Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 19

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 19
Ferðaskrifstofufólki sem þegið hafði boð SAS-um- boðsins á Islandi á vorfagnað á Holiday Inn, var komið skemmlilega á óvart eftir að borðaður hafði verið Ijúffengur kvöldverður í Setrinu á fyrstu hæð og sest með kaffi og kon- íak uppi á bar. Gestirnir höfðu rétt náð að renna úr fyrsta kaffibollanum þegar svalahurðinni var skyndilega hrundið upp og inn í salinn hlupu þau sþræk að vanda Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson syngjandi Eurovision-lagið vinsæla Eitt lag enn. Þessi óvænta uppákoma mæltist vægast sagt vel fyrir og tók ferðaskrifstofufólkið vel undir í söngnum og klappaði taktinn ákaft. Á eftir fylgdu vel þegin lög af nýju plötu Stjórn- Salurinn fagnaði þeim Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni ákaft er þau birtust skyndilega á vorfagn- aðinum öllum að óvörum til að þakka fyrir stuðning SAS við utanför þeirra er þau tóku þátt í söngva- keppninni. SAS þakkað með söng arinnar, meðal annars Sumar- lag og Yatzy. En þar með höfðu þau Sigga og Grétar ekki sungið sitt síðasta fyrir SAS, öðru nær. Fáeinum dögum síðar voru þau flogin ásamt hinum Stjórnarliðunum til Stokkhólms þar sem þau sungu á síðdeg- isskemmtun í aðalstöðvum flugfélagsins þar sem starfa um 300 manns. Mun komu þeirra hafa verið beðið með mikilli óþreyju þar á bæ og móttökurnar verið hinar hjart- anlegustu. Á vorfagnaði SAS hér heima fór ekki langur tími í ræðuhöld. Þau Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri og Bryndís Rosenberg létu nægja að skýra með einföld- um uppdrætti og ( fáeinum oröum hve stórstígum árangri SAS hefði náði í farþegaflutn- ingum til og frá fslandi síðustu fimm árin. Hlutdeild þeirra hefði á þeim tíma farið úr 7,5 prósentum í 33 prósent. Og enn á að auka við íslands- flugið. □ Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri hefur ástæðu til að brosa breitt er hann sýnir vaxandi vinsældir SAS á ís- landi. Á myndinni hér fyrir neðan sést glaðbeitt starfsfólk SAS-umbooðsins mætt til vorfagnaðarins. UÓSM.: MAGGI í réttu bolunum á vorfagnaði SAS á Holiday Inn. /IKAN 19 TEXTI: ÞJM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.