Vikan - 19.04.1990, Page 53
YSL A
TEXTI: ANNA TOHER/UÓSM, BONNI
ÍSLANDI
FATALÍNAN FYRIR HERRA OG DÖMUR
SÝND Á SVIÐI HÁSKÓLABÍÓS
í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI VAR
HALDIN GLÆSILEG TÍSKUSÝNING
EINGÖNGU MEÐ VÖRUM FRÁ
HINUM FRÆGA TÍSKUKÓNGI WES
SAINT LAURENT. SÝNINGIN VAR
ALFARIÐ KOSTUÐ AF FYRIRTÆKIYSL
EN UMBOÐSAÐILI HANS HÉR Á
LANDI, HEILDVERSLUNIN ARTIKA,
SÁ UM ALLAN UNDIRBÚNING.
VÖRURNAR ERU ALLAR FÁANLEG-
AR í VERSLUNUM í REYKJAVÍK.
Laurent mætir í samkvæmi í
París ásamt Paloma Picasso
og Catherine Deneuve.
Sýning eins og þessi er
sett upp eftir ákveönum
YSL-staöli. Allt er eftir
ákveðnum reglum. Húsnæö-
iö þarf aö vera látlaust og vel
til sýninga fallið þar sem ekk-
ert má skyggja á sýninguna
sjálfa, hvorki blóm né skreyt-
ingar. Háskólabíó varö því
fyrir valinu. Aðeins merki
YSL má hanga uppi í ákveð-
inni stærö og lit, svart meö
gylltum stöfum. Enginn kynn-
ir er á svona sýningu en lín-
an er kynnt í upphafi. Síðan
flæöa módelin inn á sviöiö
eins og líðandi straumur og
áhorfendur fá góðan tíma til
aö viröa fyrir sér hvert atriði.
Sýningin sjálf er látin tala
sínu máli. Aö lokum er svo
boðið upp á léttar veitingar
og ávallt valiö eitthvað fram-
andi fyrir bragölaukana.
Viðtökur gestanna voru
mjög góöar en fólk var al-
mennt hissa á hvaö uppsetn-
ingin var einföld og hrá hjá
svona stóru merki. Við Is-
lendingar erum vanir tilstandi
og skrauti. En hverjir sækja
svona sýningu? Þær versl-
anir sem selja vörur YSL
bjóöa viðskiptavinum sínum.
Verslunin Clara hefur um
árabil selt fylgihluti og snyrti-
vörur og Garðar Ólafsson
hefur úr í miklu úrvali. Dömu-
fatnaðurinn fæst í verslun-
inni Sér og herrafatnaðurinn
í Herramönnum. Þrátt fyrir
að þetta sé þekkt merki er
fatnaðurinn ekki dýr miðað
við önnur sambærileg merki.
Við spurðum umboðsaðila
YSL á Islandi hvernig þessi
hugmynd hefði komið til.
Svarið var einfalt. Þeir aðilar
sem standa að YSL hér á
landi fengu hugmynd sem
komið var á framfæri við
höfuðstöðvar YSL í París.
Þetta reyndist lítið mál að fá
fram og þá fóru hjólin að
snúast. Eftir þessa sýningu
hafa aðstandendur hér á
landi sannað að þeir eru full-
færir um að halda uppi heiðri
YSL. Slík sýning gæti því
orðið fastur viðburður í
menningarlífi okkar á þriggja
ára fresti.