Vikan


Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 47

Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 47
Zoom Færsla að eða frá myndefni með breyti- linsunni kallast að „zooma“. Ekki má of- nota þessa hreyfmgu. Best er að byrja með kyrra linsu í upphafi og mynda í nokkrar sekúndur og eins í lok hreyfingar. Vert er að minnast á að þegar „zoomað" hefur ver- ið að ákveðnum hlut verður hann stund- um óskýr. Þetta gerist stundum þegar birtuskilyrði eru ekki góð því skarpleika- sviðið minnkar þegar ljósopið er stórt og linsan er á mestu brennivídd. Besta ráðið við þessu er að finna skerpuna áður en myndataka hefst og stilla hana inn handvirkt. Stundum getur verið gott að sameina í sömu tökunni „zoom“- og hlið- arhreyfingu en það er nokkuð vandasamt. Tími Lengd myndskeiða fer nokkuð eftir því hvað verið er að mynda. Ef íþróttamót er tekið upp verða myndskeiðin nokkuð löng. Víðar myndir með mörgum hlutum í mynd þurfa 7-10 sekúndur en nærmynd 3—5 sekúndur. Hentug lengd á stuttri mynd sem klippt er í vél er u.þ.b. 20-30 mínútur. Lýsing Myndbandið þarf ekki sterkt ljós. Þegar myndað er úti er ágætt að mynda þegar birtan er jöfn og mild, t.d. léttskýjað. Ef tekið er á móti sterkri birtu þarf oft að stækka ljósopið og auka birtuna, m.a. til þess að lýsa upp skugga á andliti. Þegar myndað er inni er best að taka undan birt- Hálfmynd sýnir fyrirmyndina nánar. Breytingin frá heilmynd þarf að vera af- gerandi, annars virkar samsetning á milli myndskeiðanna sem hopp. Hálfmynd Hér er sýnd þrengri mynd en heilmynd. Hún sýnir effi hluta líkamans og andlit, t.d. maður að þurrka af sér svitann. Nærmynd sýnir andlit og svipbrigði. Þessi myndstærð gleymist oft en hana er gott að nota milli víðra mynda. Hreyfingin Stundum þarf að hreyfa myndavélina. Hliðarhreyfing (pan): Lárétt hreyfing. Upp eða niður (tilt): Lóðrétt hreyfing. Þessar hreyfingar eru gerðar þegar sýna þarf eitthvað sem er stórt eða þegar við fýlgjum einhverju eftir. Best er að taka kyrra mynd í 3—4 sekúndur áður en hreyf- ing hefst og einnig í lok hreyfingar. Þetta er gert vegna þess að kyrrar myndir klipp- ast betur saman, t.d. ef næsta myndskeið er ekki á hreyfingu, þ.e. myndavélin. í hliðarhreyfingum er gott að vinda örlítið upp á líkamann og vinda af honum hægt og rólega. unni, til að mynda gluggum, ef bjart er úti. Ekki er þó gott að blanda saman mörgum gerðum af ljósi. Ef nota þarf ljóskastara er best að beina ljósinu að hvítum fleti, til dæmis lofti, og fá þannig milda óbeina lýs- ingu. Fólk er góðu vant. Láttu þína þætti standast tímans tönn. Stutt mynd frá lið- inni tíð getur lýst upp skammdegið á góð- um stundum. Fjarmynd Oft byrjar myndataka í nýju umhverfi á víðri mynd, þar sem atburðir munu gerast, t.d. maður með hálfklárað hús í baksýn. Heilmynd sýnir alla fyrirmyndina og hvað er aðhafst. Heilmynd Þessi myndskurður er þrengri. Hér sést persóna í fullri stærð og má greina hvað hún aðhefst, t.d. maður að smíða. Þegar við hreyfum myndavélina til hlið- ar eða upp og niður er mikilvægt að byrja með kyrra vél í þrjár sekúndur og eins í lokin. Myndskurður Eitt það fýrsta sem hver og einn gerir þegar byrjað skal myndatöku er að beina myndavélinni að viðfangsefninu og ákveða myndstærðina, þ.e. hve mikill hluti af um- hverfinu verður innan myndrammans. Það er hægt að gera með því að draga mynd- efnið að eða frá með hreyfilinsunni eða þá að færa vélina nær eða fjær. Nærmynd Nú er hægt að lýsa tilfinningum í andliti eða nákvæmum handbrögðum, t.d. maður sem tekur á við vinnu. Við myndatöku er best að skipta sem oftast um myndstærð því líkt myndefni í sömu stærð klippist illa saman og getur virkað sem hopp í myndinni. KENM5LA 18. TBL. 1989 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.