Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 40
Einn af matreiðslu- meisturunum við hlaðið borð af gómsætum réttum. Þú leggur ekki af á þessu veislufæði! -iQaturinn eins og hann gerist iBfistur á fínustu veitingahús- um. Fyrst var morgunhana- kaffi klukkan hálfsjö og var manni fært það í rúmið ef ósk- að var. Þetta var ekki bara molakaffi heldur allar hugsan- legar tegundir af meðlaeti. Þá kom morgunmatur sem hófst kl. níu. Ef fólk var orðið svangt fljótlega eftir morgunmatinn eða hafði misst af honum var morgunverðarhlaðborð ann- ars staðar til hádegis. I slíku tilfelli var einnig hægt að fara á grillstaðinn, sem áður var minnst á, og fá sér pítsu eða aðra ítalska rétti, hamborgara og pylsur með öllu meðlæti, kaffi, tertur, pönnukökur með sveitasírópi, kökur, allar gerðir af ís og íssósum ásamt öllum mögulegum tegundum af óá- fengum drykkjum. Hádegisverður var snæddur í aðalmatsalnum eins og morgunverðurinn. Við höfðum þrjá þjóna sem þjónuöu okkur allan tímann. Aðalþjónninn tók niður pantanir og framreiddi aðalréttina, vínþjónn sá um vínið og enn einn sá um aðra drykki, salat og annað meðlæti sem á boðstólum var. Þeir þjónuðu okkur við aðalmáltíð- irnar, morgunverð, hádegis- verð og kvöldverð. Hægt var að panta vín með kvöldmatnum með tilliti til þeirra rétta sem á boðstólum voru. Þetta var gert á sérstök- um stað og gat fólkið þá smakkað á hinum ýmsu teg- undum og valið það sem því þótti við hæfi. Þegar hádegismatnum var lokið var hægt að fara aftur á dekk og fá sér mat á grillstaðn- um. Um miðjan daginn var kaffi ásamt mörgum tegundum af tertum og kökum. Því næst var að nýju boðið upp á mat- seðil grillstaðarins aftast á skipinu, ef fólk var farið að svengja fyrir kvöldverðinn. Kvöldverðarborðið var tví- setið. Þeir sem voru í seinni hópnum byrjuðu að borða kl. hálfátta og máltíðinni lauk kl. tíu. Hvert kvöld var tileinkað ákveðnu landi og var maturinn í samræmi við það, ítalskur, mexíkanskur, breskur, banda- rískur, norskur og svo fram- vegis. Þjónarnir voru þá klæddir í fatnað einkennandi fyrir þessi lönd og gengu nokkrir þeirra í hóp um salinn og spiluöu og sungu lög þaðan. Það var einnig venja hjá þeim, ef vitnaðist að fólk ætti afmæli, brúðkaupsafmæli eða væri nýgift, að raða sér í kringum borð viðkomandi og syngja afmælissöng eða ann- Þegar greinarhöfundur kafaði úti fyrir einni eyjunni fannst honum sem hann færi um risa- stórt gullfiskabúr. Slík var fegurðin. að það sem átti við í hvert sinn. Afhent var gjöf frá áhöfn- inni og farþegar hylltu viðkom- andi. Um miðnætti var boðið upp á stórt og glæsilegt hlaðborð, það glæsilegasta sem undirrit- aður hefur séð. Þetta hlaðborð stóð fólki til boða til klukkan tvö um nóttina. Matartegund- irnar á þessu hlaðborði voru aldrei þær sömu kvöld eftir kvöld og er með ólíkindum sú vinna sem lögð var í að búa til matarskreytingarnar sem svo hurfu í maga matargesta ásamt ísstyttum sem höggnar voru af starfsmönnum eld- hússins og prýddu matborðin. Kom einn slíkur íshögglista- maður niður að sundlauginni og leyfði fólki að fylgjast með er hann breytti ísklumpi í fallegasta listaverk. Mörgum varð að orði hve leitt það væri að varanleiki listaverksins væri ekki meiri en raun bar vitni, þar sem það byrjaði aö bráðna meðan á verkinu stóð. Þetta listaverk prýddi matborð- ið um kvöldið. Þegar farþegar sneru til ká- etu sinnar síðla nætur var búið að taka þar til, hrein og strokin föt úr hreinsuninni héngu í fataskápnum, búið að búa um rúmið og draga gardínur fyrir glugga. Blaö meö nýjustu frétt- um utan úr heimi, skipsfréttum ásamt dagskrá næsta dags lá á skrifborðinu. Á koddanum lá lítill glaðningur, konfekt eða annað góðgæti. Þess má geta að ef fólk vildi halda í línurnar voru alltaf á matseðlinum réttir sem áttu að vera lítið fitandi. SKEMMTIATRIÐI Mikið af skemmtiatriðum stóð til boöa, jafnframt því sem staðir eins og diskótek og danssalir buðu upp á allan tímann sem skipið var á sigl- ingu. Til dæmis var veð- hlaupabraut sett upp við sund- laugina. Þarstjórnaði einn aðili veöreiðunum sem fóru fram á þann hátt að kastað var upp teningi og með því ráðið hraða hvers hests. Áhorfendur veðj- uðu á þann hest sem þeim þótti líklegastur til vinnings. Þetta var aðeins ein af uppá- komum sem stóðu til boða yfir daginn. Stór grímudansleikur var haldinn og farþegar útbjuggu sjálfir grímubúningana sem þeir klæddust. Valdir voru þeir búningar er þóttu bera af eins og tíðkast við slík tækifæri og þeir farþegar heiðraðir er þá báru. Hæfileikakeppni meðal far- þega var einnig háð. Þeir spil- uðu á hljóðfæri, sungu, sýndu töfrabrögð, sögðu frá skondn- um atburðum af mikilli orð- snilld og gerðu margt annaö sem kom manni verulega á óvart. í Ijós kom að margir listamenn leyndust á meðal farþeganna. Þeir sem fóru ekki á þessar stóru uppákomur gátu brugðið sér í bíó, farið í spilavítið, á pöbb, útsýnisbarinn, diskótek- ið eða eitthvað annað. Ekki var heldur dónalegt að bregða sér í tunglskinsgöngu um þil- farið eða sitja við upplýsta sundlaugina og fá sér einn léttan drykk þar sem maður sá hvernig tunglsljósið glitraði á hvítfyssandi öldunum. SKOÐUNARFERÐIR Viðkomustaðir skipsins, eftir að það lét úr höfn í Miami, voru Labadee á Haiti, San Juan á Puerto Rico, St. Tomas, sem er eyja i Jómfrú- eyjaklasanum, Ocho Rios á Jamaica, Grand Cayman, sem er eyja út af vesturströnd Mex- íkó, Playa del Carmen og Cosumel, sem eru strandbæir á austurströnd Mexíkó og þaðan siglt aftur til Miami. Á þessari leið er siglt I þónokk- urn tíma meðfram ströndum Kúbu og sést landslag eyjar- innar mjög vel úr skipinu. Stoppað var að meöaltali einn dag á hverjum stað og stund- um yfir nótt þannig aö farþeg- um gafst tækifæri á að skoða næturlíf. Ýmsar skipulagðar skoðun- arferðir stóðu farþegum til boöa og var ferðinni jafnan heitið til þeirra staða er þóttu athyglisverðastir á hverjum stað. Einnig varfarið í verslun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.