Vikan - 19.04.1990, Side 16
'S>V
V
Þessi mynd sýnir hluta af bliki eða áru mannsins, sem myndast hefur með háspennutæki
króatíska vísindamannsins Nikola Tesla.
„Innri hug- og tilfinningalíkamar sjást ekki
alltaf. Ytri hug- og tilfinningalíkamar þurfa að
hafa náð vissum tærleika til að þeir innri sjáist.
Innsæis- eða orsakalíkaminn er oftast þaö
fallegasta við hverja mannveru. Hann tekur
hægast breytingum, þó getur hann breyst eftir
þroska okkar. Innsta Ijósið er geisli úr sól guð-
dómsins."
ÁLFAR OG HULDUFÓLK
Erla Stefánsdóttir segir aö náttúran sé krökk
af lífverum sem tilheyri annarri þróunarleið lífs-
ins en maðurinn og hafi líkamsgervi úr fíngerð-
ara efni en flestir skynja. Verur þessar eða
náttúruandar lifa á ýmsum stöðum: viö vötn, í
sjó, í skógum, steinum og klettum, I lofti og
jafnvel í híbýlum manna. „í mörgum fjöllum
eru náttúruandar sem við köllum fjallatíva, Ijós-
miklar og undurfagrar verur með mikilli hreyf-
ingu og streymi." Hún segir aö þessar verur
séu ákaflega fjölbreyttar, bæði aö stærð og út-
liti og hvað varðar þroska og innræti. „Huldu-
fólk er líkt okkur, bæði I háttum og útliti. Álfar
eru fíngerðari. í kjarri og skógum búa Ijúflingar.
Svifléttar verur sem klæöast gjarnan
frísklegum litum á sumrin en á veturna sjást
þeir ekki.“ Erla sér einnig búálfa og blómálfa í
hverjum garði og á flestum heimilum. „Það er
misjöfn útgeislun frá hverju blómi, í ýmsum lit-
brigðum. Á sumrin, þegar blómin eru í fullum
skrúða, má sjá blómálfa á flugi milli blómanna.
En svo hefur hvert blóm sinn staðbundna álf
og eru þeir líkir að lit og litir blómsins sem ver-
una ber. í kaktusum eru blómálfar mjög litríkir
og eru verurnar þéttari og efnismeiri en í öðr-
um blómum. Lítill vandi er að tala við blómin
eða hugsa til þeirra. Mjög gott er að láta blóm-
álfana vita áður en blóm eru klippt eða umpott-
uð.“
BLÓMÁLFAR OG
FRUMSKYNJUN JURTA
Það er athyglisvert að árið 1966 uppgötvaði
Cleve Backster, bandarískur hugvitsmaður og
hönnuður fyrsta lygamælisins, svonefnda
frumskynjun („primary perception") sem jurtir
og jafnvel einfrumungar eru taldir búa yfir. Síð-
an hefur stór hópur vísindamanna við dulsál-
fræðideildir háskóla víða um heim rannsakað
viðbrögð jurta og eru enn að gera merkar upp-
götvanir á þessu sviði. í grein, sem birtist um
þetta efni í Wall Street Journal árið 1972,
sagði um niðurstöður þessara tilrauna:
„Rannsóknir Backsters virðast benda til að
auk þess aö búa yfir eins konar fjarhrifasam-
bandi búi jurtir yfir einhverju sem er mjög
áþekkt tilfinningum eöa geðhrifum . .. Þær
kunna að meta það þegar þær eru vökvaðar.
Þær verða áhyggjufullar þegar hundur kemur
nálægt þeim. Þaö líður yfir þær þegar ofbeldi
ógnar velferð þeirra og þær sýna samúö þegar
spendýr og skordýr í návist þeirra verða fyrir
skaða."
Bandaríski vísindamaöurinn Marcel Vogel
endurbætti rannsóknartækni Backsters og
uppgötvaði ýmislegt nýtt um eiginleika jurt-
anna. í fyrirlestri, sem Vogel hélt um athuganir
sínar, sagði hann meðal annars: „Þaö er
staðreynd aö maður getur haft og hefur sam-
band við jurtalífið. Það getur vel verið að jurt-
irnar séu blindar, heyrnarlausar og mállausar í
mannlegum skilningi en fyrir mér er þaö eng-
inn vafi að þær eru yfirmáta næm tæki til að
nema mannlegar tilfinningar... Jurt og maður
geta ekki aðeins haft samband sín I milli held-
ur er hægt að skrá þetta samband niður á sjálf-
virkan skrifara með aðstoð jurtarinnar.“
Getur verið að svonefnd frumskynjun
plantna sé í raun og veru tilfinningar eöa geð-
hrif blómálfanna?
HUGFORM OG ÁLFABYGGÐIR
REYKJAVÍKUR
Erla skynjar jafnframt hugform staða og
bygginga. Hún segir að hugform í bláum og
gylltum litum fylgi kirkjum landsins, Ijós trúar-
innar. „Við Strandakirkju má sjá bjarta Ijós-
mikla veru, engil, og er hann kraftmikill og svo
Ijóssterkur að hann sést úr mikilli fjarlægð eins
og ofan af Hellisheiði. Yfir Helgafelli, eins og
yfir flestum Helgafellum hérlendis, er fjólublátt
Ijós eða hugform. Fjólubláa hugformið yfir
Helgafelli tengist líklega helgi og átrúnaði frá
liönum tíma. í Reykjavík og nágrenni býr
margs konar álfakyn. Má þar nefna huldufólk,
Ijúflinga, álfa, dverga, dísir og gnóma. Á Val-
húsahæð eru álfar í björtum litum. í kringum
Tjörnina eru Ijósálfar og litlir gnómar. Gnómar,
sem nefndir eru jarðdvergar á íslensku, eru
tæpt fet á hæð og virðast leggja mikið upp úr
fjölskyldulífi. Gnómar geta verið örsmáir, 1-2
mm. Þeir fela fyrir manni lyklana og gleraugun
og ýmislegt sem hverfur þó það sé fyrirframan
nefið á manni. í Hljómskálagarðinum eru Ijúfl-
ingar, bjartir og fallegir. Uppi á hæðinni
norðanvert við Vífilsstaðavatn hefur líklega
verið álfakirkja því enn má greina birtuna."
DVERGAR OG FJALLATÍVAR
Erla segir að sunnanvert við Seljahverfi í
Breiðholti séu huldufólksbyggðir. „Ljúflingar
eru í Fossvogi og í hólmanum í Elliðaánum
eru dvergar, Ijúflingar og álfar. Sams konar líf
er í Öskjuhlíðinni. í grasagarðinum í Laugar-
dal eru mjög hávaxnir og skemmtilegir álfar. í
Laugarnesi er álfakyn sem á ekki sinn líka
annars staðar á landinu. í Viðey er mikið um
álfa og huldufólksfjölskyldur því þar er ágang-
ur manna Iftill. Dvergar búa í hrauni og nær
byggðinni upp í Heiðmörk. Það eru dvergar
neðan við Kópavogshæli og mjög skemmtilegt
að líta yfir svæðið f kringum Kópavogs-
kirkjuna. Þarna er mikið líf, huldufólk, álfar,
dvergar og gnómar. Dvergarnir eru á stærð við
fimm til sex ára börn og eru afskaplega iðnir.
Þeir búa margir saman og í stærri samfélög-
um.“
Erla segir að í Hafnarfirði sé mikið um álfa
og dverga. „Yfir Hamrinum í Hafnarfirði er gul
sól og fjólublár Ijósbogi. í Hamrinum eru glæst-
ir salir, hátt til lofts og vítt til veggja og býr þar
margt álfa. Er líkast sem einhver verndarvætt-
ur sé í tengslum við Hamarinn og haldi vernd-
arhendi sinni yfir bænum. Yfir Reykjavík er
stór bláhvítur tívi sem er eins og verndarvætt-
ur borgarinnar. í Esjunni eru tveir fjallativar.
Annar er tengdur árstíðunum og hverfur svo til
yfir veturinn en sá blái sést alltaf í suðurhlíð
Esju, séð frá Reykjavík. Víða um land eru
huídufólksbyggðir. Kirkja huldufólks er að því
leyti frábrugðin að krossinn hefur tíu arma í tíu
áttir en ekki fjóra eins og hjá okkur."
HULDULANDSLAG OG
ORKUBRAUTIR
Erla segir að landslag álfa og manna sé yfir-
leitt það sama. „Stundum kemur fyrir að
veðurfar hjá álfum sé annað en hjá okkur.“
Erla hefur jafnframt talað um að kraftlínur eða
dularfullar orkurásir liggi um landið og alla jörð.
Þetta minnir um margt á rannsóknir fræði-
manna á ley-línum Englands og hugmyndum
Forn-Kínverja um drekaslóðir sem jarðorka
streymir um. í ferðabók Ernst Börschman um
Kína er sagt um þessar drekaslóðir: „Vissir
fjallatoppar eru þaktir musterum og litlum hof-
um og helgistöðum til að samræma töfrakraft
himins og jarðar. Viss orka streymir þar út, ekki
ósvipað og segulkraftur út úr grönnum vír-
enda. Kínverjar álitu ákveðið segulsvið vera
eitt af birtingarformum náttúrunnar.“
Erla fjallar um þessar orkubrautir íslands. „í
gegnum Snæfellsjökul tengjast stærstu og
kraftmestu brautirnar. Snæfellsjökull er ein af
16 VIKAN 8. TBL. 1990