Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 7

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 7
LEIKLI5T „Sá maður á bágt sem eldd getur hlegið" Vikuviðtal við Bessa Bjarnason leikara, sem á 150 hlutverk að baki í Þjóðleikhúsinu TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON að vakti athygli fyrir skömmu þeg- ar sagt var frá því í fréttum að tveir úr hópi kunnustu leikara Þjóðleik- hússins myndu hætta í haust, þeir Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson. Starfsár þessara vinsælu leikara eru orðin mörg, en aldur er afstætt hugtak. Bessi Bjarnason var spurður um þessi tímamót og hvort verið væri að breyta til og hver yrði þá næsti vettvangur. „Maður veit að sjálfsögðu aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en málið er það að ég er alls ekki hættur að leika og ég ætla að vona að ég fái sem flest hlutverk í Þjóð- leikhúsinu áfram eins og ég hef fengið hingað til. Þetta snýst núna um 95 ára regl- una, um samanlagðan aldur og starfsaldur, svo nú ræð ég meira hvað ég leik. Hér eftir verður mér kannski ekki hent inn í barna- leikrit á þeim tíma sem leiðinlegt er að vinna eins og á laugardögum og sunnu- dögum, þegar ég vil helst vera á hestbaki. Ég ræð núna meira sjálfur hvað ég geri. Það má segja að ég sé orðinn meira „free- Iance“ leikari. Að minnsta kosti ekki eins bundinn og áður. Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að hætta þegar ég gæti sam- kvæmt 95 ára reglunni, því að ég hef leikið manna mest við þetta leikhús og því fannst mér tími til kominn að breyta til og geta loks lifað af listinni." - Þú hefur tekið á þig mörg gervi. Veistu nokkuð hvað hlutverkin eru orðin mörg sem þú hefur leikið? „Nei, ég veit það nú ekki nákvæmlega en ég gæti trúað því að við Þjóðleikhúsið séu það um 150 hlutverk. Svo hef ég auð- vitað verið í útvarpi og sjónvarpi og svo öll sumur út og suður í Sumargleðinni og öllu mögulegu." — Nú hafa leikhúsgestir séð þig bæði í alvarlegum hlutverkum og gamanleikjum. Áttu eitthvert uppáhaldshlutverk eða er þér eitthvert hiutverk minnisstæðara en önnur? ,Ja, ég er núna búinn að vera í hlutverki í leikriti sem á að fara að filma. Það er búið að sýna þetta leikrit 120 sinnum á Litla sviðinu og úti um allt land. Þetta er Bíla- verkstæði Badda. Það verður filmað næstu sex vikurnar. Þarna er ég með gott hlut- verk sem verður mér áreiðanlega minnis- stætt.“ — Líklega muna flestir eftir þér í gaman- hlutverkum, en hvernig er maðurinn og grínistinn Bessi? Er hann eins gamansamur í daglega líflnu og á leiksviðinu? „Nei, alveg örugglega ekki. Á leiksviðinu er alltaf hægt að búa sér til ákveðna grímu og ákveðið fas og kannski ákveðna rödd og takta sem maður notar ekki í daglega líf- inu. Ég er bara ósköp rólegur en held samt að lundin sé alltaf létt og ég er seinþreytt- ur til vandræða." Rólegur alvörumadur — Fyrir mörgum árum sagði við mig ágætur maður að það þyrfti mikinn al- vörumann til að vera góður húmoristi. Ertu alvörumaður? ,Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Annars held ég að ég sé enginn sér- stakur húmoristi. Ég veit það ekki, en ég á gott með að koma þessu frá mér og ná til fólksins. Það er kannski einhver geislun sem maður hefur og fólk verður vart við. Maður er af reynslunni farinn að kunna að beita þessu. Börnin kunna að meta þetta og kannski fullorðnir líka. Það vekur þá kátinu og veitir innri gleði.“ — Hvernig texta líkar þér best að túlka og hvernig hlutverk lætur þér best? Ljósm.: Þórarlnn Jón Magnússon Bessi ásamt eiginkonu sinni, Margrétí, að skemmta Útsýnarfarþegum á Costa del Sol fyrir stuttu. 18. TBL. 1989 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.