Vikan - 07.09.1989, Page 44
5MA5AC5A
unnið þann sigur sem með þurfti. Graham
féllst á að fela honum sölu húseignanna.
— Það gleður mig meira en orð fá lýst,
herra Graham, sagði Boyce.
— Ég hef alltaf dáðst að fyrirtæki yðar.
Það verður sjónarsviptir að yður á sviði
viðskiptanna.
í sama mund kom einkaritari Grahams
inn. — Fyrirgefið, sagði hún. — En það er
áríðandi símtal.
Graham tók talnemann og hlustaði. Eftir
stutt andartak leit hann furðu lostinn á
Boyce.
— Á þetta að vera einhver glettni,
spurði hann og hlustaði svo enn. — Ég skal
með ánægju koma þeim skilaboðum rétta
leið, sagði hann að lokum og lagði talnem-
ann á.
— Það eru skilaboð til yðar, herra
Haprer, sagði hann. — Einhver náungi sem
sagði að það væri hyggilegast fyrir yður að
láta konuna hans í friði.
Boyce varð dreyrrauður í andliti.
— Þetta hlýtur að vera illkvittnislegt
prakkarastirk, herra Graham, sagði hann.
— Það get ég vitanlega ekkert um sagt,
en þér verðið að skilja það, að ég get ekki
látið nafn mitt koma ffam í viðskiptum við
mann, sem hinir og þessir leyfa sér slíka
ffamkomu við. Ég verð að taka tillit til
fyrirtækis míns, herra Harper. Verið þér
sælir. Ég verð mér úti um einhvern annan
milligöngumann.
Á leiðinni út tók eldurinn enn að
brenna í maga Boyce. Hann hraðaði sér
þangað sem bíllinn hans stóð og var ekki í
neinum vafa um að stungið hefði verið á
einhverju.
Hugboð hans reyndist rétt...
Þú verður að taka eitthvert tillit til þess,
sem ég segi, Boyce.
Dr. Redman var ergilegur.
— Þú ert að vísu nokkrum árum eldri en
ég, kunnur fjármálamaður og athafnamað-
ur og allt það. En ég er nú samt sem áður
læknir þinn og það, sem ég segi við þig,
segi ég af umhyggju fýrir þér. Ég get ekki
hjálpað þér, nema því aðeins að þú viljir
hjálpa þér sjálfur. Þú þjáist af magasári, og
það er alvarlegt sár. Ég hef athugað
röntgenmyndirnar og sárið breiðist
stöðugt út með ískyggilegum hraða. Enda
ekki að undra, þar sem þú beinlínis elur á
því með áfengi, reykingum og magasýrum.
Ég hef það frá konu þinni að þú haflr
drukkið fast að undanförnu.
— Hver hefur beðið þig að vera að rök-
ræða um mig við hana? spurði Boyce reiði-
lega.
— Ertu ekki sjúklingur minn? spurði
læknirinn. — Og er hún ekki eiginkona þín?
Ég álít það einungis skyldu mína að reyna
að komast að hvað það er sem veldur þér
slíkri taugaspennu. Þú ert kominn vel á
veg með að drepa þig, það er allt og sumt.
Boyce folnaði.
- Magasár getur verið lífshættulegt,
herra minn, mælti læknirinn enn. — Ef þú
heldur þannig áfram, verður þess ekki
langt að bíða að maginn springi, eins og
við köllum það.
— Og ... hvað þá? stamaði Boyce.
— Það er undir öllum aðstæðum komið,
svaraði dr. Redman. — Ef unnt reynist að
koma þér í tæka tíð á sjúkrahúsið, þá get-
um við skorið þig upp. En komist þú þang-
að ekki fyrr en um seinan þá...
— Þá dey ég? hvíslaði Boyce.
— Að öllum likindum, svaraði læknirinn
stillilega. — En nú skaltu taka inn þessar
töflur, sem ég læt þig hafa, í hvert skipti
sem kvalaköstin koma.
Hann rétti Boyce lítinn stauk með
töflum.
— Og umfram allt, ekkert áfengi, sagði
dr. Redman.
Boyce hét að gæta þess.
Um kvöldið sat hann aleinn í bókasafhs-
herberginu með stórt mjólkurglas fyrir
ffaman sig. í fýrsta skipti í langan tíma bar
svipur hans því vitni að hann væri rólegur
og hvíldur.
Þá hringdi síminn.
- Halló.
— Gott kvöld, herra Harper, var sagt,
karlmannsrödd sem hann kannaðist vel
við. Það var sama röddin og sagðist tala til
hans úr Carmichael-sjúkrahúsinu. Rödd
mannsins sem kvaðst heita Harry Pierce.
Rödd mannsins sem vildi tilkynna honum
hvað Ajax-viðgerðarverkstæðið tæki fýrir
hjólbarðabætingarnar.
— Hvað er það í þetta skipti? spurði
Boyce þreytulega.
— Mig langaði einungis til að spyrja
hvernig yður liði, svaraði rödin. — Síst af
öllu vildi ég að nokkuð kæmi fyrir yður.
Það er svo margt óvænt sem ég á í poka-
horninu handa yður.
Enn einu sinni tók eldurinn að brenna í
maga Boyce. — Hver eruð þér og hvers
vegna leikið þér mig svona grátt? spurði
hann.
— Það fáið þér aldrei að vita, svaraði
röddin. - Hins vegar get ég trúað yður fýr-
ir því, að eftir nákvæmlega klukkustund,
verðið þér fyrir því langversta, sem enn
hefur komið fýrir yður. Verið viðbúinn,
kæri vinur.
Það heyrðist lágur smellur, talneminn
hafði verið lagður á. Boyce leit skelflngu
lostinn á klukkuna. Hún var eina mínútu
yfir níu.
Kvalirnar í maganum jukust um allan
helming. Hann gleypti i skyndi eina töflu
úr glasinu sem Redman læknir hafði látið
hann fá og drakk svo mjólk á eftir. Svo hall-
aði hann sér aftur á bak í stólnum. Efitir
klukkustund... hvað mundi þá gerast? Kval-
irnar í maganum urðu stöðugt óbærilegri.
Hann las á miðann á töfluglasinu. „Ein til
fjórar töflur." Hann gleypti enn eina töflu
og saup mjólk á eftir. Reyndi að vera sem
rólegastur.
Hver gat það verið, sem ofsótti hann
þannig? Ótal nöfn komu fram í huga hans,
nöfin á konum sem hann hafði brugðist,
karlmönnum sem hann hafði beitt
brögðum. Það var einhvern veginn auð-
veldara að muna þau en nöfnin á þeim
sem hann hafði reynst heiðarlegur.
Klukkuna vantaði tíu mínútur í tíu. Það
var eins og magi hans væri að rifna. Með
skjálfandi höndum kom hann upp í sig
tveim töflum til viðbótar. Drakk mjólkina
sem eftir var í glasinu.
En á sömu stundu og klukkan sló tíu, var
sem kvalaleiftur fiæru um hann allan, sárari
og heiftarlegri en nokkru sinni fýrr. Það
var eins og eitthvert afl væri að tæta hann
sundur, rífa hann í smásnepla og skelfingin
við dauðann heltók hann. Það var með
naumindum að honum tókst að ná sam-
bandi við símstöðina.
— Ég... heiti... Boyce Harper ... stam-
aði hann, og sagði stúlkunni síðan heim-
ilisfang sitt. - Útvegið mér... sjúkrabíl...
tafarlaust...
Það var um miðnætti. Jean Harper sat í
biðstofú sjúkrahússins. Dr. Philip Redman
kom þangað beina leið úr skurðstofunni.
Hafði ekki gefið sér tíma til að fara úr hvíta
sloppnum. Hún kveikti í sígarettu og stakk
milli vara honum.
— Tókst skurðaðgerðin? spurði hún.
— Eins og best varð á kostið, svaraði
læknirinn og brosti.
— Hann er með öðrum orðum dauður,
varð frú Harper að orði.
- Já.
Jean Harper varp öndinni léttara. -
Heldurðu að komi til nokkurra óþægilegra
afleiðinga? spurði hún.
— Nei, svaraði dr. Redman. — Ég er
læknir hans. Ég skrifa dánarvottorðið. Þú
er málafærslumaður hans og sérð um upp-
gjör dánaíbúsins. Hefurðu komið undan
töflunum, sem eftir voru í glasinu?
— Já. Ég skolaði þeim niður um klósett-
ið, svaraði hún.
— Ágætt, þá höfúm við ekkert að óttast.
— Hvernig litist þér á að hafa fataskipti
og koma heim með mér. Þá skal ég hita
okkur kaffi? sagði hún.
— Það lofar góðu, svaraði læknirinn. —
Þetta var heldur óhugnanleg skurðaðgerð,
svo að ég hef sannarlega þörf fyrir kaffl-
sopa... □
42 VIKAN 18. TBL. 1989