Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 25
R Fl r
■'frV'.-.tvJ'v!’-
snæöingi úti undir berum
himni eöa inni á notalegum
veitingastöðum. Allt verðlag er
lágt í Portúgal enda landið
fátækt. Góð máltíð kostar vart
nema um þriðjung þess sem
hún kostar hér heima og Ijúf-
feng vín fást fyrir margfalt
minna. Portúgalar eru einkar
lagnir við að matreiða fisk og
ómögulegt annað en að nota
tækifærið þegar ferðast er um
landið og bragða á sjávarrétt-
um þeirra. Það þarf svo sann-
arlega ekki að efna til saltfisks-
viku þar í landi til aö glæða
áhuga þeirra á saltfisksáti.
Landsmenn eru sérstaklega
sólgnir í saltfisk og eru sagðir
11
*. .• ' ,j /jaJ
Hluti hinnar hrollvekjandi beinakapellu i
Faro. Myndin hér til hliðar var tekin um
borð i skútunni, sem flutti íslendirigana
til grillveislunnar góðu, sem sagt er frá í
greininni. Á myndinni fyrir ofan sjást
portúgalskir hjálparkokkar að störfum í
veislunni.
Hákarl kominn í sundlaugina í
hótelgarði Silchoro? Tæplega.
Á myndinni fyrir ofan sjást
þær systurnar Jóhanna og
Bára í dyragættinni á barnum
sínum í Albufeira.
kunna eina uppskrift að salt-
fiskrétti fyrir hvern dag ársins.
í Portúgal gildir sama reglan
og víðast annars staöar; gefið
gaum að þeim stöðum sem
innfæddir sækja. Þar er tryggt
að maturinn er góöur - og á
sanngjörnu verði.
„SPORTÚGAL"
Leiguflugvél Úrvals-Útsýnar
lendir á hinum alþjóðlega flug-
velli í Faro, höfuöborg Algar-
ve, eftir tæplega fjögurra
stunda beint leiguflug frá
Keflavík. Þaðan er farþegun-
um ekið til Albufeira sem er á
miðri suðurströnd Algarve.
Þangað er um hálftíma
akstur.
Albufeira hefur verið nefnd
„gullströnd" Algarve en hún er
vinsælasti sólbaðsstaöur á
suöurströnd Portúgals. Þar er
líka að finna afbragðsaðstöðu
til íþróttaiðkana, siglinga og
köfunar. Og ekki má gleyma
því að einhverjir bestu tennis-
8. TBL. 1990 VIKAN 25