Vikan


Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 40

Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 40
og eingöngu gamall þefur. Þarna var sá síðarnefhdi. Mikjáll fór inn í veitingastof- una. Þar voru húsgögn, klædd flaueli, sem einhvern tíma hafði verið grænt, og brúnt veggfóður með ryðrauðum blómum af rósaættinni á veggjunum, borgundar- hólmsklukka, sem hafði hætt að ganga ein- hvern tíma kl. 10.13, dökkgræn glugga- tjöld úr þykku efni og með skúfabrydd- ingu og postulínslampi með perluffuns- um. Gestgjafinn stakk hausnum inn um lúgu á þilinu. — Hvað vilt þú? spurði hann og góndi ólundarlega á Mikjál. — Enskan bauta, þökk fyrir, og glas af öli. — Þú getur fengið kerfilsúpu, sagði gest- gjafinn. — Get ég ekki fengið neitt annað? spurði Mikjáll. — Kerfilsúpu, sagði gestgjafinn og skellti aftur hlemmunum fyrir lúgunni. Nokkru seinna birtist hausinn aftur. — Kerfilsúpu og hvítöl. Mikjáll andvarpaði og settist og beið. Gestgjafinn kom inn með kerfilsúpuna og hvítölið. Bragðið af matnum var alveg eins og útlitið og það var ekki gott. — Gæti ég fengið lánaðan síma? spurði Mikjáll. Gestgjafinn benti með þumalfingrinum: — Hann er þarna úti! Mikjáll stóð upp og flýtti sér í símann. — Hann er í ólagi, sagði gestgjafinn þeg- ar Mikjáll var kominn að símanum. — En ég þarf endilega að ná sambandi við Silfrastaði, kjökraði Mikjáll. — Einmitt það, sagði gestgjafinn á leið- inni fram í eldhúsið. — Hvenær fer Iest suður? spurði Mikjáll. — Engin lest í dag. Snjór... ófært. — Já, en — heyrið þér, hrópaði Mikjáll, — ég á að halda jólin á Silfrastöðum og ég þarf að ... Gestgjafinn var farinn út. Nú virtist allt vera að hrynja í rúst. Fjarlægðin milli mestu hamingju og bik- svörtustu örvæntingar er oft styttri en maður heldur. Venjulega var ekkert fjær Mikjáli en bölsýnin en núna, þegar allt brást, guggnaði hann alveg. Gestgjafinn kom aftur. — Hafið þér herbergi? spurði Mikjáll hikstandi. — Númer 17 var leigt fýrir tveimur tímum. — En eitthvað af hinum herbergjunum þá? andvarpaði Mikjáll. - Númer 17 er eina herbergið, sem ég hef. Mikjáll lagði augun afitur. Nú skildi hann að verra gat það ekki orðið. En þar skjátlaðist honum. — Þetta verða 5,75, sagði gestgjafinn. Mikjáll stakk hendinni í brjóstvasann en það ómak hefði hann rétt á litið getað sparað sér því að veskið hans lá í dyravas- anum á bílnum hans. — Heyrið þér, gamli vinur! sagði hann. — Fimm sjötíu og fimm! sagði gestgjaf- inn og pírði augunum. - Já, en heyrið þér, hljóðaði Mikjáll, — ég hef gleymt... — Nú, er það svoleiðis, urraði gestgjaf- inn og augun í honum urðu beinlínis ógn- andi. Það er hægt að halda Þorláksmessu með mjög mismunandi móti. Flestir njóta vafa- laust heimilisánægjunnar við jólakerti og bakkelsi á borðum og hljóðskraf úti í hornum. Mikjáll átti sitt Þorláksmessu- kvöld í skitnu kráreldhúsi og var að þvo upp. Þremur dögum áður hafði verið gæsasteikurveisla þarna í kránni og eftir óþvegna borðbúnaðinum að dæma hafði veislan verið allfjölmenn. Mikjáll hafði lok- ið við nærri helming uppþvottarins þegar þreytan yfirbugaði hann. Um lágnættið hneig hann niður á eldhússtólinn. Það síð- asta, sem hann heyrði áður en miskunn- söm svefngyðjan tók hann í faðm sér, var rödd gestgjafans sem sagði í óblíðum tón: - Þú heldur áfram með þetta á morgun! Ég veit ekki hvort þú, lesandi góður, hefur reynt hvað það er að vakna kl. 6 á aðfangadagsmorgni við að órakaður greiðasali kemur inn til þín á náttskyrtu og flókaskóm, eff ir að þú hefúr átt nætursakir á eldhússtól með tveimur brotnum rimum í bakinu. Það fýrsta sem blasir við augum eru feitimakaðir diskar í háum stöflum, þálfa leið upp undir þak, ásamt sósuskál- um, skaftpottum og öðrum eldhúsgögn- um. Ef þú hefur ekki reynt þetta skal ég trúa þér fyrir því að það er skrambi óvið- felldið. — Reyndu nú að láta hendur standa fram úr ermum! sagði gestgjafinn og var alls ekki mjúkur á manninn. — Heyrið þér nú, sagði Mikjáll með grátstaf í kverkunum. - Ég á að halda jólin á Silfrastöðum; óðalsbóndinn á von á mér og ég ætla að giftast dóttur hans og... — Reyndu nú að byrja, tók gestgjafinn ffam í. Þú átt að hafa lokið við þetta klukk- an átta svo að þú getir tekið til morgun- verð og fært gestinum á nr. 17. — Færa gesti morgunmat? Nú fór Mikjál að sundla. — Færa morgunmat, sagði gestgjafinn fastmæltur. Hann kveikti í sósuðum vindilstúf og labbaði út. Síðasti diskurinn var þveginn á mínút- unni klukkan átta og Mikjáll var að skola fitubrák úr vaskinum þegar hann heyrði braka í stiganum undan þunga gestsins á nr. 17 sem var á leiðinni niður í morgun- kaffi og árbít. Mikjáll kom fram í dyrnar með bakka í höndunum en hrökk við svo að glamraði í öllu því sem á bakkanum var. Hann tók andköf nokkrum sinnum, margdeplaði augunum og reyndi að fá heilann úr bak- lásnum. í veitingastofúnni sat ung og falleg stúlka, mjög lík daggfrískri rós um Jóns- messuleytið. Slík sýn kemur að jafnaði ungum mönnum til að depla augunum og ef til vill til að taka andköf líka en Mikjáll hafði fengið svo stórkostlegt taugalost að eitthvað sérstakt hlaut að vera í efhi þarna. Því að unga stúlkan var engin önnur en Adda. Daginn áður hafði hún brugðið sér til Óðinsvéa til að skila af sér jólabögglum en á heimleiðinni hafði hún lent í bylnum Framhald á bls. 40 „Þú mátt ekki misskilja mig, elskan mín. Þú veist að ég vildi gera nærri því allt fyrir þig. En eitt verð ég að segja þér: Við förum aldrei framar á neina krá . . . “ 25. TBL. 1989 VIKAN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.