Vikan


Vikan - 19.04.1990, Page 42

Vikan - 19.04.1990, Page 42
SNORRI STURLUSON TÓK SAMAN 1 t. Jane Child kenndi á píanó til að sjá fyrir sér og dag einn datt henni í hug að fara að spila með hljómsveit. Hún er fædd og upp; Kanada. Þaðan er öi Bandaríkjanna og stuttj onto er mjög vinsæl rm í New York-fylki, Soul irnar Buffalo og Rocl landamærunum held sig að skreppa yfir ti kaup. En nú erum við list er Alannah Myles í| hafa eytt síðustu tíu gefendur um að hún segist hafa gert allt nei um. Hún vann sem föi arkitekt, fyrirsæta og borgi ammt agaraf mi i Toronto landamærj issai sm r°9i el ’lk þaö til að fyrleff ^borin og húíPlegist f að sannfæra út- gert góöa plötu. Hún i sofa hjá stóru körlun- iunardama, innahúss- ík meira að segja í nokkrum sjónvarpsaugl|singum á meöan hún beið eftir tækifærinu. Enœöngkonan meö rödd- ina, sem hljómar eir. oghún hafi reykt filters- lausan Camel í áratug, stefndi alltaf hátt. Hjólin fóru að snúast þegar hún hitti útsetjar- ann og lagahöfundinn David Tyson, sem hefur unnið mikið með Joe Cocker og Donnu Summer, og Christopher Ward lagahöfund. Þeir tóku hugmyndirnar hennar og settu þær á blað, sömdu fyrir hana tónlist og sýndu henni hvernig ætti að fara að þessu. Reyndar er það svo að Alannah samdi aðeins eitt lag á plöt- ýr syðst ftt bcfg- angtjfrá ikki flrrir erafióð ibMófí- svo a® hilla undir frægðina hjá Alannah au saman en hafa, þótt ótrúlegt megi ið góðir vinir síðan. latáh, sem ber nafn söngkonunnar, kom SKÆRUSJU STJORNUR KANADÍSKRAR TÓNUSTAR anada. Hvað dettur þér í hug þegar þetta stóra land er nefnt? Það á landamæri aö Bandaríkjunum í suðri og virðist teygjast út af kortinu í norðri. Fossar, íslendingabyggðir, fallegt landslag, Quebec, Toronto, Vancouver og jafnvel íshokkí. En hvað um tónlist? Kan- adísk tónlist hefur lengi vel staðið í skugga stóru nafnanna í suöri en þó má ekki gera lítið úr þeim Kanadamönnum og konum sem náð hafa langt. Nægir þar að nefna Bryan Adams, Corey Hart, Bachman-Turner Overdrive, Leonard Cohen, svo ekki sé minnst á Lover- boy og eru þá aöeins örfáir taldir. Þá eru marg- ir sem halda því statt og stöðugt fram að For- eigner sé kanadísk hljómsveit en svo er ekki. Hljómsveitin er skipuð Bretum og Bandaríkja- mönnum og var stofnuð í New York. Það eru samt ekki þessar hljómsveitir sem hér eru til umræðu heldur skærustu stjörnur kanadískrar tónlistar, tvær konur sem þrátt fyr- ir að vera afskaplega ólíkar eiga margt sam- eiginlegt. Þetta eru þær Alannah Myles og Jane Child. • Við skulum byrja á þvi að kynnast Alannah Myles örlítið betur. Mikið hefur verið rætt og rit- að um þessa kanadísku söngkonu í erlendum tónlistartímaritum upp á síðkastið. Mikið hefur verið spáð í hvernig hún fór að því að láta svo lítið fyrir sér fara í mörg ár og stökkva svo skyndilega fram í sviðsljósið. Lftið er hins veg- ar fjallaö um æskuárin og uþþvöxtinn. Skýring- in er einfaldlega sú að Alannah vill frekar tala um þaö sem er og þaö sem hún ætlar að gera í framtíðinni heldur en að ræða fortíðina. Lag Alannah Myles, Black Velvet, hefur komist á toppinn í Bandaríkjunum og á Islandi. unni sinni og gerði það reyndar ekki ein, en hún segist ætla að semja meira á næstu plötu. Samstarfiö við Christopher Ward gekk hins vegar svo vel að þau urðu elskendur. Þau á- kváðu að láta tónlistina skipta mestu máli og arkað á síðasta ári og hefur fengið góða dðma. Fyrstu þrjú lög plötunnar þykja frábær og þar ber auðvitað hæst lagið Black Velvet sem hefur komist á toppinn bæði í Bandaríkjunum og á íslenska listanum. Alannah Myles þykir góð söngkona og búist er við miklu frá henni i framtíðinni. Hún sló eftirminnilega í gegn en þurfti að vinna fyrir því. Strit tíu langra og erfiðra ára er loksins far- ið að skila sér og eitt er víst, Alannah Myles er ekki búin aö syngja sitt síðasta. • Jane Child heitir önnur kanadísk söngkona sem mikið hefur látið að sér kveða síðustu misseri. Hún þykir fersk og skemmtileg og fer svo sannarlega sínar eigin leiðir hvað varðar hárgreiðslu. Svo skemmtilega vill til að hún er frá sömu borg og Alannah Myles, Toronto. Saga hennar er hins vegar eins ólík sögu Al- annah og hugsast getur. Hún er fædd og uppalin í Toronto en aldur hennar er ekki alveg á hreinu. Þegar hún er spurð um aldur segist hún hafa misst alveg af sjötta áratugnum! Starfsheiti hennar er tónlist- armaöur (kemur ekki á óvart) og hún hætti í skóla þegar hún var fimmtán ára. Jane Child byrjaði að læra á þíanó þegar hún var fjögurra ára enda eru foreldrar hennar virtir píanóleikarar [ Toronto. Þegar hún var sex ára bætti hún við sig fiðlu og söng og hún hefði því verið rúmlega biluð ef hún hefði ekki gerst tónlistarmaður. Hún lærði og lærði og til að byrja með ætlaði hún aö verða píanóleikari í fremstu röð, halda tónleika fyrir fullu húsi. Hún fékk fjöldamörg tilboð frá háskólum sem vildu fá þessa efnilegu stúlku til liös við sig en hafnaði þeim öllum. Hún vildi fara sínar eigin leiðir. Hún kenndi á píanó til að sjá fyrir sér og einn daginn datt henni í hug að fara að spila með hljómsveit. Hún gekk til liðs við rokksveit sem nú er gleymd og grafin og fór í heljarmikið tón- leikaferðalag. Þar var hún hljómborðsleikari, kynntist hinum óendanlegu möguleikum hljóö- gervilsins og það setti svo sannarlega sitt mark á hina ungu Jane Child. Hún sagði skilið við hljómsveitina um leið og tónleikaferðalaginu lauk og einbeitti sér að hljóðgervlunum. Heilabrot og tilraunir leiddu svo af sér plötuna Jane Child (þær eru frum- legar, þessar kanadísku). Mikil vinna fór [ þessa plötu en auk þess að syngja og semja tónlistina spilar Jane Child á velflest hljóðfær- in, útsetur og stjórnar upptökum. Eitt laganna af plötunni, Don’t Wanna Fall in Love, hefur gert það gott í Bandaríkjunum og er nú þegar komið inn á íslenska listann. Að lokum er hér brot af lista sem Jane Child gerði sjálf en á þessum lista eru þeir, þær og það sem hefur haft mest áhrif á hana í gegnum árin. Led Zeppelin, Frank Sinatra, Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bítlarnir, Gladys Knight, Mozart, Sex Pistols, Bette Davis, Iggy Pop, Elton John, David Bowie, Earth, Wind & Fire, Citroen, Ella Fitzgerald, Queen, Ernest Hemingway, Marlboro Light, Albert Einstein, prince, Janis Joplin, Sweet, Chaka Khan, Beethoven, Luther Vandross, Elvis Costello, The Rolling Stones, Jimi Hendrix, Elvis Presl- ey, Talking Heads og hana nú! 42 VIKAN 8. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.