Vikan


Vikan - 14.06.1990, Side 19

Vikan - 14.06.1990, Side 19
Ferðaskrifstofufólki sem þegið hafði boð SAS-um- boðsins á Islandi á vorfagnað á Holiday Inn, var komið skemmlilega á óvart eftir að borðaður hafði verið Ijúffengur kvöldverður í Setrinu á fyrstu hæð og sest með kaffi og kon- íak uppi á bar. Gestirnir höfðu rétt náð að renna úr fyrsta kaffibollanum þegar svalahurðinni var skyndilega hrundið upp og inn í salinn hlupu þau sþræk að vanda Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson syngjandi Eurovision-lagið vinsæla Eitt lag enn. Þessi óvænta uppákoma mæltist vægast sagt vel fyrir og tók ferðaskrifstofufólkið vel undir í söngnum og klappaði taktinn ákaft. Á eftir fylgdu vel þegin lög af nýju plötu Stjórn- Salurinn fagnaði þeim Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni ákaft er þau birtust skyndilega á vorfagn- aðinum öllum að óvörum til að þakka fyrir stuðning SAS við utanför þeirra er þau tóku þátt í söngva- keppninni. SAS þakkað með söng arinnar, meðal annars Sumar- lag og Yatzy. En þar með höfðu þau Sigga og Grétar ekki sungið sitt síðasta fyrir SAS, öðru nær. Fáeinum dögum síðar voru þau flogin ásamt hinum Stjórnarliðunum til Stokkhólms þar sem þau sungu á síðdeg- isskemmtun í aðalstöðvum flugfélagsins þar sem starfa um 300 manns. Mun komu þeirra hafa verið beðið með mikilli óþreyju þar á bæ og móttökurnar verið hinar hjart- anlegustu. Á vorfagnaði SAS hér heima fór ekki langur tími í ræðuhöld. Þau Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri og Bryndís Rosenberg létu nægja að skýra með einföld- um uppdrætti og ( fáeinum oröum hve stórstígum árangri SAS hefði náði í farþegaflutn- ingum til og frá fslandi síðustu fimm árin. Hlutdeild þeirra hefði á þeim tíma farið úr 7,5 prósentum í 33 prósent. Og enn á að auka við íslands- flugið. □ Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri hefur ástæðu til að brosa breitt er hann sýnir vaxandi vinsældir SAS á ís- landi. Á myndinni hér fyrir neðan sést glaðbeitt starfsfólk SAS-umbooðsins mætt til vorfagnaðarins. UÓSM.: MAGGI í réttu bolunum á vorfagnaði SAS á Holiday Inn. /IKAN 19 TEXTI: ÞJM

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.