Vikan


Vikan - 19.04.1990, Page 56

Vikan - 19.04.1990, Page 56
Kevin Bacon og hin þokkafulla Teri Hatcher í hlutverkum sínum. ^jsggpf] <| 'Æ&SssL Gamansöm ÁDEILA aö eru ýmis skot á lífið í Hollywood f kvikmynd- inni „The Big Picture", sem veröur sýnd á næstunni í Bíóhöllinni. Á gamansaman hátt en þó með meinlegri Emily Longstreth leikur unnustu unga mannsins hæfileikarika. hæðni á köflum lýsir myndin því hvað það getur kostað ungan mann aö slá í gegn í höfuðborg kvikmyndanna þar sem öllu er fórnað fyrir frægð og frama. Söguhetjan áttar sig ekki á því fyrr en á síðustu stundu hvað það er sem raun- verulega skiptir mestu máli í lífinu. Ungur maöur að nafni Nick Chapman, sem leikinn er af Kevin Bacon, lýkur námí í kvikmyndaskóla með miklum ágætum og hreppir verðlaun fyrir góðan árangur. Tækifærin blasa við og hvað er þá eðli- legra en haldatil Hollywood og láta til sín taka á réttum víg- stöövum. Þar eru margir til- búnir til að njóta góös af hæfi- leikum þessa unga manns, en allir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. I þessum iðnaði er engin miskunn ef menn ætla að ná langt á framabrautinni. Nick lætur framavonina ná tökum á sér jafnvel þó það kosti sitt. Hann missir raunverulega vini, kærustu og jafnvel sjálfsvirð- inguna. Hann fær að reyna það, að eftir því sem menn ná lengra þeim mun meira verður fallið þegar á móti blæs. ÞEKKTUR ÚR FLASHDANCE Kevin Bacon er bíógestum kunnur úr ýmsum myndum sem hann hefur leikið í, en þeirra þekktust er líklega Flashdance. Hann hefur einn- ig leikið á sviði á Broadway, til dæmis lék hann með Sean Penn (leikritinu „Slab Boys“. I The Big Picture sjáum við líka J.T.Walsh í hlutverki kvik- myndastjórans Ailen Habel. Walsh er enginn nýgræðingur á hvíta tjaldinu og meðal mynda sem hann hefur leikið í er Good Morning Vietnam, Hannah and her Sisters og Tequila Sunrise. Þá lék hann Bob Woodward í kvikmyndinni sem gerð var eftir bók Wodwards, Wired. Þá má einnig nefna Emily Longstreth sem leikur Susan vinkonu Nicks í The Big Pict- ure. Hún hefur meðal annars leikið í þeirri þekktu mynd Born on the Fourth of July. □ o oo cn Z O o ZD Q oo Sá ágæti leikari John Cleese leikur barþjón í myndinni. NÁLASTUNGA Frh. af bls. 53 ferðir sem beitt er hjá fyrirtæk- inu. Þau svæði sem eru með- höndluð eru í eyra og byggist kortlagning þeirra á svipuðum fræðum og svæðanudd á iljum. Hin ýmsu svæði líkam- ans eru kortlögð í eyranu og eru þau meöhöndluð þaðan. Hinir ýmsu þunktar þar sam- svara mismunandi svæðum líkamans og er athyglinni í þessum tilfellum sérstaklega beint að meltingarfærunum sem eiga oft í erfiðleikum hjá þeim sem hafa tilhneigingu til að fitna fram úr hófi. Viðkom- andi kemur nokkrum sinnum í viku og fær meðhöndlun á þeim punktum sem við á. Punktarnir í eyranu standa fyr- ir mismunandi hluta líkamans. Einn stendur fyrir lystina, ann- ar fyrir magaopið og þriðji fyrir meltinguna og svo framvegis. „Þessi aðferð hefur sannað sig í minum augum því fólk, sem hefur komið til min og átt hefur í vandræðum með auka- kílóin og reynt i áraraðir að losna við þau, hefur loksins byrjað að missa þau eftir með- ferðina," sagði Sigurlaug. „Það er ráðlagt af sérfræðing- um í nálastungu að koma tvisvar til þrisvar í viku og fer árangurinn eftir því hversu vandamálið er stórt. Ég ráð- legg fólki enga matarkúra en það spillir samt ekki að fólk haldi eitthvað í við sig í matar- æði, sérstaklega þegar um mjög fitandi fæðu er að ræða. Ég hef þó verið meö fólk í meðferð sem ekki hefur breytt neinu í mataræði sínu en grennst samt.“ VÍTAMÍNGREINING Heilsuval hefur yfir aö ráða tækjum sem Sigurlaug sagði að gætu greint hversu mikið af vitamínum viðkomandi líkami hafi yfir að ráða. Tækið er þannig uppbyggt að vítamín- tafla er sett í það sem það hef- ur til viðmiðunar. Nemar tækisins eru settir á húðina til upplýsingaöflunar en hún byggist að miklu leyti á við- námi húðarinnar. „Fólk, sem greinist undir þessum staðli, hefur oft á tíðum mjög lélegt fæði og miklar breytingar sjást á tækinu þegar það tekur inn þau vítamín sem mælast í litl- um styrkleika," sagði Sigur- laug. Andlitsmeðferð er einnig á boðstólum hjá Heilsuvali. Þá er þreytt og slöpp húð tekin til meðferðar með það að mark- miði aö auka bióðstreymið til hennar. „Ég fæ oft konur til meðferðar sem eru með slapþa og litlausa húð og eftir nokkur skipti í meðferðinni er húðin orðin lífleg og er hún þá sennilega farin að starfa eðli- lega á ný,“ sagði Sigurlaug. í Heilsuvali eru til sölu ýms- ar heilsuvörur og má meðal annarra nefna vörur sem unn- ar eru úr aloe vera plöntunni. Lækningamátt hennar upp- götvuðu indíánar fyrir mörg hundruð árum. Indíánar, Afríkubúar og Indverjar not- uðu þessa jurt við öllu mögu- legu, sérstaklega þó sem græðandi smyrsl f þeim tilfell- um þegar fólk eða dýr brenndu sig eöa særðust á einhvern hátt. Þessi jurt er kölluð krafta- verkaþykkblöðungurinn vegna þess hversu græðandi smyrsl eru unnin úr henni. „Við hjá Heilsuvali höfum haft áhuga á öllu því sem við- kemur náttúrulækningum og höfum sótt ýmis námskeið sem þeim viðkoma og miölum við að sjálfsögðu þeirri þekk- ingu sem við höfum aflað okk- ur til viðskiptavina okkar,“ sagði Sigurlaug að lokum. Þess má geta að Vikan hafði samband við nokkra af viðskiptavinum Heilsuvals til að fá staðfestingu á árangri þeirra. Þeir höfðu fúslega gefið leyfi til þess að haft yrði sam- band við þá af tilefni sem þessu. Var um augljósan árangur að ræða hjá þeim öllum, að þeirra sögn. 54 VIKAN 8. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.