Vikan


Vikan - 19.04.1990, Síða 35

Vikan - 19.04.1990, Síða 35
viö sig aö þú sért hin eina sanna mun hann standa sig miklu betur en hið ástfangna Ijón eöa hinn ástríðufulli sporðdreki. Hann „reynir við þig“ með glæsibrag, býður þér út a borða á fínum veitinga- húsum með daufum Ijósum og fiðluleik og hann mun aldrei gleyma hvaða dag þið hittust. Er hægt að biðja um meiri rómantík? Spurðu bara konu sem hefur verið nægilega skynsöm til að krækja sér í elskandi eiginmann í nauts- merkinu. ENGA DÝRATEMJARA Auðvitað hefur samband við karlmann í nautsmerkinu einn- ig sína galla. Það er óhjá- kvæmilegt. Þú verður til dæm- is að rifja upp allt sem þú veist um kvenlega hegðun. Enginn maður í þessu merki þolir hávært, karlmannlegt kvenfólk sem lætur smella í svipu eins og dýratemjarar. Ef þú hefur ákveðnar skoðanir skaltu ekki reyna að þröngva þeim upp á hann eða gorta af greind þinni á almannafæri. Ef þú hegðar þér eins og frjáls kona fyrir framan vini hans bregst hann við á eftirfarandi hátt: Ef hann er frumstætt naut mun hann ýta við þér eða jafnvel slá til þín eftir að þið komið heim. Eða það sem verra er, áður en þið komið heim. Ef hann er siðmenntað naut mun hann einfaldlega hætta að tala við þig og sitja steinrunninn án þess að mæla orð frá vörum allt kvöldið. Að lokum líður þér svo illa að þú ferð að óska þess að jörðin gleypi þig. Gangir þú of langt í að reyna að bæta fyrir brot þitt gæti hann átt til að láta nokkur vel valin og jarðbundin orð falla sem yrðu til þess aö þér hitnaði í framan. Láttu þér heldur ekki detta ( hug að flýja heim til mömmu. Á meðan hann sér ykkur fyrir húsaskjóli átt þú að sofa í hjónarúminu. íhlutun tengdamömmu er um það bil það síðasta sem dæmigert naut léti bjóða sér og ef foreldrar þínir hafa kynnst reiði nautsins í öllu hennar veldi læsa þau þig frekar úti og leyfa þér að ráða sjálfri fram úr eigin vandamál- um. TILFINNINGALEGT ÖRYGGI Þó er enginn blíðari en maður í nautsmerkinu ef karl- mennsku hans er á engan hátt Frh. á næstu opnu Afmælisbarn mánaðarlns, Halldór Laxness, ásamt Auði konu sinni; „Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að slá bara til og gera eitthvað. Yfirleitt er allt fyrirfram ákveðið," segir Guðný dóttir þeirra um föður sinn. Fyrirstöðum mœtt af hugrekkiog þolinmœði Fulltrúi nautsmerkisins er Hall- dór Laxness, fæddur 23. apríl 1902. Halldór er með Merkúr (hugsun) í hrúti, Venus í fisk- um og Mars (framkvæmda- orku) í nauti. Að hafa fram- kvæmdaorku ( jarðarmerki þýðir að viðkomandi vill láta eitthvað eftir sig liggja enda má segja að öðrum ólöstuðum að Halldór sé einn afkasta- mesti rithöfundur sem ísland hefur átt. Um hugsun í hrút segir að ekki finnist betri Merk- úrstaða hvað varöar styrk hugsunar og snilligáfu. Fólk með þessa stöðu er einnig sagt sérlega frumlegt og dáir nýjar hugmyndir og vitsmuna- leg ævintýr. Um Venus í fiskum segir að þetta sé dásamleg staða fyrir listamann og geri það að hann gefi viðfangsefninu hetjulegan stórmennskublæ. Einnig á þetta að vera frábær staða fyr- ir alla sem fást við dramatíska tjáningu (ritstörfum og leiklist. Mars í nauti gefur hæfileik- ann til að klifra hægt en örugg- lega til sigurs. Staðfesta og einlægni eru þau skapgerðar- einkenni sem skína í gegn. Fyrirstöðum er mætt af hug- rekki og þolinmæði. Við spurðum Auði Sveins- dóttur, eiginkonu skáldsins og Guðnýju dóttur hans hvort þær könnuðust við nokkra dæmi- gerða nautseiginleika í fari Halldórs: Nautið er þrjóskt: Það á nú ekki við um Halldór. Hann er skapmikill en léttlyndur og fljótur að ná sér þó hann geti rokið upp. Mér finnst hann í rauninni mjög glaðlyndur. Nautið er rómantískt: Hall- dór svarar, og segist ekki hafa fengið medalíu fyrir rómantík. Nautin unna náttúrunni: Halldór er mikill náttúruunn- andi og dýravinur, meira en gengur og gerist. Hann vor- kenndi til dæmis hundinum miklu meira en dóttursyni sín- um þegar Guðný fór til útlanda frá þeim, því Halldóri finnst hundurinn svo varnarlaus en drengurinn getur talað og tjáð hug sinn. Nautum er illa við allar breytingar. Guðný svarar: Hann hefur ávallt lifað mjög reglubundnu lífi. Hann vann alltaf frá níu til tvö, fór síðan í göngutúr og allt sem ( kringum hann var og er einkenndist af stakri reglusemi. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að slá bara til og gera eitthvað, yfir- leitt er allt fyrirfram ákveðið. Nautið þolir ekki óhóf og eyðslusemi þó það hafi ást á munaði. Guðný svarar: Þetta á afskaplega vel við hann. Það var aldrei neitt óhóf en þegar hann fékk sér föt voru þau gerð úr dýrustu efnum og sérsaumuð af skraddara í Danmörku. Hann hefur alltaf lagt mikið upp úr þvi að vanda val á húsgögnum í innbúið og þau hafa ávallt verið af dýrari gerðinni. Þegar við vorum saman ( útlöndum og ég sá eitthvað sem mig langaði í þá sagði hann: „Þá áttu að kaupa þér það því það verður búið á morgun." Hann hefur aldrei verið fyrir það að eyða tíman- um í að leita að einhverju sem er næstbest. 8.TBL 1990 VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.