Vikan


Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 55

Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 55
mikilvægt er fyrir þetta fólk aö koma sem fyrst því þaö hefur sýnt sig aö því styttra sem er frá því aö fólk missir hárið því fyrr vex þaö aftur. „Hárlos er einnig mjög al- gengt meðal viöskiptavina minna," sagöi Sigurlaug. „Mín reynsla er sú að ef fólk fær hárlos er mestan árangur að fá ef það kemur strax. Þá er einn tími jafnvel nóg til aö stoppa þaö. Hárin koma fyrst þar sem þau fóru síðast og koma síðast þar sem þau fóru fyrst. Þau teikn sem koma fyrst um árangur er aö háriö, sem fyrir er, verður líflegra og síö- an hættir hárlosið. Eftir þaö fara aö sjást ný hár sem eru í fyrstu litlaus en fá síöan smám saman eðlilegan lit. Þaö er ansi skrítið að meöhöndla gráhært fólk sem fær eftir meðferöina sinn upprunalega háralit. Ég var til dæmis meö einn mann sem var alveg grá- hæröur og fékk hann eftir meöferöina sérkennilegan rauöan lit. Við nánari athugun kom í Ijós að þetta var sá háralitur sem hann hafði þegar hann var ungur. Þess má geta aö hann var í þó nokkurn tíma í meðferð hjá mér áður en þetta kom í Ijós. Maður sér ekki svona árangur eftir aö- eins eitt skipti." Hver ætli sé algengasti tím- inn sem það tekur aö sjá árangur í hármeðferðinni? „Stundum sé ég árangur eftir tvö skipti, þaö er eftir mætingu einu sinni í viku. Best er að koma á fimm till sjö daga fresti en viö höfum meðhöndl- að fólk, sem er til dæmis utan af landi, sjaldnar og hefur þaö gefið ágætan árangur en samt hægari. Venjulega sjáum við árangur eftir fjögur til sex skipti," sagöi Sigurlaug. „Koll- vikin eru aö vísu erfiðust og lengstan tfma tekur að iáta þau taka viö sér.“ FÓLK GETUR MISST ALLT HÁRIÐ VEGNA PERMANENTS OG LITUNAR „Einu sinni kom til mín kona sem haföi allt í einu misst hár- ið þegar hún var tuttugu og tveggja ára gömul og enginn vissi hvað var aö gerast. Hún reyndi allt mögulegt, fór í sprautur og geröi hvað það sem talið var að gæ ieyst vandamál hennar. Allt kom fyr- ir ekki og hún endaði með hár- kollu. Eina hárið sem hún var með þegar hún byrjaði í með- ferð hjá mér rúmlega þrjátfu árum seinna var í hliðunum. Ég hafði ekki mikla trú á árangri vegna þess að það litla hár sem hún hafði var mjög þunnt og líflaust ásamt því að hársvörðurinn var mjög þunn- ur og konan auk þess orðin nokkuð fullorðin og lét ég hana vita um áhyggjur mínar. Eftir tíu skipti hafði ekkert gerst og var ég farin að draga úr henni því mér fannst ekki nokkur von um að hægt væri að gera eitt- hvað fyrir hana. Eftir tólfta skiptið var hún komin með fjölda lítilla hára sem mynduðu hárbursta, þannig að það var alveg eins og hún hefði verið rökuð á þessu svæði. Eftir átján skipti hafði hún fengið nokkuð eðlilegt hár og átti ekki langt í land með að leggja hár- kolluna á hilluna. Þetta er eitt það áhrifaríkasta sem ég hef upplifað í þessu starfi," sagði Sigurlaug. „Þaö er sorglegt að sjá ung- ar stúlkur sem hafa misst allt hárið vegna permanents eða litunar og sumar koma alveg sköllóttar. Hárið deyr þá alveg upp við rót og það tekur lang- an tíma að fá líf í það á ný, ef það er á annað borð hægt.“ AÐSTOÐAR FÓLK SEM VILL MEGRAST MEÐ RAFMAGNS- NÁLASTUNGU Það er ýmislegt annað sem hægt er að gera með þessum tækjum en endurvekja hárvöxt. Meðal annars er hægt að orkumæla ýmsa punkta eins og áður hefur komið fram og ef þeir koma ekki skýrt fram verður að með- höndla þá sérstaklega til að þeir vinni eðlilega. „Þessir punktar eru um allan líkamann og ef þeir koma ekki skýrt fram bendir það til þess að um vöðvabólgu sé að ræða á við- komandi svæði. Úr því er hægt að bæta með rafmagns- nuddi sem við framkvæmum," sagði Sigurlaug. Þess mágeta að maður með ör í hársverðin- um eftir slys upplifði að örin sem hann fékk hurfu næstum því eftir meöferð hjá mér. Það eina sem sést eftir fyrirferð- armikil ör, sem voru sum hver álíka þykk og blýantur, eru hárfínar línur sem varla eru greinilegar." Heilsuval hefur einnig ein- beitt sér að því að hjálpa fólki sem er að reyna að grennast með því að stilla orkupunkta þess. Sú aðferð byggir á hinni ævafornu nálastunguaðferð eins og reyndar aðrar þær að- Frh. á næstu opnu Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu 8. TBL. 1990 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.