Vikan


Vikan - 19.04.1990, Side 27

Vikan - 19.04.1990, Side 27
hjá þeim Hauksdætrum, Jó- hönnu og Báru. Þær hafa keypt sér myndarlegt einbýlis- hús við fallega strönd ekki langt undan og hafa bæjar- stjóra að næsta nágranna. í fyrrasumar vann á barnum hjá (jeim ungur piltur, Jóhann að nafni, sem hafði áður verið við barþjónustu í Tunglinu. Sumarið á undan hafði starfað hjá þeim stúlka frá Siglufirði. „Ágætt að fá hingað til starfa gott fólk að heiman. Það er harðduglegt - og segir okkur líka fréttir af því helsta..." ÖFUNDAÐIR AF ÖÐRUM FARARSTJÓRUM Fararstjórar Útsýnar I Port- úgal í fyrrasumar voru þau Gylfi Gunnarsson og hjónin Jón Karl Einarsson og Ágústa Helgadóttir. Ljúfmannlegt fólk í alla staði. Stóðu þau fyrir fjöl- breyttum skoðunarferðum og var jafnan góð þátttaka I þeim ferðum sem farnar voru. „Far- arstjórar með hópa frá öðrum löndum öfunda okkur alltaf af þeirri miklu þátttöku sem er í okkar ferðum,“ sagði Jón Karl. „íslendingar koma ekki hingað í eins stórum hópum og hinar þjóðirnar. En við fyllum auð- veldlega tvær rútur þegar við förum í skoðunarferðir á með- an t.d. Bretarnir fella hvað eftir annað niður sínar ferðir vegna þátttökuleysis. Það er bara einu sinni þannig með landann að hann vill fræðast sem mest um þá staði sem hann ferðast til og kynnast sem flestu af eigin raun.“ LÍFLEGUR LAUGAR- DAGSMORGUNNí LOULÉ Þá fáu daga sem blaðamað- ur Vikunnar staldraði við í Portúgal var boðið upp á nokkrar ferðir og skemmtanir. Fyrsta kvöldið fjölmenntu ís- lendingar, ungir sem aldnir, á Hótel Balaia þar sem þeir fylltu veitingasal hótelsins sem ber nafnið Gulldiskurinn. Óhætt er að mæla með matnum á þeim fallega stað. Á eftir fylgdi fjöldasöngur sem þeir fóru létt með að stjórna fararstjórarnir Jón Karl, sem er fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, og Gylfi, sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar að syngja um „Litla kassa" með Þokkabót hér um árið. Næst var það ferð til Faro og Loulé á laugardagsmorgni. Farið var á tveim hópferða- bifreiðum undir leiðsögn Gylfa I TWtttT en hann var ólatur við að lýsa því sem fyrir augu bar. Gróðri og gróðurleysi ef ekki var öðru til að dreifa. Ekið var um sveitir Algarve, þar sem hvarvetna mátti sjá ólífu-, möndlu- og appelsínutré, til markaðs- bæjarins Loulé. Þangað koma bændur akandi með vörur sín- ar á laugardagsmorgnum í skrautlegum kerrum og vögnum. í stóru markaðshús- inu er svo til sölu kjöt, fiskur og grænmeti auk handunninna listmuna. í hliðargötunum í næsta nágrenni má svo finna leðurlykt og heyra í margs konar verkfærum úr hverju húsinu á fætur öðru. Þar eru hagleiksmenn að störfum og hægt að fylgjast með þeim smiða húsgögn, gera kopar- muni og hina vönduðustu leð- ur- og leirmuni. Þegar ekið var af stað til næsta áfangastaðar, Faro, leitaðist Gylfi við að útskýra hina skrautlegu turna á íbúð- arhúsunum. Sagði þá hafa tíökast allt frá tímum Mára á þessum slóðum, en þeir hefðu byggt hús sín með turnum til að fyrirbyggja að draugar gætu riðiö húsum. Vinsældir bláu málningar- innar kringum dyr og glugga húsanna kvaö hann stafa af þeirri trú innfæddra að sá litur fældi burtu illa anda. Eins til að halda burtu moskítóflugum. „Ég skal ekki segja um hina illu anda,“ bætti Gylfi við, „en líkast til eru flugurnar litblindar því þær leita inn í húsin þrátt fyrir bláu málninguna." HROLLVEKJANDI BEINAKAPELLA Þegar komið var til Faro, þar sem íbúatalan er í kringum fimmtíu þúsund, var fyrst staðnæmst við Karmelíta kirkj- Hún sat þolinmóð með sitt grænmeti til sölu við markaðshúsið í Loulé. Efri myndin er frá fallegri götu í Faro. una sem er sögð fallegasta kirkjan þar í bæ en kirkjur eru þar margar bæði stórar og smáar. Það er þó ekki sjálf kirkjan sem mesta forvitni vek- ur heldur kapellan bakatil. Ein þriggja beinakapella í Portúgal en hún er síðan á átjándu öld og eru allir veggir þaktir höfuð- kúpum og leggjum manna, sömuleiðis loftið. Eðlilegt að hroll setti að ferðalöngunum er þeir stigu inn í kapelluna. Yfir dyrunum stóð: „Hugleiddu lífshlaup þitt er þú stígur inn- fyrir.“ Gönguferð um götur og stræti Faro var hin ánægjuleg- asta og kaffibolli á veitinga- stað við aðaltorgið á eftir vel þeginn á meðan þreytan leið úr fótleggjunum. SKÚTUSIGLING Næst tók blaðamaður þátt í bátsferð og ekki var þátttakan síðri í þeirri ferð. Ekið var í tveim hópferðabifreiðum til Vil- amoura en þar hafa risið lúx- ushótel fyrir milljónamæring- ana sem gjarnan leggja skút- um sínum og snekkjum þar við land. Þar beið myndarleg skúta hópsins og sigldi hún með okkur meðfram ströndinni þar til tekið var land I lítilli vík þar sem slegið var upp grill- veislu. Runnu sardínur og kótilettur Ijúflega niður með góðu hvítvíni. Að því loknu tóku við sól- og sjóböð í tvo til þrjá tíma og höfðu allmargir roðnað rækilega á hörund þegar haldið var heimleiðis með skútunni síðla dags. 8.TBL. 1990 VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.