Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 41

Vikan - 07.09.1989, Page 41
sér sterka blöndu af viskí. Hönd hans titr- aði, þegar hann bar glasið að vörum sér. Hann vonaði og bað að viskíið megnaði að lina magaherpinginn. —Ætli það sé ekki einhver af þessum móðursjúku skjólstæðingum þínum sem þarna er að verki, sagði hann reiðilega við konu sína, þegar þau sátu að morgunverði. — Það er að minnsta kosti óhugsandi að nokkur óbrjálaður maður fremji slík heimskustrik. — Það væri kannski ekki útilokað, að þar væri um að ræða hefridarverk af hálfu ein- hverra fyrrverandi vinkvenna þinna, svar- aði Jean kuldalega. — Ég skil ekki fyndnina, sagði Boyce stuttur í spuna. — Ekki ég heldur, varð konu hans að orði um leið og hún lagði frá sér pentu- dúkinn, reis á fetur og gekk út úr stofunni. Boyce neytti matar síns þegjandi. Fari hún norður og niður, hugsaði hann. Hún mátti hugsa hvað sem hún vildi; hann þurfti hennar ekki lengur við, það var allt og sumt. Hann hafði allt sitt á þurru og það var einungis óttinn við almenningsálitið sem gerði að hann hafði ekki fyrir löngu stungið upp á því að þau siitu samvistum. Að öllum líkindum var eins um hana; henni var áreiðanlega ekki síður í mun en honum, að þau skildu. En það var þetta — skilnaðarmál mundi óhjákvæmilega hafa skaðleg áhrif á viðskiptin, og hann vildi ekki hætta á neitt þegar þau voru annars vegar. Boyce ók tii skrifstofunnar að morgun- verði loknum. Þar lágu fyrir honum skila- boð. Einhver herra Pierce hafði hringt í sambandi við söluna á Mitchell-stórbygg- ingunni, sagði einkaritari hans. Hafði beð- ið Boyce um að hringja strax þegar hann kæmi. Boyce gerði það. — Harry Pierce hér, var svarað styrkri karlmannsrödd. — Það er Boyce Harper, sem talar. Að því er mér skilst hafið þér spurst fyrir um Mitchell-bygginguna. — Já. Ég tala fyrir hönd viðskiptasam- taka, sem hafa áhuga á byggingu af þeirri stærð. Ef við náum samkomulagi um verð og greiðsluskilmála, er ég reiðubúinn að ganga frá kaupunum. Getum við hist fyrir hádegi? — Það er ákaflega naumur frestur, svar- aði Boyce hikandi. — Veit ég það, en ég verð að vera kom- inn til St. Louis fyrir kvöldið og flugvélin, sem ég fer með leggur af stað klukkan tvö. — Ég skil það, sagði Boyce, þar eð hann hafði að sjálfsögðu ekkert á móti því að koma í kring kaupum á stórbyggingu fyrir háifa milljón dollara. - Ég skai gera allt sem í mínu valdi stendur. — Má ég taka það þannig, að þér getið sýnt mér bygginguna fyrir hádegið? — Já. Eigum við ekki að slá því föstu að við hittumst í byggingarskrifstofúnni eftir kfukkustund? - Afbragð. — Þér getið lagt bílnum á stæðið á bak við bygginguna, sagði Boyce. saumuðum fötum, aka í rándýrum og glæsilegum bíl — og blanda geði við auð- uga athafnamenn. Hann var sem skapaður í slíkt hlutverk og naut innilega alls, sem það hafði að bjóða, peninganna, munaðar- ins og kvenfólksins — sér í lagi þess síðast- nefhda. Svo tóku þessi dularfúllu fyrirbæri allt í einu að gerast, hvert á fetur öðru. Upp- hringingin frá sjúkrahúsinu um nóttina var hið fyrsta af mörgum. Nákvæmlega viku síðar var Boyce Harp- er öðru sinni vakinn af værum nætur- blundi, en í það skiptið var það þó ekki símahringing, heldur öskur og vein í brunabílum, ofúrbjart ljósvörpuskin, óp, köll og fyrirgangur, brestir og brothljóð. Boyce stökk fram úr rúminu og kólnaði allur upp þegar brunalyktinni sló fýrir vit honum. Hann ruddist út úr svefnherberginu, án þess honum svo mikið sem kæmi til hugar að kona hans svaf þar í rekkju sinni. Ljós- vörpuskinið kom neðan að og þegar hann kom ffam á stigapallinn, sá hann stofú- stúlkuna sem stóð niðri og ræddi við slökkviliðsmann. — Hvað, er það sem á gengur? hrópaði hann. — Allt í lagi; við erum þegar búnir að ná yfirhönd á eldinum, svaraði slökkviliðs- maðurinn. — Það hefúr kviknað í ruslahaug bak við húsið. Feiknamikil reykjarsvæla, eins og alltaf við slíkar aðstæður, en til- tölulega lítill eldur. Það var einstök heppni að þér hringduð strax til okkar, annars er ekki að vita hvemig farið hefði. — Ég hef alls ekki hringt, svaraði Boyce. - Jæja, það hlýtur þá að hafa verið ein- hver af nágrönnum yðar sem hefúr gert yður þann mikla greiða. En þér verðið að afsaka, þó að það henti okkur að brjóta stóru rúðuna í glugganum á bókasafninu — það var ógerlegt að átta sig á því fyrst í stað hvaðan reykinn lagði og við þorðum að sjáffsögðu ekki að hætta á neitt. — Nei, auðvitað ekki, svaraði Boyce Harper. — Því miður emm við víst tilneyddir að senda kæm á hendur yður fýrir þennan mslahaug, tók annar slökkviliðsmaður til máls. — Lögum samkvæmt bar yður að hafa fjarlægt hann fýrir löngu. — En það er enginn mslahaugur ffá mér að húsabaki, andmælti Boyce Harper. — Ég ætti að vita það. — Því miður, svaraði slökkviliðsmaður- inn. — Þetta msl var á yðar lóð og það er lagabrot. - Jæja, jæja, hafið það eins og ykkur best hentar, tautaði Boyce og gekk inn í bókasafhið. Gólfábreiðan var þakin gler- brotum og svalt næturloftið fýllti herberg- ið. Boyce opnaði barskápinn og skenkti ► 18. TBL. 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.