Vikan - 07.09.1989, Síða 40
5MA5AC5A
MAGASÁR
getur átt sérýmsar orsakir enþað lceknast
ekki fullkomlega nema á einn hátt...
Fyrsta upphringingin átti sér stað
klukkan tvö á föstudagsnótt. Stofu-
stúlkan vakti húsbóndann, Boyce
Harper, og kvað röddina í síman-
um hafa sagt að þetta væri mjög áríðandi.
— Hvað gengur á, Boyce? spurði Jean,
eiginkona hans, og reis upp við dogg í
rekkju sinni.
— Það hef ég ekki hugmynd um. Hann
reis upp, hálfsofandi, og rétti höndina út
eftir símanum á náttborðinu, eftir að stofu-
stúlkan hafði sett hann í samband.
— Halló ... urraði hann önuglega.
- Herra Boyce Harper? Þetta er á
Carmichael-sjúkrahúsinu. Er frú Eugenie
Harper ekki móðir yðar?
— Jú, hvað hefur komið fyrir? spurði
Boyce með angist í röddinni.
— Hún hefúr orðið fyrir slysi, herra
Harper. Getið þér komið hingað tafar-
laust?
— Já, já, auðvitað, svaraði Boyce Harper.
Hann svipti ofan af sér sængurfötunum.
— Getið þér sagt mér nánar hvað komið
hefur fyrir hana?
— Ég tel ekki ráðlegt að eyða tímanum í
málalengingar eins og á stendur, herra
Harper, svaraði röddin. — Þetta er alvar-
legt, svo að ég ráðlegg yður að koma eins
fljótt og yður er frekast unnt. Þér skuluð
snúa yður til stúlkunnar við afgreiðslu-
borðið, og tilkynna henni komu yðar.
— Sjálfsagt, sagði Boyce. — Ég kem á
stundinni.
Hann var náfölur, þegar hann lagði tal-
nemann á. — Það er mamma, sagði hann
við konu sína. — Hún hefur orðið fyrir
slysi.
— Ég kem með þér, sagði konan hans.
— Vertu ekki að gera þér ómak, sagði
Boyce kaldranalega. — Þú hefur aldrei kært
þig um að hafa nein kynni af móður minni.
Ég sé því ekki neina ástæðu til þess að þú
farir að vera með einhver látalæti.
— Þá það, varð Jean að orði um leið og
hún hallaði sér út af aftur.
Harper klæddist í skyndi og ók gegnum
þvera borgina, uns hann kom að Carm-
ichael-sjúkrahúsinu. Hann var skjálfhentur
og það var eins og maginn herptist saman,
þegar hann gekk inn í anddyrið, að af-
greiðsluborðinu. — Boyce Harper heiti ég,
tilkynnti hann.
Næturvörslustúlkan leit athugandi á
hann.
- Hver, segið þér?
SMÁSAGA
eftir
ALFRED
HITCHCOCK
Boyce endurtók naín sitt og kenndi
óþolinmæði í röddinni. — Móðir mín var
flutt hingað, alvarlega slösuð. Það var
hringt til mín héðan og ég beðinn að koma
hingað tafarlaust.
— Hver tilkynnti yður það?
— Hvað á þetta eiginlega að þýða?
spurði Boyce reiðilega. — Það var einhver,
sem hringdi héðan heim til mín fyrir vart
hálftíma og tilkynnti mér að móðir mín
lægi hérna og væri í bráðri lífshættu.
— Hvað heitir móðir yðar?
— Eugenie Harper.
Stúlkan blaðaði í dagbók. — Því miður,
þá liggur enginn sjúklingur hér sem heitir
því nafhi. Ef til vill hefur verið hringt til
yðar frá öðru sjúkrahúsi...?
— Nei, það var greinilega tekið fram að
það væri Camichael-sjúkrahúsið. Má ég
hafa tal af yfirmanni yðar þegar í stað?
Eftir svo sem hálfa klukkustund hafði
Boyce Harper verið sýnt fram á það með
óyggjandi rökum, að móðir hans lægi alls
ekki á sjúkrahúsinu. Loks var hringt heim
til hennar til að taka af allan vafa. Ráðskona
hennar svaraði og kvað gömlu konuna
liggja sofandi í rúmi sínu og kenndi sér
ekki, svo vitað yrði, nokkurs meins.
Boyce kveikti sér í sígarettu. Hver gat
haft ánægju af að gera honum svo ótuktar-
legan grikk? Hver gat verið haldinn slíkri
brjálun? Hann bölvaði í hljóði á leiðinni út
á bílastæðið.
Þegar að bílnum kom sá hann að
sprungið var á hægra framhjólinu. Hann
laut niður og dró mjóan, fjögurra þuml-
unga nagla út úr barðanum... Boyce Harp-
er var rnikill maður og mikill vexti, heila-
búið stórt og mikið. Hann var karlmann-
legur og fríður sýnum, andlitsdrættirnir
fastir og ákveðnir, hárið svart, þykkt og
liðað, örlítil héla í vöngum. Brosið var
innilegt, framkoman öll glæsileg. Hann
hafði einn um fertugt og allir álitu hann
einstakan lánsmann. Hann rak fasteigna-
sölu, sem jók stöðugt viðskiptin og færði
út kvíarnar og hann hrósaði sér af því að
vera maður sem brotist hefði áfram af
dugnaði og fyrirhyggju. Það var þó vægast
sagt harla villandi. Það var konan, sem
fyrst hafði komið undir hann fótunum,
með auð sínum og fýrir þau áhrif sem auð-
urinn hefur á ýmsum mikilvægum stöðum.
Auk þess var kona hans, Jean Harper,
mikilsmetin sem lögfræðingur og mála-
ferslumaður og álitin líkleg til að hljóta
dómaraembætti. Hún hafði alltaf einbeitt
sér við starf sitt en ekki haft neinn teljandi
tíma til að vera manni sínum eiginkona í
eiginlegum skilningi. Kynni þeirra höfðu
hafist þannig að hún afréð að festa kaup á
húsi og sneri sér í því skyni til Boyce
Harpers.
Boyce Harper kom þeim viðskiptum í
kring fyrir hana. Hún var svo ánægð með
húsið að það hefði ekki getað fallið betur
að hennar smekk þó að það hefði verið
byggt fyrir hana. Ogjean hefði ekki getað
verið betur að smekk Boyce Harpers þó
að hún hefði verið sköpuð fyrir hann sér-
staklega. Það fór því ekki einungis svo að
hún keypti húsið heldur keypti hún og
fasteignasalann, Boyce Harper.
Þegar brúðkaupið var um garð gengið
leið ekki á löngu að Boyce tæki að notfera
sér auð hennar. Hann stofnaði öflugt fyrir-
tæki með sjálfan sig sem framkvæmda-
stjóra. Og það leið ekki heldur á löngu að
hann yrði umsvifamikill framkvæmdamað-
ur og það var hlutverk, sem átti við hann.
Honum fannst það ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt að ganga alla daga í klæðskera-
38 VIKAN 18. TBL.1989