Vikan


Vikan - 19.04.1990, Side 31

Vikan - 19.04.1990, Side 31
un ókunnugra um þaö. Þaö er jafnvel gert tortryggilegt og auk þess taliö skrýtiö. Þetta er ósanngjarnt því viðkomandi kann að vera að vinna göfug störf í þágu heildarinnar. Þess vegna er aldrei of varlega farið þegar viö fjöllum um annarra manna persónu. Okkur á ekki aö líða illa af því viö erum búin aö venja okkur á fljótfærni í þessum efnum, en sjáum síö- ar aö okkur. Aögát er nauð- synleg af því aö meðal annars er erfitt aö leiðrétta illt umtal þótt stundum sé þaö reynt. HLÍFUM BÖRNUNUM VIÐ SLÚÐRI Börn komast vart hjá því aö heyra einhvers konar óhróöur um náungann, jafnvel inni á heimilum sínum. Barnssálin er næm og tekur iöulega ýmis- legt miöur gott inn á sig. Sár- ast er þó þegar blessuð börnin veröa fyrir aðkasti vegna for- eldra sinna eða skyldmenna af því aö í gangi eru ósmekkleg- ar sögur, til þess eins hugsað- ar aö grafa undan viðkornandi. Þau eru í tilfinningatengslum viö söguhetjurnar og þar af leiðandi óvarin meö öllu.. Hver tekur tillit til þeirra þegar slúð- urvélinni vex fiskur um hrygg? Fáirsennilega, því þegar veriö er að velta sér upp úr ógæfu annarra er ekki verið aö spá í aö börn líði fyrir umfjöllunina. Þeim er ætlaö aö gera skyldu sína jafnt sem áöur. Það er ekkert skemmtilegt aö vera í skóla meö grátstafinn í kverk- unum, bítandi frá sér af því aö ókunnug börn eru að gera lítið úr pabba eöa mömmu. Þarna getur hlotist ómældur skaöi af, sem sögusmetturnar þurfa aldrei aö bæta eöa greiða úr. Þær eru „stikkfrí", þeim kemur ekki viö hvort barn liggur and- vaka eöa neitar að fara í skól- ann vegna slúðursins sem þær komu kannski af óvar- kárni af stað. Börn geta verið miskunnar- laus hvert viö annað og ekki batnar þaö þegar foreldrar þeirra gefa þeim beint eöa óbeint tækifæri til þess. Við foreldrarnir ættum að minnsta kosti aö hafa vit á að tala ekki illa um aöra með börnin okkar sem hlustendur, nóg eru nú vandamálin samt þó þau séu ekki búin til af okkur. Eða eins og orövari sjómaöurinn sagöi eitt sinn eftir stutta landlegu: „Elskurnar minar, góö kjafta- saga er ágæt einu sinni en þegar sama sagan er endur- tekin í hverju kurteisisboöinu á fætur ööru og aldrei eins þá fer maöur aö þrá sjóinn. Þaö ger- ist nefnilega fátt nema náttúr- lega í landlegum í ókunnugri höfn, þú skilur." □ Með CISV á íslandi og í Þýskalandi Nei. Eigum viö öll aö vera i svona bolum? Okkur finnst þeir ekki fallegir! Megum við ekki heldur vera í þessum meö myndinni af ísbirninum meö kokkteil- glasiö?" „Þiö veröiö öll að vera í eins bolum, og helst áberandi, svo ég veröi fljót aö smala ykkur saman. Mig langar ekki að þurfa að vera að leita að ykkur um allan flugvöll í Kaup- mannahöfn!" sagði Sigga Lóa fararstjóri viö krakkana tíu, ákveöin á svip. Hún var búin aö kynnast því þetta sumar að ekki dugöi annað en að láta þessa fjörmiklu krakka vita hver þaö væri sem réði. Þetta voru tíu unglingar af Reykja- víkursvæðinu, fimm strákarog fimm stelpur, sem voru á leið til Þýskalands á vegum CISV- samtakanna á íslandi og þar áttu þau hvert um sig að búa hjá þýskri fjölskyldu í tvær og hálfa viku. Samræðurnar áttu sér aftur á móti staö á einum af undirbúningsfundunum fyrir ferðina, fundi með foreldrum, fararstjóra og krökkunum - þar sem þaö kom ákveðið fram að foreldrarnir vildu ekki að krakkahópurinn klæddist bolunum með ísbirninum drykkfellda. Fundurinn var sá síöasti sem haldinn var áður en þýsku krakkarnir tíu komu til l’slands. SUMARBÚÐIR FYRIR 11 ÁRA BÖRN „Hvaö er CISV og hvaöa krakka er veriö aö tala um?“ spyrja nú líklega flestir. CISV- samtökin voru stofnuö í Bandaríkjunum af dr. Doris Allen barnasálfræöingi, eftir heimsstyrjöldina síöari. Hugs- unin að baki samtökunum var sú aö ef börn heimsins fengju tækifæri til aö kynnast hvert ööru náiö, þannig aö þau fengju innsýn í þá ólíku menn- ingarheima sem ríkjandi eru, þá væru meiri líkur á því aö þau vildu ekki berjast hvert viö annað þegar þau yrðu stór og á þann hátt mætti stuðla aö js! friði í heiminum-komajafnvel g í veg fyrir fleiri heimsstyrjaldir. CISV er nú alþjóðleg friöar- Q hreyfing, með þátttöku 89 2 þjóöa, sem tengist Sameinuöu g þjóðunum í gegnum UNESCO § og er algjörlega óháö stjórn- málum og trúarbrögðum. ClSV-samtökin starfa þann- ig að á hverju sumri eru starf- ræktar sumarbúðir fyrir 11 ára börn í ákveðnum löndum. Frá hverju landi fara tveir strákar og tvær stelpur í sumarbúðirn- ar og fararstjóri með þeim. Dvelja þau í fjórar vikur með börnum frá allt að tólf mismun- andi löndum. Fyrstu slíkar sumarbúöir voru í Bandarikj- unum árið 1951 og þaö sama ár fór fyrsti íslenski ClSV-hóp- urinn í sumarbúðir. Á íslandi eru ClSV-sumarbúðir aö Laugalandi í Holtum og í fyrra- sumar var sagt og sýnt frá þeim á Stöö 2. UNGLINGASKIPTI Unglingaskipti eru annar liöur í starfsemi samtakanna og þá eru það fimm strákar og fimm stelpur á aldrinum 12-15 ára frá hverju landi sem fara ásamt fararstjóra til einhvers annars lands, þar sem þau búa hjá fjölskyldu þess krakka sem heimsækir þau. í fyrra- sumarfóru íslensku krakkarnir tíu til Þýskalands og dvöldu þar í tvær og hálfa viku ásamt Siggu Lóu fararstjóra en áöur höföu tíu krakkar komið þaðan og búiö hjá fjölskyldum is- lensku krakkanna í jafnlangan tíma. Það var einmitt á undir- búningsfundi fyrir unglinga- skiptin sem samtaliö í upphafi greinarinnar átti sér stað og þaö er ekki nóg með aö ís- lensku krakkarnir fái þarna Hér eru íslensku ClSV-krakkarn- Ir komnir til Þýskalands og Sigga Lóa fararstjóri reynir að hafa hemil á strákunum. tækifæri til aö kynnast jafn- öldrum sínum erlendis heldur einnig „ókunnugum" íslensk- um krökkum sem þau heföu kannski aldrei kynnst annars. íslensku krakkarnir tíu hitt- ust reglulega í nokkra mánuöi áöur en þau fóru utan í ágúst. Þau áttu heima vítt og breitt um Reykjavíkursvæðiö og hitt- ust heima hjá hvert öðru til skiptis, fóru í bíó eöa sund saman. Þau höföu því kynnst vel áöur en þau fóru út saman og voru orðnir ágætir vinir - bæöi stelpur og strákar. Tvisv- ar hittust allir foreldrarnir líka því ClSV-unglingaskiptunum er ætlað að leggja áherslu á fjölskyldulíf fremur en búðir eins og sumarbúðirnar fyrir 11 ára börnin. Þegar þýsku krakkarnir voru komnir var haldin veisla til aö bjóða þá velkomna, grillpartí eins og þaö var kallað. Var veislunni ætlaður staöur í garðinum heima hjá einni stelpunni sem býr í Grafarvog- inum. Veöurguðirnir voru hópnum þó ekki hliðhollir, fremur en öörum á (slandi í fyrrasumar, þannig aö þýsku krakkarnir fóru varla út úr húsi þó þeir íslensku hörkuöu af sér og boröuðu hamborgarana úti í garöi. Fullorðna fólkiö þraukaöi lengi vel og sat dúð- að úti í garöi og gæddi sér á grillsteikunum. Yngri systkini unglinganna skemmtu sér mjög vel og fundu hvorki fyrir rigningu né kulda. Aö lokum gáfust þó allir upp og fóru inn enda var þá búið aö ná því að þurrka upp bjórinn sem hellst haföi ofan í rafmagnsorgelið og allir fóru aö syngja. Frh. á bls. 46 8. TBL. 1990 VIKAN 31 TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.