Vikan


Vikan - 14.12.1989, Page 36

Vikan - 14.12.1989, Page 36
1. Hversu mörg af jólasveinaandlitunum passa nákvæmlega í svörtu skuggamyndina? 2. í hvaða röð á að setja strimlamyndina saman til þess að jóla- skipið verði heilt? 3. Flestir þessara hluta passa saman tveir og tveir. Gáðu hvort þú getur fundið þá sem gera það ekki. 4. Klipptu út svarta ferhyrninginn sem myndar hatt snjókarlsins og klipptu hann síðan í sex minni hluta, eftir hvítu línunum. Skyggnið og röndótta bandið á ekki að klippa út. Geturðu nú raðað bitunum sex saman þannig að þeir myndi kross sem er eins og sá sem er merki Rauða krossins? 5. Hf þú dregur línu ffá punkti nr. 1 og heldur síðan áfram í réttri röð þar til þú kemur að punkti nr. 63 muntu sjá hver er reið- skjóti jólasveinastelpunnar. 6. Jólasveinar í skollaleik Búðu til nokkur stór og lítil kramarhús úr pappír. Teiknaðu andlit á þau stóru og notaðu þau litlu sem jólasveinahúíúr. Nú á að reyna að setja húfúr á höfúðin með bundið fyrir augun. Það er erfitt því bara má þreifa sig áfram með jólasveinahúfún- um sem verið er að reyna að setja á sinn stað. Ef haus veltur um koli er komið að þeim næsta að reyna og sigurvegarinn í leikn- um er sá sem getur sett flestar húfúr á sinn stað. 7. Hversu margar af þessum teikningum eru nákvæmlega eins? 8. Jólasveinatölur Hér er smáreikniþraut sem hjálpar þér að finna út hvaða tölu vinur þinn hefur hugsað sér. Biddu hann um að hugsa sér tölu, síðan á hann að margfalda hana með 2, bæta 4 við og margfalda síðan með 5. Þegar hann hefúr gert það á hann að bæta 12 við og margfalda með 10. Núna á hann að segja þér hvaða tölu hann er kominn með. Frá henni dregur þú 320 og síðan áttu að strika yfir tvö síðustu núllin. Þá ertu búinn að finna töluna sem vinur þinn hugsaði sér. Lausnir á bls. 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.