Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 35

Vikan - 14.12.1989, Side 35
Jólasveinabörn í jólaskapi Það cru kannski ekki margir sem vita það, en jólasveinabörnin veðja vanalega um það á aðfangadagskvöld hver það verði sem kemst fyrst að hrísgrjónagrautnum. Ef einhvern langar að taka þátt í leiknum þarf bara að ná í tening og nokkrar piparhnetur sem notaðar eru sem spilapeningar... 5. Já, þetta var flott lampasveifla...meira að segja svo flott að þú lendir beint á nr. 8. 11. Nú gildir að hafa tungubroddinn á réttum stað. Þú ert svo góð- ur línudansari að þú átt verðlaun skilið. Þú mátt kasta upp aftur. 14. Hugmyndin var að nota trommurnar sem trampolínur en þú ert kannski nú þegar búinn að borða alltof mikið? Þú situr hjá í næstu umferð, á meðan þú reynir að losa þig. 20. En sú ferð sem maður nær í svona gömlum hjólaskauta! Þú ferð alla Ieið á nr. 23. 24. Hægan! Hægan! Það á að nota reipið til að klifra upp, ekki róf- una á kisu! Farðu til baka á nr. 22 og byrjaðu aftur. 30. Það er enn nokkuð góður hljómur í gamla útvarpstæk- inu...„Kátt er á jólunum“ hljómar þaðan og útvarpið stillt á hæsta! Hljóðbylgjurnar kasta þér alla Ieið á nr. 33. 34. Þú lendir mjúklega eftir salíbununa...en þú situr svo þægilega að þú nennir varla að halda áfram. Þú situr hjá eina umferð. 37. Þú hefúr náð á leiðarenda og það á mettíma...næstum. Fáðu Línu jólasveinastelpu til að gefa þér almennilega skál með grautarslettu í og rjóma út á. Á eftir geturðu kannski farið aftur í spilið, ef hinir vilja vera með.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.