Vikan - 19.04.1990, Side 48
TEXTI: SIGURBJORN AÐALSTEINSSON ‘ í \vikmyndir
VILL EINHVER KAUPA
ÓSKARSVERÐLAUN?
ÓÁNÆGÐIR GAGNRÝNENDUR VELJA "LITLA ÓSKARINN"
Fyrirsögnin flytur svo sem
engin slórtíðindi því al-
veg frá því óskarsverð-
launin fóru að skera sig úr sem
Verðlaunin með stórum staf
hafa kvikmyndaframleiðendur
haft alla anga úti til aö næla
sér í þau. Það hefur ekki svo
litið að segja að geta sporter-
að þeim granna og gyllta á
auglýsingaplakatinu. Það eru
meira að segja markaösfyrir-
tæki sem sérhæfa sig í að
vinna óskara (fyrir fram-
leiðendur) og m.a. hefur verið
Gagnrýnendum þótti Daniel
Day Lewis og Brenda Fricker
standa upp úr fyrir leik sinn í
My Left Foot og lewis hlaut að
auki óskarinn.
Eftir að hafa hlotið óskar og
litla óskar leikur lítill vafi á að
Jessica Tandy er besta
leikkona ársins 1989. Eða
hvað?
haft samband við íslenska
framleiöendur og þeir spurðir
hvort þeir vildu reiða fram
10.000 dollara (600.000 þús.
kr.) til að reyna aö fá tilnefn-
ingu.
Það eru meðlimir fagfélag-
anna í Hollywood sem ákveða
hvaða myndir eru tilnefndar og
síðan útnefndar til óskarsverð-
launa. Þannig velja leikstjórar
hver kollega sinna hreppir
styttuna o.s.frv. En aðeins þeir
sem hafa séð ákveðinn fjölda
af myndum (um 200) fá að
taka þátt í kosningunni um til-
nefninguna. Og hver nennir að
sjá 200 myndir? Jú, þeim sem
er borgað fyrir að gera það.
Þess vegna verða framleiðslu-
fyrirtækin að punga út þegar
kemur að tilnefningartíma,
hreinlega að greiða ákveðnum
fjölda fyrir að sjá myndina
sína.
En þetta er aðeins lítill part-
ur af peningunum sem fara í
að kaupa sér óskar. Allar klær
eru hafðar úti til að hafa áhrif á
val þeirra sem fá að kjósa;
auglýsingar og umfjöllun eru
keyptar í fagtímaritunum og
stórum auglýsingaspjöldum er
stillt upp um alla Hollywood-
borg.
Slík brögð hafa orðið til
þess að ákvarðanir akademí-
unnar hafa oft komið bíóáhorf-
endum á óvart því aö þeir sjá
ekki ástæðurnar fyrir að hinn
og þessi leikari eða mynd
fengu verðlaun. Og öfugt. Það
eru mýmörg dæmi um stór-
góðar myndir og einstaklinga
sem engin verðlaun fengu og
jafnvel engar tilnefningar.
Tveir af bestu leikstjórum
Hollywood Alfred Hitchcock
(Psycho, The Birds) og How-
ard Hawks (The Big Sleep,
Rio Bravo) fengu aldrei verð-
launin, hversu skrítiö sem það
kann að virðast þegar litið er til
baka. Aðrar ástæður er hægt
að nefna. Þannig fékk Jessica
Lange aukaleikkonuverðlaun-
in árið '82 fyrir leik sinn í
Tootsie vegna þess að hún
fékk ekki aðalleikkonuverð-
launin fyrir frábæran leik í
Frances Citizen Kane, sem
oftast er nefnd sem besta
bandaríska mynd sem gerð
hefur verið, fékk aðeins hand-
ritaverðlaun (Herman Mank-
iewlcz og Orson Welles) árið
1941. Ástæðan er talin öfund í
garð Orson Welles sem var
þarna að gera sína fyrstu bíó-
mynd og vald það sem blaða-
kóngurinn William Hearst
hafði í Hollywood, en myndin
fjallaði á gagnrýninn hátt um
Hearst. Svo má einnig velta
fyrir sér hvers vegna Steven
Spielberg, arðsamasti leik-
stjóri Hollywood, hefur aldrei
hreppt verðlaunin.
Það er því með nokkrum rétt
sem bandarískir gagnrýnend-
ur rísa upp á afturlappirnar og
segja að þeir séu betur til þess
fallnir að velja óskarana. Þeir
halda því fram að þeir séu ekki
á valdi auglýsingaskrumsins
og þeirrar skoðunar að Holly-
wood sé háborg kvikmynda-
geröarinnar. Því gekkst kvik-
myndatímaritið, American
Film, fyrir skoðanakönnun um
hverjir hefðu átt að vinna til
verðlauna. Þessi verðlaun
kalla þeir „litlu óskarana" og
þetta eru ekki eiginleg verð-
laun heldur skoöanakönnun.
Spike Lee, leikstjóri Do the
Right Thing sem hirti flest
verðlaun í vali gagnrýnenda
en hlaut enga meirháttar
tilnefningu til óskarsverð-
launa.
Listinn yfir helstu sigurvegara
er sem hér segir:
Besta mynd:
Do the Right Thing
Besti leikstjóri
Spike Lee.
Besti leikari
Danniel Day Lewls.
Besta lelkkona
Jessica Tandy
Besti aukaleikari
Danny Aiello (Do the Right
Thing).
Besta aukaleikkona
Brenda Fricker (My left Foot).
Besta handrit
Woody Allen (Crimes and
Mispemeanors).
Besta handrit, byggt á annarri
sögu
Gus Van Sant og Daniel
Yost (Drugstore Cowboy)
Besta erlenda mynd
My Left Foot
Þessi listi er talsvert frá-
brugöinn þeim sem akademí-
an gaf út og þá aðallega fyrir
þær sakir að ótvíræður sigur-
vegari þessarar kosningar er
kvikmyndin Do the Right
Thing sem vinnur þrenn
„verðlaun" en fékk enga til-
nefningu til óskars. Myndin
fjallar um kynþáttaóeirðir í
Bedford-Stuyvesant og leik-
stjórinn, handritahöfundurinn
og leikstjórinn Spike Lee
(She’s Got to Have It) fer ekki
dult með skoðanir sína á sam-
skiptum kynþáttanna.
Do the Right Thing var kosin
besta myndin, hlaut 24 at-
kvæði. Á eftir komu Drugstore
Cowboy (8), og sex lies and
48 VIKAN 8. TBL. 1990