Vikan


Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 26

Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 26
FAMILY fUN PARK VISITE VISIT Gert klárt fyrir fótboltakeppni gegn innfæddum. Fyrir ofan er mynd frá rennibrautunum í hinum vinsæla skemmtigarði í Kontecherohverfi. og golfvellir Evrópu eru þarna á næsta leiti. Þaö er ekki að ástæðulausu að landið hefur í seinni tíð verið að fá á sig gælunafnið Sportúgal og þá ekki síst fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á að gera alla aðstöðu til íþróttaiðkana í Alg- arve sem fullkomnasta. Ekki þurfa allir í fjölskyld- unni að sækjast eftir vanda- samari íþróttagreinum. Að busla í góðri sundlaug getur verið hin mesta sæla - og ekki spillir að í Montechero hverf- inu, þar sem flestir (slending- anna gista, er skemmtigarður þar sem eru nokkrar sund- laugar og margar mismunandi svakalegar rennibrautir eða rör sem njóta mikilla vinsælda. Montechero er lítið þorp tæpa fjóra kílómetra fyrir aust- an miðbæ Albufeira. Þar er fjöldi verslana, barir, veitinga- staðir og diskótek. Flestir stað- irnir eru við aðalgötuna sem liggur í gegnum Montechero og landinn kallar „Laugaveg". Þar er iðandi mannlff frá morgni og langt fram á nótt og ástæðulítið að leita til nær- liggjandi borga og bæja viljirðu komast í fjörugt og frjálslegt mannlíf. ÍSLENSKUR VEITINGAMAÐUR Þegar blaðamaður Vikunnar var þarna á ferö í fyrrasumar og spurðist fyrir um virkilega vandaðan veitingastað var honum bent á Lucullus sem er í þröngri endagötu út frá aðal- götunni. Þangað var haldið eitt kvöldið og notið fjölbreyttra og góðra veitinga í fallegum garði framan við nýlegt einbýlishús sem innréttað hefur verið sem veitingastaður. Og það sem kom skemmti- lega á óvart var að sá sem þjónaði okkur til borðs reyndist vera íslenskur og eiga staðinn. Þorleifur Björnsson heitir hann og var þarna stadd- ur f stuttri heimsókn. Hann hefur annars í nógu að snúast heimafyrir, rekur nokkra veit- ingastaði eins og t.d. Tunglið og Fimmuna. Hann kvaðst hafa keypt Lucullus í fullum rekstri. „Og það skal ég segja þér að það er tvennt ólíkt að hefja veit- ingarekstur hér og heirna," sagði hann. „Húsið greiði ég vaxtalaust á fimm árum og sá sem hóf hér veitingarekstur seldi mér einnig með nokkurra ára afborgunum og það á lág- um vöxturn." Hollensk kona sér um rekst- Þorleifur ásamt hollensku kjarnorkukonunni og dóttur hennar. urinn fyrir Þorleif og íslenska meðeigendur hans og ber hún jafnframt ábyrgðina á mat- reiðslunni, sem er fyrsta flokks eins og áður sagði. BAR HAUKSDÆTRA í miðbæ Albufeira er einnig að finna Islendinga í veitinga- rekstri. Þar eru þær systurnar Jóhanna og Bára með skand- inavískan bar sem þær kalla Classic. Hann er opinn frá klukkan ellefu á morgnana til tvö á nóttunni. Þetta er lítill og notalegur bar við þrönga götu þar sem stendur bar við bar og mikill fólksfjöldi streymir á eftir að skyggja tekur. Vinsæl diskótek eru þarna um kring líka. Systurnar, sem eru frá Siglufirði, opnuðu barinn fyrir fimm árum, en þá höfðu þær orðið sér úti um nokkra reynslu við störf á Hótel Höfn á Siglu- firði og eins hér fyrr á árum i Kaupmannahöfn, á skemmti- stöðum Þorsteins Viggósson- ar, Bonaparte og Pussycat. Classic hefur einkum verið vel sóttur af Hollendingum, Bretum, Dönum og Svíum. „Bretarnir hafa alltaf verið fremur uppivöðslusamir og gjarnir á að efna til slags- mála,“ segir Jóhanna. „Þeim fækkaði verulega hér á þess- um bar þegar við breyttum staönum lítillega fyrir tveim árum og skiptum um leið yfir í sölu á Heineken bjór, sem kemur frá Hollandi. í staðinn juku Hollendingar verulega komu sfna á barinn. Þeir eru miklu skikkanlegri. Já, prýðis- fólk, Hollendingar." Fteksturinn hefur gengið vel 26 VIKAN 8. TBL, 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.