Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 36
Halldór er mikill náttúruunnandi. Hér sést hann á göngu nærri
Gljúfrasteini. Glæsilega til fara aö venju. „...þegar hann fékk sér
föt voru þau gerð úr dýrustu efnum og sérsaumuð af skraddara
í Danmörku," segir Guðný dóttir hans.
ógnaö. Þaö er ekkert sem
hann ekki vill gera fyrir sína
heittelskuöu nema aö leyfa
henni að taka stjórnina. Maöur
í þessu merki hegðar sér
stundum eins og klaufskur
björn í fjölleikahúsi og skop-
skyn hans er oft fáránlegt en
hann er ekkert fffl. Hann lifir
lífinu á sínum þægilega hraöa
og lætur ekki ýta sér áfram.
Þaö er fyrirfram töpuö orrusta
aö reyna að fá hann til þess aö
njóta sín í stanslausu félags-
og samkvæmislífi áriö út og
inn. Ef þú þráast viö og fyllir
kastalann hans af heimskingj-
um og léttúðardrósum gæti
hann látið sig hverfa. Jafnvel
fyrir fullt og allt.
Mundu að hjá nautinu færöu
varanlega tryggð og ást frá
hans trúa hjarta. Útkoman úr
því dæmi er tilfinningalegt ör-
yggi. Þaö er ekki hægt aö biöja
um meira þar sem þú færö
einnig fjárhagslegt öryggi og
rómantík. Gott og vel, hann er
þrjóskur en haföu í huga aö
hin hliðin á þrjósku er þolin-
mæöi og þaö er sjaldgæf
dyggö.
HOLDLEG OG TÆLANDI
Nautið stjórnast af Venusi,
gyðju ástar og fegurðar.
Nautskonan er líka holdleg og
tælandi og til marks um þaö
má benda á tvær súperstjörn-
ur sem báðar eru í nautsmerk-
inu. Báöar hafa unnið til ósk-
arsverðlauna, báöar eru
þekktar fyrir óvenjulegt og
ógleymanlegt útlit, báöar hafa
söng- og leikhæfileika, báöar
hafa lent í ýmsum skrautleg-
um ástarævintýrum, báöar
sýna mikinn sjálfsaga og báð-
ar hafa sannað aö þær eru
komnar til aö vera þó misjafn-
lega hafi gengið hjá þeim á
listabrautinni. Þetta eru vitan-
lega þær Barbra Streisand og
Cher sem viö er átt.
SALT JARÐARINNAR
Kona í nautsmerkinu er á
margan hátt eins konar salt
jaröarinnar. Hún þarf ekki aö
nota nein lymskubrögð til þess
aö sigra og aö hennar áliti er
hægt aö vera kona án þess aö
vera forhert daðurdrós, ganga
meö ónotað heilabú og mala
eins og kettlingur til þess aö fá
sitt fram.
Hún tekur fólki eins og þaö
er án þess aö vera meö neina
uppgerð og ef hún kemst í
kynni viö einhvern sem henni
líkar ekki viö byrjar hún ekki
að rægja hann eöa mótmæla
hugsjónum hans og tilgangi.
Hún leiðir hann einfaldlega hjá
sér. Þessi kona getur sýnt
óvinum sínum ískalt afskipta-
leysi en ef hún telur þig meöal
vina sinna verður hún þér trú á
hverju sem gengur.
HAGSÝNN HUGSUÐUR
Nautskonur leggja ekki sér-
lega mikið upp úr menntun og
gáfum. Dæmigerð stúlka í
nautsmerkinu les ekki heim-
speki sér til gamans og flókin
hugmyndafræöi er ekki henn-
ar sterka hlið. Hún er hagsýnn
hugsuður, án allrar tilgerðar
og laus við flókna andlega
leikfimi. Hún stendur föstum
fótum á jöröinni og þaö vottar
ekki fyrir vængjum á henni.
Einfaldar nautnir höfða til
hennar - gott kynlíf, góöur
matur og góður félagsskapur,
venjulega í einmitt þessari
röö.
LISTIN AÐ LIFA VEL
Nautskonan er aldrei ham-
ingjusamari en þegar hún gerir
lífiö fegurra. Hún dýrkar tónlist
og leikur jafnvel á hljóöfæri
sjálf. Hún er líka lagin viö aö
teikna og mála. Aö móta í leir
eykur skynjun hennar á valdi
og af þeirri ástæöu gæti hún
tekið upp leirkeragerö sem
tengir hana viö afurö þeirrar
jarðar sem hún er sprottin úr
og heillar hana.
Merkasti árangur hennar á
listasviðinu er þó listin aö lifa
vel. Hver athöfn hennar er
vandlega teiknuð upp og
hverri eign vandlega komiö
fyrir.
Margs konar ótti plagar
nautskonuna. Einn sá helsti er
óttinn viö að gera mistök.
Henni er svo mikið í mun aö
gera rétt að stundum tekst
henni ekki aö gera neitt.
Seigla hennar og þrákelkni
veröur þó yfirleitt til þess að
hún lýkur því sem hún byrjar á
- jafnvel þótt þaö taki hana
mörg ár.
STRÁKSLEGUR
MUNAÐARSEGGUR
í tilhugalífinu er vel til fundiö
að bjóöa henni á tónleika og
listsýningar og best er aö fara
í brúðkaupsferð til staöa meö
tilkomumikla náttúrufegurð.
ÞEKKT FOLKINAUTSMERKINU
Halldór Laxness
Eggert Haukdal
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
Jóhannes Nordal
Jónas Jónasson
Magnús Torfi Ólafsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Hallmar Sigurösson
Haukur Morthens
Jóhann Sigurðarson
Júlíus Brjánsson
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Sigurjóna Sverrisdóttir
Valgeir Skagfjörð
Þóra Friöriksdóttir
Þórarinn Tyrfingsson
Vingjarnlegi bankamaöurinn
Fred Astaire
Johannes Brahms
Cher
Gunnlaugur Guömundsson
stjörnuspekingur
Gary Cooper
Bing Crosby
Salvador Dali
Duke Ellington
Elizabeth II
Ella Fitzgerald
Henry Fonda
Margot Fonteyn
Sigmund Freud
Audrey Hepburn
Adolf Hitler
Jessica Lange
Shirley MacLaine
Jack Nicholson
Ryan O'Neal
Priscilla Presley
William Shakespeare
Barbra Streisand
Orson Welles
Debra Winger