Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 50
5IFJA5PELL Siálfshjálp og samhjálp Síðan í janúar 1987 hafa verið starfandi á vegum Vinnuhóps gegn sifja- spellum svokallaðir sjálfshjálp- arhópar. Fram til þessa hafa 11 hópar lokið byrjunarstarfl. í þessum hópum eru konur sem orðið hafa fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu nákomins einstaklings. Starflnu er stjórnað af félags- ráðgjafa og konu, sem sjálf hef- ur slíka reynslu. Venjulega eru 5—6 nýliðar í hverjum hóp. Hópurinn hittist í fyrstu tvisvar í viku en síðan einu sinni í viku. Tólf sinnum alls í byrjun. Að því loknu einu sinni í mánuði í einhvern tíma, allt að einu ári. Óski einhver eftir aukafundi er alltaf orðið við því. Að þessu byrjunar- starfi loknu eiga konur kost á að starfa í svokölluðum starfs- hópum eða bakhópum. Stjórnendur sjálfshjálpar- hópanna ákveða hvaða um- ræðuefni skal tekið fyrir hverju sinni og það rætt frá ýmsum sjónarmiðum. Þó er það svo, að liggi einhverri eitt- hvað þungt á hjarta er það lát- ið ganga fyrir öllu öðru eíni. Sumar konur sem koma í þessa sjálfshjálparhópa hafa þegar verið í meðferð hjá sál- fræðingum og/eða geðlæknum með misgóðum árangri. Flest- ar eru vansælar þegar þær koma. Sjálfsálit lítið og einnig er sjálfsöryggið lítið sem ekkert. Lengi hafa þær e.t.y. einar barist við sára reynslu og nagandi og niðurdrepandi ógn þeirra minninga, sem þær bera með sér. Dagleg kvöl, sífelld mistök á ýmsum sviðum, stöðug sjálfsásökun og sjálfs- eyðingarhvöt kvelja þessar konur. Margar vænta sér einskis í upphafl þessara funda. Þær hafa þegar reynt margt til þess að gera sér lífið bærilegra — en ekkert dugað. Það sakar svo sem ekki að reyna þetta líka. En það undarlega gerist, að þegar farið er að tala við kyn- systur sínar og ekki síst að hlusta á þeirra reynslu smá- Haustiö 1986 voru stofnuð grasrótarsamtök sem kusu sér heitið Vinnuhópur gegn sifja- spellum. Það voru nokkrar konur sem komu saman og ræddu málin, um hvað mætti betur fara og best væri að gera. Þetta voru félags- ráðgjafanemar, kennari þeirra og fleiri konur sem höfðu áhuga á málunum. Þeim varð fyrst fyrir að hafa opinn neyðarsíma tvo tíma á kvöldi í viku. Tuttugu og sjö konur hringdu. Þær komu síðar í viðtal og fyrsti sjálfshjálparhópurinn byrjaði í janúar 1987. Og í febrúar 1988 opnaði hópurinn skrifstofu að Vesturgötu 3 sem er opin þrjá tíma á dag og lengur ef þörf krefur. breytist kvölin og verður bæri- legri. Svo undravert er að heyra aðra konu lýsa tilfinn- ingum sínum og sjá svo sem í skuggsjá eigin þjáningu í henn- ar augum. Þá verður eigin van- sæld viðráðanlegri því samúð- in og samkenndin með henni verða sterkari og meiri. Smám saman vex þessi styrkur og manneskjan verður „vel gróin“. Heil verður hún aldrei, ekki fremur en brotinn limur, en „vel gróin“ getur hún orðið. Og hverri manneskju, sem lengi hefur gengið um með „brotna limi“ er mikill léttir og lífshamingja að fá að ganga áfram „vel gróin“. Ekki er það síður mikilvægt að hafa eignast „systur" og eiga þær að. Vita það með vissu og treysta því fullkomlega að eiga þær alltaf að. Það eru ótrúleg auðæfi. Það er vitað mál að bæði hér í Reykjavík og víða úti á landi eru konur sem enn eru einar með kvöl sína. Þær hugsa yfir- leitt þannig að þetta sé ekki fyrir þær. Þar kemur margt til: Þeim finnst þær of gamlar, of ættgöfiigar, of menntaðar, of ríkar, of fátækar, of ungar, of stoltar o.s.frv. En ekkert af þessu skiptir máli. Það eina sem máli skiptir er að vera manneskja, sem hefur verið svikin og svívirt og síðan borið sligandi byrði gegnum lífið. Þetta er besta leiðin til að létta af sér okinu. í sjálfshjálp- arhópnum eru allar jafnar og deila öllu jafnt og bera allt jafnt í fullum trúnaði og ævi- langri þagmælsku. Það er eng- in þörf á að þjást lengur vegna misgjörða annarra. Það tekur að vísu á að ganga í gegnum starf í sjálfshjálparhóp - en það er eins og meðganga og barnsfæðing - erfitt og sárt - en það fæðist ný manneskja og sársaukinn gleymist. Nýtt líf getur hafíst. Hikið ekki lengur. Hringið í síma 21260 milli kl. 13 og 16 virka daga og talið við Söru Karlsdóttur á skrif- stofu samtakanna. Það er þess virði. Kotia tir 10. hópnum. 48 VIKAN 5. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.