Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 10

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 10
T0M5TUMDIR FLUG OG FLEIRIDELLUR Spjallað við Helgu Þórarinsdóttur um flug, vélhjólaakstur, köfun, fallhlífarstökk, jeppadellu o.fl. Helga er að hefja fjögurra ára nám í því sem kalla má flugmálasálfræði. Hún er kennd við bandarískan háskóla og tekur raunar fimm ár með meistaragráðu. TEXTI: ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Helga Þórarinsdóttir er 24 ára Reykjavíkurstúlka, myndarleg og hæglát og lætur lítið yfir sér. En þegar grennslast er fyrir um áhugamál hennar kemur í ljós ótrúlegur afrekalisti af ýmsum áhættusömum og vinsælum íþrótt- um. Helga er sannkölluð ævintýramann- eskja og hefur fellt mýmörg karlmennsku- vígi í tómstundum sínum. Flestir láta sér nægja eina dellu en Helga hefúr farið „úr einni dellunni í aðra,“ eins og hún orðaði það sjálf í Vikuviðtali á dögunum. „Flugdelluna fékk ég vorið eftir stú- dentspróf þegar ég byrjaði að vinna í flugumsjón hjá Arnarflugi. Starfið fólst í sölu farseðla, viðtöku pantana, skipulagn- ingu á flugferðum og fleiru. Þarna fékk ég bakteríuna. Ég fór síðan í flugnám haustið 1986 og kláraði bóklega hlutann sem tek- ur einn vetur. Ég á hins vegar eftir verk- lega námið og hef því ekki full réttindi en hef tekið u.þ.b. 10 flugtíma. Ég flýg samt mikið sem aðstoðarflugmaður og er þá alltaf með einhverjum sem hefúr full rétt- indi. Ég flýg sem sagt mikið með vinum og kunningjum úr stéttinni en aldrei ein þótt ég sé oft undir stýri.“ — Ertu kannski úr flugfjölskyldu? „Ekki get ég sagt það. Að vísu er bróðir minn flugmaður en þar með er það upptal- ið. Pabbi minn er endurskoðandi. Ég lék mér til skiptis að dúkkum og bílum þegar ég var lítil en þá kviknaði líka fýrsta sport- dellan, skíðamennskan. Skíðaferðir og úti- legur voru mikið stundaðar í minni fjöl- skyldu en hins vegar var ég ekki mikið í íþróttum að öðru leyti.“ — Hefurðu hugsað þér að klára verklega hlutann í flugnáminu? „Ég veit það ekki. Bóklegi hlutinn veitir mér aðgang að því námi sem ég fer í núna með haustinu. Það er Aviation Psychology sem útleggst flugmálasálffæði eða eitthvað í þá veru á íslensku. Þetta fag er raunar far- ið að heilla mig meira en tilhugsunin um að verða atvinnuflugmaður. Skólinn heitir Florida Institute of Technology og námið tekur 4 ár, raunar 5 ár með meistaragráðu. Vitanlega hef ég ekki persónulega reynslu af því ennþá en get sagt frá því í grófúm dráttum: í heildina lýtur fagið að umhverfi mannsins en ekki manninum sjálfúm nema óbeint. En við hönnun umhverfisins eru sálffæðilegir þættir lagðir til grundvallar. Meðal námsgreina má nefna flugvalla- hönnun, uppbyggingu mælitækja í flug- stjórnarklefa, flugslysarannsóknir og ffam- kvæmdastjórn almennt. Þá er rík áhersla lögð á almenna sálarfræði í þessu námi.“ Frh. á næstu opnu. 10 VIKAN 18. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.