Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 23

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 23
Ég hef ferðast margsinnis um heimsbyggðina, ekki einvörðungu til að vekja athygli á dapur- legri stöðu Tíbeta undir járnhæl Kínverja held- ur líka til að sýna í orði og verki hvernig friður og réttlæti getur orðið að veruleika ef einstakl- ingar og þjóðir sýna rétta viðleitni. Sjálfurtel ég mig ekki þess umkominn að stjórna hugsunum og gerðum annars fólks. - Þegar þú ávarpaðir Tíbeta búsetta í Ind- landi á fyrsta degi ársins (28. febrúar skv. tíbetsku dagatali) varstu mjög harðorður í garð tíbetskra munka. Þú ráðlagðir þeim munkum sem ekki stóðu sig sem skyldi að taka upp önnur störf. Svipaður reiðilestur dundi á ráð- herrum útlagastjórnarinnar, sem margir hverjir hafa haldið sínum ráðherrastólum I þrjátíu ár. Viltu meina að fólk sem lýtur þinni yfirstjórn eigi að finna það hjá sjálfu sér hvort það valdi sín- um verkum og segja sjálft af sér ef ástæða þykir til? - Já, mér þætti það eðlilegur gangur mála. Það kemur ósjaldan fyrir að Tíbetar kvarti há- stöfum undan ráðherrum stjórnar minnar. Þeir eru sakaðir um slaka frammistöðu, jafnvel þó enginn geti komið með vel grundaðar ásakan- ir sem gætu réttlætt embættissviptingu. Ef ríkisstjórnin er á hinn bóginn óánægð með kjósendur sína má hún ekki bara leysa þá upp og kjósa nýtt fólk, eins og Kínverjar myndu gera. Satt best að segja hafa Tíbetar hreinlega ekki efni á að svíkjast undan merkjum. Ef axl- irnar valda ekki byrðunum þarf að finna aðra burðarmenn. - Finnst þér aldrei þú sjálfur vera að sligast undan þeim byrðum sem á þig hafa verið lagðar? - Það að vera einfaldur munkur hefur aldrei verið vandkvæðum bundið en hin tvíþætta staða Dalai Lama sem trúarleiötoga og æðsta valdhafa tíbetska ríkisins hefur margsinnis vafist fyrir mér því allar ytri aðstæður og for- sendur hafa breyst. Tíbet er sem stendur ný- lenda Kínverja og þjónar það stórveldisdraum- um þeirra. Til skamms tíma stóð mér til boða að fara til míns eigin lands sem gestur Kín- verja. Ég átti síðan að stilla til friðar milli kín- verska hernámsliðsins og tíbetsku þjóðarinnar sem ber ákveðið traust til mín. Ég gerði þrjár sendinefndir út af örkinni til að kanna ástandið í Tíbet áður en ég gæfi Kínverjum ákveðið svar. Það kom á daginn að nýlenduherrar landsins bjuggu við allt önnur kjör og aðbúnað en innfæddir Tíbetar. Umbótastefna Kínverja kom eingöngu þeim sjálfum til góða. Allir skól- ar kenndu á kínversku og námsefnið ein- skoröaðist viö stæröfræði og marxíska sögu Kína. Okkar eigin skóla var að finna í hinum fjölmörgu klausturbyggðum sem urðu eyði- leggingu að bráð í menningarbyltingunni. Þeim fáu munkum sem enn leyfðist að klæðast munkakuflum á milli 7 og 5 á daginn var eink- um ætlað viöhald og helgigripasýningar í þeim fáu tíbetsku musterum sem ekki höfðu verið jöfnuð við jörðu. Kínverjar hafa löngum séð of- sjónum yfir möguleikum mínum til að skakka leikinn heima fyrir eða til að rústa efnahagslífi þeirra með því að fá óvini þeirra til að beita þá viðskiptaþvingunum. Þeir sjá óvini f hverju horni líkt og ofsóknarbrjálæðingar en þeir síðarnefndu hafa ugglaust eitthvað til síns máls. Þeir eiga eflaust nóg af óvinum (hver kærir sig svo sem um vináttu þeirra?) þó að ég A Samkvæmt tíbetsku dagatali er marsmánuður fyrsti mánuður ársins og hápunktur árvissra hátíðarhalda er þriggja vikna kennsla Dalai Lama XIV, sem er opin aimenningi, og er tíbetskan jafnóðum þýdd á ensku og frönsku. sjálfur leggi ekki fæð á þá. Skömmu eftir stofnun Tíbetsvinafélagsins á íslandi tóku að berast fyrirspurnir frá Tíbetum búsettum í Indlandi varðandi möguleika á að flytjast búferlum til Islands. Mér telst svo til að okkur hafi borist hvorki meira né minna en tvö hundruð bréf. Hvað veldur þessum mikla áhuga Tíbeta á íslandi? I - Ætli það sé ekki bara ísinn. í fullri alvöru, I Tíbet sjálft er kallaö Snjólandið á mínu móður- I máli. Auk þess líst mörgum vel á ísland því I fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. I Það er til íslensk kona, Þóra held ég að hún 'J heiti, sem hefur einmitt mikinn áhuga á að gera Tíbetum kleift að setjast aö á íslandi. Það væri auðvitað gott og blessað. Því skyldi nokkur kæra sig um að vera þunglyndur, daufur í dálk- inn og truflaður þegar hægt er að vera ham- ingjusamur, klár og í góðu jafnvægi. - Að lokum - gætir þú hugsað þér að endurfæðast á Islandi? - Ég segi oft til gamans þegar fólk byrjar að spá í næstu holdgun mína aö ég gæti vel hugsað mér að fæðast sem fluga í næsta lífi. Þannig að ef það á fyrir þér að liggja að hitta valdsmannslega fiskiflugu á Islandi veistu hver þar er á ferð. Minn tími var á þrotum því hóþur Indverja ruddist inn á okkur og eitthvert manngerpi tók um fætur Dalai Lama og gerði sig líklegan til að þrýsta kossi á tær hans. Dalai Lama brosti eins og tungl í fyllingu á meðan hann reyndi að telja manninn á að rísa á fætur. Þá rifjaðist upp fyrir mér að Tíbetar sjálfir heiðruðu leiðtoga sinn með því að reka út úr sér tunguna. Með því vildu þeir sýna að þeir hefðu ekki ástundað bölbænir, ragn og galdrafár. Ef þeir hefðu gert sig seka um slíka bábilju hefði tunga þeirra átt að verða biksvört. Önnur greinaskrif Gísla Þórs Gunnars- sonar um sögu, menningu, trúarbrögð Tíbeta og stöðu þeirra undir ógnarstjórn Kín- verja eru eftirfarandi: 1. Þjóðarmorð; umbætur kínverskra kommúnista í Tíbet, Morgunblaðið, 8. ágúst, 1983. 2. „ Trúarbrögð mín eru einföld. Ég trúi á góðvild, “ segir Dalai Lama, Vikan, bls. 14-17, 1. september 1983. 3. Tíbet - land leyndardómanna / Djöfladans kínverskra kommúnista, Úrval, bls. 18-43, nóvember 1983. 4. Tíbetskur búddismi, erindi flutt í ríkisútvarpinu í áqúst 1983. 5. Dvaldi Jesús Kristur í Indlandi? Útvarpserindi sem prentað var að haustlagi 1983 í Ganglera, tímariti Guðspekifélags- ins. 6. Greinargerð um búddisma í Tíbet, eftir Dalai Lama XIV (þýðing), Gangleri, 1. tbl. 1984. 7. Væntanleg er á jólamarkaðinn 1990 þýðing G. Þ. G. á sjálfs- ævisögu Dalai Lama XIV, Land mitt og þjóð, hjá Fjölva- útgáfu Þorsteins Thorarensen. SPÁDÓMAR DALAILAMAXIII Thubten Gyatso var útnefndur til að gegna embætti Dalai Lama á síðasta aldarfjórðungi nítjándu aldar. Skeleggur stjórnandi sem vakti yfir velferð þegna sinna. I kveðjuræðu sinni til tíbetsku þjóðarinnar 1932 lýsti hann í stuttu máli sjónarmiðum sínum eftir nær hálfrar aldar valdaferil og af fáheyröri spádómsgáfu lýsti hann þeirri holskeflu heiftar og haturs sem átti eftir að dynja á tíbetsku þjóðinni. „Það þarf að hafa sérstakar gætur á hinum villimannlegu rauðliðum kommúnista sem eru orðnir alræmdir fyrir hryðjuverkastarfsemi og skemmdarverk. Þeir eru úrhrök jarðarinnar og þeir skilja ekki andmæli fyrr en skellur f tönnum. Nú þegar hafa þeir lagt Mongólíu undir sig og þeir hafa bannað með lögum leit- ina að Jetsum Dampa, holdgun réttmæts leið- toga þjóðarinnar. Þeir hafa rænt og eyðilagt klaustur og munkar eru skotnir efþeir neita að ganga í heri þeirra. Það er stutt í að hryðjuverk rauðliðanna bitni á okkur sjálfum og þegarþað gerist verðum við að geta veitt öflugt viðnám. Annars verður úti um andlegar og menningarlegar hefðir okkar. Jafnvel nöfn Dalai Lama og Panchen Lama munu verða máð af spjöldum sögunnar á sama hátt og nöfn annarra lama, holdgana og heilagra vera. Klaustur verða jöfnuð við jörðu, munkar og nunnur verða gerð höfðinu styttri. Hin stórkostlegu verk hinna göfugu dharma kónga hverfa í grámósku gleymskunnarog all- ar stofnanir sem tengjast menningu okkar og trú verða ofsóttar, eyðilagðar og gleymdar. Eignum og arfleifðum fólksins verður stolið. Við verðum látin vinna eins og þrælar í þágu innrásarliðsins og við komum til með að eigra um hjálþarlaus líkt og allslausir betlarar. Allir neyðast til að lifa við vesöld og dagar og nætur munu líða löturhægt hjá, án þess að nokkurt lát verði á ógnum og nístandi sársauka. “ (Tibetan Review, október 1987) 13. TBL. 1990 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.