Vikan


Vikan - 14.12.1989, Page 53

Vikan - 14.12.1989, Page 53
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON Þegar Anna og Sven Weit- zel ffá Stokkhólmi hittust í fyrsta sinn fannst þeim þau vera í sjöunda himni. Og til að sýna öllum hvernig þeim var innanbrjósts og hve hamingju- söm þau voru settu þau upp hringana í hæstum hæðum. í tvö þúsund metra hæð stukku brúðurin og brúðguminn saman út úr flugvél og inn í hjónaband. Athöfhin fór ffam yfir Suður- Afríku en þar létu brúðhjónin sig falla. „Úr því að okkur tókst að sameinast í þessu stökki get- ur ekkert svo auðveldlega stíað okkur í sundur í hjónabandi okkar,“ sögðu brúðhjónin eftir þessa óvenjulegu athöfn. Það er annars vissara að taka það fram að þau lentu heilu og höldnu eftir brúðkaupið. Frumlegar hjónavígslur af því tagi sem Anna og Sven kusu sér verða æ algengari. Fólk giftir sig nú í háloftunum, á sjávarbotni eða svamlandi í vatni. Öll eiga þessi brúðkaup það sameigin- legt að hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Japanska parið Toshiyuka og Hisaro Ooba stukku í brúðkaupi Þegar Toshiyuka gaf Hisaro já- yrði sitt stukku allir veislugest- irnir út í vatnið til þeirra. Segir sagan að mannskapurinn hafi yljað sér vel á kampavíni eftir baðið. |T J ■ / 'S \ T I Brúðhjónin sænsku í frjálsu felli. Anna og Sven giftu sig skýjum ofar. Frumlegustu brúðkaup veraildar fóru fram í kaftprabúningum, fallhlífum og ó sjóskfðum sínu í kaldan sjóinn. Hann var í svörtum smóking, hún í hvítum kjól. Þegar parið var komið nið- ur á sjávarbotn hét það hvort öðru eilífri tryggð og öllu öðru, sem þykir tilheyra á hátíðar- stundu sem þessari. Auðvitað voru brúðhjónin bæði með súr- efniskút og kafaragleraugu, ells hefði hjónabandið líklega ekki orðið langlíft. Aftur á móti fcr engum sögum af því hvort þetta busl þeirra hafi haft einhver áhrif á brúðkaupsnóttina. Og svo var það parið með sjóskíðadelluna, Kevin og Cindy Collins frá Detroit. Þau létu ekk- ert aftra sér frá því að fá sér smásprett í brauðkaupsklæðun- um heldur létu þar að auki pússa sig saman á skíðunum. Ekki blotnuðu þau eins mikið og jap- önsku brúðhjónin en þó mun eitthvað hafa vöknað í þeim þegar þau geystust á skíðunum eftir bláum vatnsfletinum. I kveðjuskyni henti Cindy brúð- arvendinum til ólofaða kven- peningsins í boðinu svo sem venja er. Auðvitað voru það stallsystur hennar úr sjóskíða- klúbbnum. Cindy og Kevin giftu sig 3 sjóskíðum. Snyrtitöskur fyrir dömur og herra ' \j J 50 VIKAN 25. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.