Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 8
Telur karlaveldið í þingflokki sjálf- stœðismanna sniðganga sig í pólitík orð í því starfi. Upp úr 1970 varð starf sveitarstjóra í Mosfellshreppi Iaust. Margir, mjög margir, höfðu hug á starfinu. Þar á meðal var Salóme. Hún fékk ekki starfið. Samflokksmenn hennar í hreppn- um völdu fremur reyndan sveitarstjóra, Hrólf Ingólfsson, sem verið hafði bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Þessi niðurstaða varð Salóme eðlilega vonbrigði og sumir segja með réttu. Fór á þing í desember 1979 Það er síðan í desemberkosningunum árið 1979, sem Salóme Þorkelsdóttir er kjörin á þing. Þá hætti Oddur Ólafsson læknir á þingi. Sá mæti maður hafði verið eins og sniðinn til þess að vera þingmaður í Reykjaneskjördæmi. Læknar hafa reyndar löngum verið Sjálfstæðisflokknum drjúgir til kjörfylgis og Oddur ekki síst. En hann var meira en vel látinn læknir. Hann er upprunninn af Suðurnesjunum, nánar til tekið úr Höfnunum. Hann var síðan bú- settur í Mosfellshreppi og hafði starfað þar sem læknir á Reykjalundi við miklar vin- sældir. Ekki má heldur gleyma störfum Odds fyrir berklasjúklinga, sem voru mikil. Allt þetta gerði Odd Ólafsson að úr- valsþingmanni fyrir svo sundurleitt kjör- dæmi sem Reykjaneskjördæmi var og er raunar enn. Salóme Þorkelsdóttir var valin í stað Odds Ólafssonar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og hefur setið á þingi síðan árið 1979. í prófkjöri fyrir kosning- arnar 1983 varð vegur flestra þingmanna og helstu ffambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi minni en þeir vildu sjálfir. Þar skar Salóme sig þó úr. Árangur hennar í prófkjörinu var mjög góður. Sú skýring var af mörgum gefin , að þar hefði hún notið þess að hafa ekki verið mjög áberandi í störfum sínum á liðnu kjörtímabili. Auk þess sem líka var á það bent, að margir hefðu valið hana vegna þess að hún væri kona og þeir viljað hafa konu í öruggu sæti á listanum. Glæsimennska í fyrirrúmi Hvort sem þessar skýringar á kjörfylgi Salóme Þorkelsdóttur eru réttar eða ekki, fer það ekki á milli mála að þar sem Salóme Þorkelsdóttir fer, þá er kona á ferð. Um nokkra hríð þótti það, og þykir sum- um kannski enn, heldur hallærislegt að konur og jafhvel karlar líka legðu mikið upp úr útliti og klæðaburði. Salóme Þor- kelsdóttir alþingismaður hefur aldrei ver- ið á þessari skoðun. Hún hefur heldur aldrei farið leynt með þessa skoðun sína. Afstaða Salóme til útlits fólks, ffamkomu og fatnaðar kemur vel ffam í eftirfarandi viðtalsbroti, sem birtist í tímaritinu Stíl og er birt hér með leyfi ritstjóra þess blaðs. Viðtalið var einmitt tekið vegna þess eins og segir: „Hvar sem hún (Salóme) fer vek- ur hún athygli fýrir glæsilegan og fágaðan klæðaburð, jafnt hjá konum sem körlum. Það er sannkallaður stíll yfir henni." Og síðar í viðtalinu segir: „Til dyranna kemur Salóme, óaðfinnan- leg í útliti að vanda. Allt er í stíl. Fagurblá silkiblússa með kraga upp í háls gefur lát- lausu ullarpilsi glæsilegan svip. Svart og gyllt lakkbeltið er í stíl við skóna og sokk- arnir eru að sjálfsögðu einnig svartir. Enn einu sinni vaknar spurningin: Hvernig fer hún að? „Ég held í fyllstu hreinskilni að þetta sé meðfætt", segir Salóme þegar við höfum komið okkur fyrir í stofunni með rjúkandi kafl! og konfekt. „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af fallegum hlutum, ekki síst fatn- aði. Mörgum þótti ég víst pjöttuð í æsku og ég á ýmsar endurminningar sem tengj- ast því. Mér er minnisstæð ung stúlka, sem passaði okkur systurnar um tíma. Ætli ég hafi ekki verið fjögurra ára eða svo. Hún sagði einhverju sinni við mömmu: „Ef ég ætti hana Lóu,“ en það var ég kölluð, „mundi ég alltaf klæða hana í hvítan silki- kjól.“ Þetta gladdi mig óskaplega og ég gat vel hugsað mér það hlutsldpti í ffamtíð- inni að klæðast slíkum skrúða. Svo pjattið, sem sumir kalla, hefur fylgt mér lengi.“ „Tískubrúda“ Við vitnum áfram í viðtalið við Salóme: „Þegar ég bauð mig fyrst ffam til sveitar- stjórnarkosninga hér í Mosfellssveit fýrir rúmum tuttugu árum, höfðu víst einhverj- ir á orði að þeir hefðu lítið við svona tísku- brúðu að gera. Ég komst þó inn og sat í sveitarstjórn hér sem aðalmaður í 17 ár samfleytt. Svo ekki virðist þetta hafa háð mér svo mjög,“ segir Salóme og brosir kankvís. „Það var ríkjandi viðhorf lengi vel að engan veginn gæti farið saman að ná árangri í starfi og hyggja jafhframt gaum- gæfilega að útliti sínu. Þetta hefur lengi verið flokkað undir hégóma. En fýrir mér er þetta enginn hégómi. Mér líður einfald- Iega betur ef ég veit að ég er vel til fara og geri þetta því fyrst og ffemst fyrir sjálfa mig. Þetta er mér mikilvægur þáttur í dag- legri vellíðan. Vissulega finnst mér starf mitt einnig krefjast þess að ég sé smekk- lega klædd og það er mér auðvelt því ég hef mikla ánægju af því sjálf." Að lokum grípum við niður í viðtalið við Salóme Þorkelsdóttur þar sem hún ræðir um klæðnað sinn í vinnunni. Það er að segja á Alþingi. Síðbuxur óviðeigandi í þingsölunum „Ég hugsa fyrst og fremst um að vera þannig til fara í vinnunni að mér líði vel og að fötin séu smekkleg og þægileg. Oftar en ekki hef ég föt til skiptanna á skrifstofunni til að grípa til ef eitthvað óvænt kemur upp á. Það er nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég bý svo langt ffá bænum og hleyp því ekki svo glatt heim. Mér finnst ágætt að ganga í síðbuxum þegar það á við. Til dæmis nota ég þær oft hér heima. En ég kann ekki við að klæðast þeim innan veggja Alþingis. Einhvern veginn finnst mér það ekki viðeigandi en kannski er það bara sérviska í mér.“ Þessi tilvitnun í viðtal við Salóme Þor- kelsdóttur er mjög lýsandi dæmi um af- stöðu hennar til útlits og klæðnaðar. Einn heimildarmanna Vikunnar, innan Alþingis, sem getur ekki talist til stuðningsmanna hennar segir að ofangreint viðtal sé gott dæmi um klæðhað hennar og ffámgang í þeim efnum. Þéssi sami heimildarmaður segist reyndar telja það miður hve margir þingmenn sjái ekki ástæðu til þess að feta þarna í fótspor hennar. Of margir þing- menn af karlkyninu telji það greinilega nægilegt að vera í jakkafötum og með bindi, án tillits til útlits fatanna. Þessi heimildarmaður segist líka harma það, að sumir kvennalistaþingmennirnir hafi að- eins séð ástæðu til þess að taka eitt upp af háttum karlkynsstarfsbræðra sinna. Það er lélegan klæðaburð. „Við viljum líka föt eins og Salóme“ Eins og gefur að skilja eru ekki allir sam- mála Salóme Þorkelsdóttur um gildi þess að vera smekklega til fara. Sú skoðun hefur 8 VIKAN 5. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.