Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 9

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 9
icient" eins og hann orðar það sjálfur. Eigin- kona hans er heima við og annast heimilið og uppeldi barnanna sem eru strákur og stelpa á unglingsaldri en Ólöf, eða Lúlla eins og hún er kölluð, er talsvert yngri en Hlöðver sem kvænt- ist eftir að hann var frílega búinn að slíta barnsskónum og hafði þá aldrei verið við kvenmann kenndur lengur en einn sólarhring í einu svo notuð séu hans eigin orð. Hlöðver er það kappsmál að konan sé heima og fari ekki að þvælast út á vinnumark- aðinn eins og kvenfrelsislistakerlingarnar prédika, en svoleiðis raus er eitur í beinum Hlölla. „Konan á að vera heima og sjá um allt heila skítti-mojið eins og það leggur sig,“ segir Hlöðver en það virðist einungis vera hans skoðun í orði kveðnu því hann stjórnar heimil- inu harðri hendi í gegnum síma og skipuleggur matseðil dagsins fyrir þá sem heima sitja, þó svo hann fari aldrei heim í mat í hádeginu enda finnst honum Lúlla afleitur kokkur. „ÉG GERI GÓÐAN BISSNISS“ að reyndist auðsótt mál að fá viðtal við Hlölla í Hlöllabúð eða, svo vitnað sé f hans eigin orð: „Viðtal við heimilisblaðið Vik- una? Anytime, vinur minn - anytime. Fáðu þér sveskju." Verslun Hlöðvers er ein af fáum ósviknum „krambúðum" sem eftir eru í Fteykjavík, þessi litla hlýlega kjörbúð á horninu þar sem hægt er að fá allt frá þurrkuðum epl- um og apríkósum upp í þvottaklemmur og vinnuvettlinga að ógleymdu úrvals dönsku munntóbaki, sem Hlöðver flytur sjálfur inn og segir að sé úrvals „ekta klassískt skro“. Hlöð- ver er á þönum um verslunina og inni á lager þessa stuttu stund sem við stöldrum við í Hlöllabúð enda í ýmsu að snúast hjá kaup- manni sem þjónar heilu gamalgrónu hverfi í vesturbænum. „Ekki þar fyrir, drengur minn, að ég er nú ekki einn í þessari paradís, ó nei,“ segir Hlölli og grettir sig. „Þarna hinum megin aðeins neðar í götunni verslar hann Kristófer í Kjallarabúðinni, ákaflega ómerkilegur pappír og frægur gyðingur, but I couldn't care less, ég geri góðan bissniss þó svo allt sé að fara til fjandans í þessu þjóðfélagi, allt heila trumsið eins og það leggur sig. Fáið ykkur kúlur, alveg eins og þiö viljið." Hlölla í Hlöllabúð fellur ekki verk úr hendi meðan á viðtalinu stendur og við eltum hann inn á lager þar sem hann tekur að umstafla klósettrúllum. „Time is money, drengir mínir, ekki það sko - það er gaman að tala við ykkur og allt það en við skulum drífa í þessu viðtals- kjaftæði áður en kerlingarnar fara að flykkjast hingað inn og traffíkin byrjar fyrir alvöru. Ég get náttúrlega ekki verið í einhverju blaðaviðtali í rólegheitunum eins og ráðherra í allan dag, sko the show must go on,“ segir Hlöðver og setur brilljantín í hárið á sér. GAT KLÆMST REIPRENNANDI Á ÞREM ÓLÍKUM TUNGUMÁLUM Hlöðver Hlöðversson, kaupmaður í Hlölla- búð, fæddist og ólst upp vestur í Bolungarvík. Hann lauk barnaskólaprófi og fór ungur á sjó- inn og sigldi lengi á frökturum heimshorna á milli og þar komu fljótlega í Ijós margvíslegir hæfileikar hans. Til aö mynda var hann óvenju fljótur að tileinka sér framandi þjóðtungur. „Hann Hlölli gat klæmst reiprennandi á sjö ólíkum tungumálum auk íslenskunnar," segir Hróðmar Sveinsson, fyrrverandi bryti, en þeir Hlöðver sigldu lengi saman á millilandaskip- um. „Hann var ótrúlega klókur og stundum allt að því yfirskilvitlega snöggur að leysa úr erfið- um málum í erlendum höfnum. Þó átti þetta einstaka tungumálaséní það til að gera mistök eins og þegar við urðum eggjalausir í Póllandi og Hlölli bauðst til að redda málunum. Hann fór í land að morgni og kom svo aftur seint um kvöldið, ákaflega mikið kenndur, með pólska kennslukonu upp á arminn og sagðist hafa samið við eggjabónda uppi í sveit um að senda okkur 150 ósvikin pólsk alifuglaegg. Morguninn eftir birtist svo þessi bóndi með 150 akfeitar veðhlaupahænur sem við neyddumst til að kaupa af honum fyrir dollara. Eftir tveggja mánaða siglingu og hænsnakjöt í hvert mál var Hlöðver Hlöðversson tungumálaspesíalisti ekki vinsælasti maðurinn um borð eins og nærri má geta enda var þetta síðasti túrinn sem hann sigldi með okkur og sáum við hann aldrei eftir þetta. Næsta sem af honum fréttist var að hann væri orðinn kaupmaður í Reykja- vík og þótti okkur skipverjum það afar grun- samlegt." Aðspurður um ástæðuna fyrir því að hann gerðist kaupmaður segir Hlöðver að hann hafi eitt sinn verið staddur í Póllandi og þar hafi hann fyrir tilviljun getað útvegaö innfæddum „Ótrúleg nánös þetta skítseiði“ - segir Kristófer Schroeder, kaupmaður í Kjallarabúðinni Hlöllabúð er sannkölluð krambúð af gamla skólanum, sem Hlölli hefur rekið í þónokkuð mörg ár eða allar götur frá því hann hætti á sjónum og Hannes á Horninu hætti að versla fyrir aldurs sakir og seldi Hlölla Hornhúsið. Verslunin er afar lítil og þröng en þrátt fyrir hæfilega lítið og hugmyndasnautt vöruúrval ægir þar saman hinum aðskiljanlegasta varn- ingi í mikilli óreiðu vægast sagt. Mest ber á stórum stöflum af tékkneskum toilettcrépe- pappir, sem Hlöðver fékk fyrir slikk frá heildsalanum bróður sínum fyrir nokkrum árum og treglega hefur gengið að koma út. Þegar Hlölli keypti af Hannesi gamla, sem hafði verslað á Horninu frá því í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, gerði hann eins litlar breytingar innan og utan dyra og hann taldi sig geta mögulega komist upp með. „Það eru nú ekki húsfriðunar- mál eða þjóðminjavarsla sem vakir fyrir honum Hlöðver með því að breyta engu i versl- uninni," segir Kristófer Schroeder, kaupmaður í Kjallarabúðinni. „Hann er bara einfald- lega svo mikil ótrúleg nánös þetta skítseiði að hann tímir ekki að breyta neinu. Einu nýj- ungarnar hjá honum síðan 1953 er nýjasta módel af rammgerðasta peningakassa sem fæst á markaðnum og hefur hann endurnýjað kassann reglulega á tveggja ára fresti síðan brotist var inn í mjólkurbúðina hérna á þarnæstu götu fyrir 14 árum síðan,“ segir Kristófer og bætir við óprenthæfum munnsöfnuði um hjartalag og innræti Hlöðvers í Hlöllabúð. kjúklingabónda þrælmögnuð viðskipti og í staðinn hafi bóndinn komið sér í sambönd þar ytra er urðu þess valdandi að hann fékk einka- umboð á íslandi fyrir pólskar kartöflur og vodka. FLESTIR BERA HONUM ALLSÆMILEGGA SÖGUNA Fiestir viðskiptavina Hlöðvers í Hlöllabúð bera honum allsæmilega söguna. „Hann má eiga það, hann Hlölli, að hann skrifar hjá manni von úr viti og dæmi eru til um að hann hafi haft þolinmæði gagnvart ógreiddum reikn- ingum allt upp í heilt ár,“ segir öldruð kona sem er búin að vera í viðskiptareikningi hjá Hlölla frá því hann hóf rekstur í Hlöllabúð. „Þó svo hann Hlöðver eigi þaö til að lauma inn á reikninginn manns fáeinum baunadósum eða nokkrum dúsínum af kornflekspökkum, sem maður hefur aldrei tekið út, þá er það ekkert til að tala um og svo sem bara sanngjarnir vextir þegar maður kemst upp með að gera ekki upp reikninginn sinn svo mánuðum skiptir." Einn af fyrrverandi viðskiptavinum Hlölla í Hlöllabúð, Ebeneser Jónsson eftirlitsmaður, tekur í sama streng en með öðrum formerkjum þó. „Hlöðver sýndi oft fádæma þolinmæði gagnvart óuppgerðum matarúttektum í versl- uninni en hann jafnaði líka metin svo um mun- aði,“ sagði Ebeneser og sýndi okkur skjálf- hentur gamla úttektarnótu úr Hlöllabúð máli sínu til sönnunar. „Látum vera þó hann bætti stundum á reikninginn minn smáræði á borð við naglalakk eða kinnalit, sem ég hafði auðvit- að aldrei tekið út, en þegar ég las á reikningn- um mínum að ég hefði tekið út randsaumuð rauðköflótt jakkaföt með uppábroti sagði ég upp reikningnum mínum í Hlöllabúð og fór að versla hjá honum Kristófer í Kjallarabúðinni," sagði Ebeneser að lokum. Hlöðver segir sjálfur að viðskiptin hafi aldrei verið blómlegri en einmitt nú og fastir kúnnar bætist við á hverjum einasta degi. „Þeir sem einu sinni detta hingað inn fyrir tilviljun verða undantekningalaust fastir kúnnar hjá mér og margir fram í andlátið. Sem dæmi um tryggð viðskiptavina við Hlöllabúð eru margir ef ekki bara flestir mínir kúnnar búsettir uppi í Grafar- vogi og sumir uppi á Kjalarnesi, fólk sem vill ekki sjá að versla annars staðar enda er þetta eins og þess annað heimili. Fólk kemur hingað til þess að hittast og spjalla um daginn og veginn. Sumir koma bara til þess að spyrja um köttinn sinn eða eiginmanninn og versla aldrei neitt en geta ekki afborið heilan dag án þess að reka inn nefið,“ segir Hlölli og rekur gamlan róna með harðri hendi út úr búðinni. 12. TBL, 1990 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.