Vikan


Vikan - 07.09.1989, Side 59

Vikan - 07.09.1989, Side 59
5TJ0RMUMERKI Hjálpsemi Meyjan er alltaf tilbúin að hjálpa án þess þó að vera sú manngerð sem aðrir sækjast eftir að segja ffá vandamálum sínum eða gráta við öxlina á. Þurfl einhver að flytja eða fá hjálp við að skipuleggja upp- ákomu er meyjan fús að að- stoða og vill meira að segja gjarnan taka ein að sér verkið. Hún er áhugasamasti félags- maðurinn í sérhverju félagi en hættir til að snúast í eilífa hringi í kringum sjálfa sig. Meyjan reynir að vera raun- sæ og þurfl einhver að ræða vandamál er hún alltaf jákvæð: - Og hvað skyldum við geta gert í málinu? segir hún. — Kannski gætum við reynt... og svo kemur uppástunga. Önnur stjörnumerki láta sér nægja að ræða málið en meyjan vill fá að hjálpa. Kalt viðmót Einkenni meyjunnar er hreinleikinn eins og nafhið SÍÐARI HLUTI: Þannig er meyjan gefúr til kynna. Hún þolir ekki óhreinindi og þótt hún þurfi að vinna sóðalegt verk tekst henni að halda sér hreinni og óflekkaðri. Fyrir kemur að meyjan láti í ljós andúð á öðru fólki og hana skortir oft löngun til að hafa náið samband við aðra. Þessi ffamkoma verður til að margir halda meyjuna merkilega með sig eða stolta en það er hún alls ekki. Meyjan er einfaldlega meyjan og fjarlægðin milli hennar og annarra stafar ef til vill bara af umhverflnu. Þetta getur valdið misskilningi sem meyjan verður sjálf að reyna að koma í veg fyrir svo að ekki fari illa. En hlédrægni meyj- unnar getur líka verið töffandi og ekki síst eftir að hún hefúr komist yfir vandamál unglings- áranna. Sannleiksástin Margar meyjar eru sér- ffæðingar á einhverju sviði og þeim er nauðsynlegt að ein- beita sér að einhverju á- kveðnu. Þeim hentar vel að stunda rannsóknir og þá þýðir ekki annað fyrir þær en komast að sannleikanum. Þær eiga auðvelt með að sinna verkefú- um sem öðrum finnast allt of krefjandi og beita þá allri sinni orku til að leysa þau. Meyjan verður þó að gæta þess að flækja sig ekki um of í smá- atriðum í leitinni að sann- leikanum og ástæðulaust er að liggja vakandi næturlangt og velta fyrir sér vandamálinu. Ef meyjan þráast við og heldur áfram að gera sér áhyggjur hef- ur það áhrif á heilsuna þegar ffam í sækir. Lystarleysi er merki um að vandamálið sé orðið svo mikið að ekki sé hægt að leysa það á augnabliki. Svefnleysi fylgir á eftir og síð- an óþægindi í maga sem geta endað með magasári. Meyjan sem vinur Lífið getur ekki orðið leiðin- legt hjá þeim sem eiga meyju að vini en það getur þó verið svolítið ruglingslegt. Meyjan er svo áköf í að hjálpa að hún gleymir stundum að hún er ekki besti skipuleggjandi í heimi. Meyjan er hjartagóð og þrátt fyrir óróleikann er hún góður vinur. Glæsibragur hef- ur ekki áhrif á meyjuna, sem telur hann ekki vera fyrir sig, en það getur þó endað með því að hún leyfi sér að gleðjast yflr því sem henni er gefið og þá er gaman að fylgjast með. Margir reyna án efa að hvetja meyjuna til að slappa af og njóta lífsins enda þótt það reynist ekki auðvelt. Þeir hinir sömu verða að vera viðbúnir því að sett verði út á þá. Þeir sem eru ekki allt of tilflnninga- næmir láta sér slíkt í léttu rúmi liggja og taka gagnrýninni á já- kvæðan hátt enda er hún vel meint. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú virðist mjög vinsæl(l) og eftirsóknarverð(ur) þessa dag- ana, en þú færð þig fljótt full- sadda(n). Vendu þig á að vera á- kveðnari og bíttu frá þér, þegar um þverbak er að keyra. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú verður fyrir happi, en þú mátt ekki spilla því með gal- gopahætti og kæruleysi. Haltu fast um þitt. Þú hefur mikil sam- skipti við ákveðinn kunningja- hóp. Reyndu að vera meira heima og umfram allt um helg- ina. Krabbinn iSs 22. júní - 22. júlí ® þú ert vannærð(ur) á ein- hverju sviði og verður að fá útrás hið bráðasta, ef ekki á illa að fara. Reyndu að beita skynsem- inni og fara að öllu með sem mestri gát. Happatala er fjórir. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Fjölskylda þín mun eink- um njóta sín þessa dagana - stundum finnst þér það vera á kostnað þinn, en það er mesti misskilningur að svo sé. Þú færð heimsókn góðra kunninga á mánudag eða þriðjudag. Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú ert viðriðin(n) eitt- hvert málefni, sem þú og mál- svarar þínir gerið allt sem þið getið til að tefja fyrir endalokum á. Gættu þess vandlega að þetta sé ekki rangt af ykkur og málþóf- ið tefji bara fyrir framgangi mála þinna. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þess verður krafist af þér, að þú fórnir einhverju fyrir ákveð- inn málstað og flestir þínir nán- ustu vinir og ættingjar telja þig fúsan til þess og reyndar þú sjálf- ur líka, en þegar að kröfunni kemur, kemur annað á daginn. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú hefur gerst of ráðrík(ur) og frek(ur) með ákveð- inn hlut og það kann ekki góðri lukku að stýra. Varastu að treysta ákveðnum aðila, að því er virðist er honum ekki sjálfrátt eins og er. tMeyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú lendir f illdeilum við félaga þína og þaðverðurtil þess að allar fyrirætlanir þínar varð- andi helgarfríið fara út um þúfur. Þá koma nágrannar þínir, sem þú síst áttir von á, til hjálpar og allt leikur í lyndi. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú verður að leggja miklu meira á þig til að ná takmarkinu en þú hefur haldið fram til þessa. Því verður ekki náð nema með stöðugri vinnu og aftur vinnu. Láttu nú ekkert annað glepja fyrir þér og þá mun þér vel farnast. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Hvernig stendur á þessari stífni í þér þessa dagana við þína nánustu? Þú telur þér auðvitað trú um að þú eigir enga sök á því, hvernig komið er, en líttu nú vandlega í eigin barm og gættu að því hvaða ályktun þú getur dregið af rannsókninni. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þín bíður mikil freisting, sem reynir afskaplega mikið á þig. Afleiðingarnar af því að falla fyrir henni gætu orðið óþægileg- ar. 19. febrúar - 20. mars Erfiðleikar sem þú áttir von á í sambandi við eignaskipti, reynast barnaleikur. Þú hefur eignast hættulegan keppinaut sem beitir ólíklegustu brögðum til að koma sínu fram. 18. TBL. 1989 VIKAN 57 5TJORHU5PA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.