Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 30

Vikan - 14.12.1989, Side 30
Vikan kynnin Samkeppni ungra norrænna fatahönnuða Norræna íatahönnunarkeppnin meðal nema fer Iram í Helsinki í Finnlandi 29. janúar næst- komandi og í annað sinn gefst íslenskum nemum í faginu kostur á að taka þátt. Stigahæsti keppandinn írá hverju Norðurlandanna fær boð um að taka þátt í The Smimoff U.K Fashion Awards Show sem er fatahönnunarsýning sem Smirnoff- fyrirtækið styrkir og er þetta í sjötta sinn sem hún er haldin. Sú sýning verður í Roy- al Albert Hall í London 1. mars og munu hátt í eitt hundrað ungir fatahönnuðir frá ýmsum Evrópulöndum sýna þar verk sín. íslensku þátttakendurnir í keppninni í fyrra voru fimm nemendur við fataiðnað- ardeild Iðnskólans og einn sem var við nám í Köbenhavns Mode og Designskole, en það var Guðrún Hrund Sigurðardóttir sem fór með sigur af hólmi fýrir íslands hönd. Þema keppninnar í ár eru höfuð- skepnurnar fjórar, vatn, vindur, jörð og eldur, og hefúr firanska tískukynningarfýr- irtækið Promostyl lagt línur og stefhur fýr- ir keppendurna varðandi þemað. Að öðru leyti hafa keppendur frjálsar hendur. Vikan í íslensku dómnefndinni íslensk dómnefnd, sem skipuð er Örnu Kristjánsdóttur fatahönnuði — sem er í dómnefnd fyrir VIKUNA og verður einnig í norrænu dómnefndinni í Helsinki, Evu Vilhelmsdóttur fiatahönnuði og Henrik Árnasyni auglýsingahönnuði, mun velja fjóra úr hópi íslensku keppendanna til að taka þátt í keppninni í Helsinki. Þeir fá í sinn hlut 1200 finnsk mörk upp í efhis- kostnað og boðsferð til Helsinki. Stiga- hæsti keppandi ffá hverju Norðurlandanna fær auk þess 2000 finnsk mörk í verðlaun og ferð til London í keppnina þar. Norður- landameistarinn fær síðan þar að auki 5000 finnsk mörk sem eru um 73.000 ís- lenskar krónur. Til mikils er því að vinna fýrir íslenska nema í faginu, auk þess sem það virkar afar hvetjandi að fá að taka þátt í svona keppni, hvort sem sigur hlýst að Iaunum eða ekki. Vikan mun síðar segja nánar frá firam- vindu mála varðandi íslensku þátttakend- urna og frammistöðu þeirra í keppninni. Skilafresturinn er svo að segja runninn út - hann er til 15. desember - og úrslitin verða tilkynnt daginn eftir. Vikan óskar is- lensku þátttakendunum góðs gengis í Finnlandi — og auðvitað einnig í London. Guðrún Hrund Sigurðardóttir (t.v.) ásamt sýningarstúlku í fatnaðinum sem hún hannaði fyrir sýninguna í fyrra en hennar fatnaður bar sigur úr býtum fyrir íslands hönd í fýrra. 30 VIKAN 25. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.