Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 47
Á rannsóknarstofu Helenu Rubinstein tókst að finna efni sem er nægilega öflugt til aö „pumpa
upp“ húöina, ýta hrukkunum þannig upp í átt að yfirborði húðarinnar og uppræta hrukkurnar á
þann hátt.
ÞRÍHLIÐA VERKUN
„Vegna þess að þetta krem
ræðst gegn hrukkunum við
upptök þeirra hefur það þrí-
hliða verkun," segir Sólrún. „[
fyrsta lagi er að nefna tafar-
lausan árangur. Frá þeim tíma
sem kremið er borið á húðina
verður hún mjúk viðkomu
klukkustundum saman. Og þó
álag sé mikið yfir daginn helst
húðin fersk, línur verða mýkri
og útlitið unglegra. Þá er að
nefna djúpvirknina en dagleg
notkun tryggir virkni kremsins.
Dag eftir dag minnka hrukkur
og fínar línur hverfa jafnframt
því sem myndun nýrra hrukka
seinkar."
í þriðja lagi vildi Sólrún
nefna langtímaáhrifin.
„Prófanir á rannsóknarstofum
sýna að kremið heldur áfram
að vinna í allt að einn mánuð
eftir að notkun þess er hætt.“
FLÓKNAR TILRAUNIR
Áður en þetta krem leit dags-
ins Ijós voru margar mikilvæg-
ar tilraunir gerðar. Þær voru
framkvæmdar með nýjustu
tækni og gerðu Helenu Rubin-
stein kleift að sannreyna ræki-
lega virkni efnanna. Fyrst er
að nefna svonefnt lífljómapróf
og síðan nákvæmar rann-
sóknir sem voru gerðar til að
mæla þykkt húðarinnar en
þær leiddu í Ijós greinilega
aukningu á þykkt húðar við
notkun kremsins.
Að lokum var notuð mjög
þróuð tækni til að mæla virkni
kremsins, svokölluð skugga-
tækni, sem er alveg ný af nál-
inni og sýnir hrukkur grafískt.
„Beinagrind" hrukkunnar er
mæld og reyndist hún minni
við notkun Skin Life TPA.
Kremið hefur sérstaka áferð,
það er ríkt en samt létt og hef-
ur mildan ilm. Það hverfur vel
inn í húðina, bókstaflega
bráðnar inn í hana, og vekur
vellíðan.
Skin Life TPA er krem sem
hentar vel á morgnana og/eða
á kvöldin. Það er óháð húðteg-
und, er sérlega mjúkt og
bráðnar inn í húðina án þess
að skilja eftir sig merki á henni.
Það hentar vel undir farða og
auðveldar ásetningu hans og
hann helst betur. Einnig hent-
ar það sem næturkrem. Krem-
ið er borið á hreina húðina á
andliti og hálsi.
Þu ferð ekkert!
Verður frekar
heima og gerir
við símann!!!
Komdu sæll
og blessaður.
Hvað segir þú?
Fá mig í
aukavinnu!!
Já, já, einmitt!
Ég kem til þín
eins og skot.
Ææ! Ég hafði
næstum gleymt
að hringja i Jóa