 VIKAN 5. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.