Vikan


Vikan - 14.12.1989, Síða 15

Vikan - 14.12.1989, Síða 15
velt fyrir mig að fara í ferðalög hér áður fyrr. Ég gifti mig sautján ára og eignaðist Elísabetu þegar ég var átján. Á þessum árum fór ég að starfa sem blaðamaður — og byrjaði reyndar á Vikunni en maðurinn minn, Jökull Jakobsson, var þá ritstjóri. Ég man vel eftir fyrsta viðtalinu mínu, en það var við Dóru Þórhallsdóttur forsetafrú. Ég var ekki nema átján ára þannig að þetta var mjög spennandi verkefhi fyrir jafn unga blaðakonu. Ég skrifaði síðan nokkrar skáld- sögur á árunum frá tvítugu til þrítugs, sú fyrsta var Ást á rauðu Ijósi, og kom hún út árið 1960 þegar ég var tvítug. Um það leyti sem við Jökull skildum fór ég að vinna á Morgunblaðinu. Ég var þá 27 ára og við áttum þá þrjú lítil börn; Elísa- betu, Illuga og Hrafn. í starfi mínu þá ferð- aðist ég mikið hér innanlands og einnig á sumrin þegar krakkarnir voru í sveit og kynntist þá landinu mjög vel — þannig að það er ekki hægt að segja að ég hafl ekki þekkt mitt eigið land áður en ég fór að ferðast í útlöndum. Hélt að krakkarnir myndu fá andstyggð á þessu starfi Ritlistin virðist vera börnum þeirra Jó- hönnu og Jökuls í blóð borin því öll hafa þau lagt hana fyrir sig. Frá Elísabetu og ljóðabók hennar, Dans í lokuðu herbergi, sögðum við hér í Vikunni ekki alls fyrir löngu og þeir bræður Illugi og Hrafh hafa einnig sent frá sér ýmis ritverk. „Ég er feg- in því,“ segir Jóhanna. „Ég hélt nefhilega að þau myndu fá svo mikla andstyggð á þessu starfi, því þegar ég var ein með þau lítil þá var blaðamannsstarflð enn dálítið gamaldags. Ég þurfti þá að vinna frá klukk- an 1 til 9 á kvöldin suma daga, 10 til 1 á nóttunni aðra, auk næturvakta og laugar- dagsvinnu. Þau þurftu því að taka á sig ýmsar skyldur sem aðrir krakkar sluppu við. En svo hafa þau öll skrifað, meira að segja er Kolbrá yngsta dóttir mín sem er 18 ára búin að skrifa sína fyrstu grein. Hún er núna skiptinemi í Panama, en ég var mjög ánægð þegar hún valdi að fara til Panama en ekki til einhvers þeirra hefð- bundnu landa sem krakkar velja sér einna helst. Henni finnst þetta mjög ævintýra- legt allt saman og nú er hún allt í einu far- in að hugsa um hluti sem hún gerði aldrei áður, eins og t.d. pólitík og afstöðu hinna ýmsu fjölskyldumeðlima innan fjölskyld- unnar. Hún er hjá bændafólki og fýrst eftir að hún kom til þeirra þá stóð hún upp eftir matinn og tók af borðinu — eins og þau krakkarnir eru vön að gera hér heima — en þá ætlaði allt vitlaust að verða. Þetta var verk húsmóðurinnar og hennar einnar. Krakkarnir á heimilinu unnu engin heimil- isstörf, hvað þá heimilisfaðirinn. Enda skrifaði Kolbrá mér að hún hefði aldrei fengið aðra eins þjónustu og þarna. Hún skrifaði síðan grein sem hún kallaði „Dag- bók skiptinema" og birt var í Lesbók Morg- unblaðsins. Ég held að það sé öllum krökk- um mjög hollt að kynnast öðru landi og lífevenjum fólksins á þennan hátt. Þetta vildi ég hafa gert, en þegar ég var 17 ára þá var ég að gifta mig — ekki það að ég sjái neitt eftir því. Hinir krakkarnir hafa einnig ákveðna þörf fýrir að ferðast sýnist mér.“ Máritíus fannst Jóhönnu að hlyti að vera paradís líkust. Hér er hún í veiðiferð með eyjaskeggja, en að vísu veiddu þau ekki bröndu. 25. TBL. 1989 VIKAN 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.