Vikan


Vikan - 19.04.1990, Síða 43

Vikan - 19.04.1990, Síða 43
 L NÝJAR PLÖTUR Á MARKAÐNUM THUNDER - BACK STREET SYMPHONY Bresk rokksveit sem hefur gengiö í gegnum eitt og annað. Rmmmenningarnir hafa starfað lengi saman og undir ýmsum nöfnum en þaö er fyrst nú sem þeir eru að ná almennri athygli. Lagið Dirty Love hefur verið að gera það gott hér á Fróni, frábært rokklag, og fleiri lög af plötunni eru mjög frambærileg, svo sem She’s so Fine og titillagið. Inn á milli dettur platan hins vegar niður en nælir sér í þrjár og hálfa stjörnur. STJÖRNUGJÖF: JANE CHILD - JANE CHILD Þetta er kanadíska stúlkan sem fjallað er um í popp- þættinum að þessu sinni og eins og kemur þar fram eru hljóðgervlar í stóru hlutverki á plötunni. Þó er skammt í rokk- ið og úr verður skemmtileg blanda sem reyndar er frábær á köflum. Vinnsla öll er til fyrir- myndar og skemmtilegur blær er yfir plötunni. STJÖRNUGJÖF: ★★★1/2 KEVIN PAIGE - KEVIN PAIGE Þessi ungi maður er hreint ótrúlegur. Þetta er fyrsta breið- skífan hans en ætla mætti að hann væri búinn að vera f bransanum í tugi ára. Hann semur öll lögin á plötunni nema eitt (þau eru ellefu talsins), hann spilar á næstum öll hljóðfærin og syngur. Any- thing I Want og Don’t Shut Me Out hafa náð töluverðum vin- sældum og ballaðan A Touch of Paradise. Hljómurinn er góður og einhvern veginn hef- ur maður það á tilfinningunni að allt sé á hreinu. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ NICK KAMEN - MOVE UNTIL WE FLY Nick Kamen kannast eflaust flestir við enda var maðurinn eitt sinn orðaður við Madonnu sjálfa. Fyrir nokkrum árum náði hann þó nokkrum vin- sældum og er nú að reyna á nýjan leik. Nýja þlatan, Move Until We Fly, inniheldur m.a. stórsmellinn I Promised My- self sem því miður er eini Ijósi punkturinn á þessari plötu. Satt best að segja er ekkert varið í hin lögin tíu og ein stjarna fæst fyrir þetta eina lag. Það mátti reyna. STJÖRNUGJÖF: ★1/2 THE STRANGLERS -10 Tíunda breiðskífa Hugh Cornwell og félaga ber svolítil þreytumerki og það er ekki nógu gott. Stranglers-sprett- irnir eru stuttir og það er ekki heldur gott. Hljómsveitin hefur breyst töluvert í tímans ráðs og það hefursínarjákvæðu og neikvæðu hliðar. Nýja platan er köflótt, stundum góð, stund- um ekki svo góð. Fyrsta smá- skífulagið var gamla Guestion Mark-lagið 96 Tears, sem er gott. Fleira gott er á plötunni og fyrir það góða fær hún tvær og hálfa stjörnu. STJÖRNUGJÖF: ★★'/:> Það hefur tíökast í gegnum tíðina að taka upp lög í tilefni þess að knattspyrnulið ná langt. Jafnan storma landslið hinna ýmsu þjóða inn í hljóð- ver og gala misvel þegar þannig stendur á og nú er svo sannarlega nóg að gera í þeirri deild. Englendinga dreymir um að veröa heims- meistarar í knattspyrnu og víst er að þeir standa vel að vígi í tónlistardeildinni. Þeir hafa nú lokið við HM’90 lagiö sitt og það eru New Order sem eiga heiðurinn af því lagi. Heimild- armenn segja að lagið sé nokkuð gott og rapparinn í lag- inu fer víst á kostum. Sá er enginn annar en John Barnes, leikmaður Liverpool. Kunnugir segja að hann eigi framtíðina fyrir sér serm tónlistarmaður. Billy Idol lenti í slæmu mót- orhjólaslysi 6. febrúar síðast- liðinn en fyrstu fréttir hermdu að hann hefði sloppið nokkuð vel. Fyrir skömmu gekkst hann undir fjórðu aðgerðina eftir slysið, að þessu sinni var verið að gera við vöðva í hægri fæti og Idol var sagöur hress eftir atvikum. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.