Vikan


Vikan - 19.04.1990, Side 12

Vikan - 19.04.1990, Side 12
Boney M og creola kokkurinn Yves Ambrolse fyrir utan Hard Rock Café ásamt Guðmundi Þórssyni framkvæmdastjóra staðarins. BEINT í MAT Á HARD ROCK Söngfuglarnir f Boney M kunnu vel að meta mats- eld Yves Ambroise á Hard Rock Café, en kvartett- inn var kominn til hans í kvöld- mat strax á fyrsta degi sínum hér á landi. Hard Rock staðirn- ir fyrirfinnast víða um heim og njóta einmitt mikilla vinsælda meðal tónlistarfólks og ekki er óalgengt að poppstjörnur haldi blaðamannafundi sína og einkasamkvæmi á þeim stöðum. Yves Ambroise kom hingað í eina viku til að kynna þá matargerð sem nefnd er cre- ola og er einkum bundin við New Orleans f Bandaríkjun- um. Önnur náskyld matargerð, cajun, á hins vegar uppruna sinn í sveitum Louisiana, en Ambroise er jafnvígur á hvoru tveggja og réttirnir á matseðl- inum á Hard Rock Café þessa viku voru úr báðum áttum. Ambroise er sjálfur „kreóli" í húð og hár, fæddur á Haiti, þar sem tungumálið nefnist cre- ola. Hann starfaði í mörg ár sem matreiðslumaður í New Orleans, en er í dag yfirkokkur á besta creola veitingastaðn- um á Florída, Royal Orleans. Það er kryddið og kolasteik- ing sem skiptir mestu máli í creola og cajun matargerö, en creola og cajun matreiösla er blanda af franskri, ítalskri, spænskri og afrískri matar- gerð, með innleggi frá mat- reiðsluaðferðum indfána. Dansstaður fyrir „ungtfólká adri Eigendur Dansbarsins, hjónin Sigvaldi Viggósson og Þórunn Guðmundsdóttir. Nýlega var nýr skemmti- staður opnaður sem kallast Dansbarinn, á sama stað og veitingastaðurinn Mongolian- Barbequeertil húsa. Eigendur staðanna tveggja eru hjónin Sigvaldi Viggósson og Þórunn z Guðmundsdóttir. Staöurinn er 9, hugsaður sem samkomustaö- 9 urfyrir ungtfólk á miðjum aldri. g Fastagestir staðarins verða o sjálfkrafa klúbbmeölimir en S matargestir eru að sjálfsögöu o velkomnir að fá sér snúning 3 svo og annað vel valið fólk. § Tónlist sjöunda áratugarins 0 verður allsráðandi og allt gert | til að skapa þægilega □ stemmningu. Þarna getur kunningjahópurinn hist og á ekki á hættu að týnast í mann- þröng þar sem staðurinn tekur aðeins 170 manns. Sigvaldi var spurður að því hvaðan hann hefði þessa hug- mynd og af hverju hann hefði áhuga á að fá „ungt fólk á miðjum aldri,“ eins og hann kallar sína kynslóð, inn á staðinn? „Draumurinn varö til í Kaup- mannahöfn eitt sinn þegar hann fór með bróður sínum á bar sem heitir Bonaparte og er byggður upp sem meðlima- klúbbur fyrir ákveðinn aldurs- hóp. Það er ekki spurning að svona klúbbur á sér grundvöll Kim og Ragnheiður með góð- gæti frá Mongolia Barbique. hér á landi því það er fullt af fólki sem er orðið leitt á að hanga heima yfir sjónvarpinu eða myndbandinu og væri til i að fá sér snúning f nokkra tíma eða hitta gamla kunn- ingja en hefur ekki áhuga á að fara á stóru skemmtistaðina. Litill staður sem þessi gefur fólki fastastaö til aö hittast á til aö spjalla saman og dansa." Staðurinn verður opinn fjóra daga í viku fyrst til að byrja með og aldurstakmark verður 25 ár en undantekningar verða gerðar ef með þarf. Nokkrir ánægðir gestir við opnun Dansbarsins. KROPPAR Þótt þeir kepptu ekki í vaxtar- rækt sýndu sveinarnir á skemmtun á Hótel Borg kropp- inn og það á eggjandi hátt. Sér- stakar sýningar fyrir kvenfólk og síðan karlmenn hafa verið haldnar þar í afmörkuðum söl- um um helgar. Þar hafa þessir guttar meðal annars spókaö sig fáklæddir, á nærum einum klæða og vakið lukku meðal kvenna. Allir eru þeir vanir sviðsmenn og liprir dansarar. Ásgeir, Jón Egill, Ingólfur og Hrafn brosa sínu blíðasta eftir fyrstu sýninguna á Hótel Borg... EKKI UMBOÐS- MENN NORNA Viötal það er birtist við ís- lenska norn í 6. tölublaði Vik- unnar vakti eðlilega verulega athygli. Guðmundur Sigurfreyr Jónasson, sem þekktur er fyrir skrif sin um dulræn fyrirbrigöi, skráði viðtalið auk þess sem hann vitnaði f bók eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Strax eftir út- komu Vikunnar hófust látlaus- ar hringingar til þeirra beggja, einkum frá fólki sem vildi fyrir alla muni komast f regluna. Voru þar konur í meirihluta. Hafa þeir orðið fyrir slfku ónæöi af þessum ástæðum, að þeir sáu ástæðu til að fara þess á leit við Vikuna, að hún upplýsti að þeir eru ekki félag- ar í nornareglunni né f að- stöðu til að annast milligöngu fyrir fólk sem vill komast í samband við hana. Mála- leitunum af þeim toga verður ekki sinnt. 12 VIKAN 8. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.