Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 68

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 68
mimmim HANNSKAUTÁ OKKURBÁÐAR Kœri draumráðandi! Míg dreymdi draum sem mér fannst svolítið skrítinn þvt ég er ekki ván að muna hvað mig dreymir. Mig dreymdi að það var hringt í mig og sagt að ég œtti að fá mikinn arf frá einhveijum í Ijölskyldu pabba míns og eftir það var alltaf einhver maður að elta mig. Hann var svona 25 ára (ég hef aldrei séð hann), með kolsvart hár, dökkur í framan og meðalstór. Hann etti mig út um allt og ég komst að því að hann vildi líka fá arfinn. Svo náði hann mér og annam stelpu sem ég hef aldrei séð og þekki ekki. Hann náði okkur í stóru húsi og skauf fyrst stelpuna og svo á mig. Hann hitti mig ekki en hin dó. Ég hélf niðri í mér andanum þangað til hann fór. Hann komst að því að ég hefði ekki dáið og bað mig um að koma og hitta sig og ég gerði það. Þá sagðisf hann vilja fá allan arfinn. Ég sagðist vilja halda lífinu frekar en að fá arfinn. Svo sagði hann að ef ég eignaðist einhvem tíma tvíbura fengi ég allan arfinn og húsið. Ég var ólétt en það vissi enginn, Síðan eignaðist ég Ivíbura, strák og stelpu. Þegar ég eignaðist þau sagði ég að fyrst ég œtti ekki tvo stráka yrði ég aflur að eignast bam, Svo fékk ég arfinn og flutti í húsið (það var sama húsið og hann skaut á okkur 0. Þar vooj bðmin bcBði í hvítum rimlarúmum hlið við hlið, Þau voru í bláum og bleikum froftégölium. í þessu húsi bjó líka þessi maður og fullt af öðru fólki sem ég hef aldrei séð. Þetta hús var allt voðalega dökkt að innan en hvítt að utan. Ég vona að þú getir ráðið þetta fyrir mig. Dísa. RÁÐNING Draumar um ofsóknir og morð á manni sjálfum stafa oft af því að í vökulífinu hafi maður brotið einhverja reglu sem maður hef- ur sett sér (bannað að hata, öfunda, reiðast o.s.frv.). Sá eða sú sem eltir mann, ofsækir, drepur mann, er skuggahliðin. Við viljum helst lítið vita um verri hliðar okkar, hvað þá viðurkenna þær og þykja vænt um þær og fyrirgefa sjálfum okkur. Því minna sem maður gefur skugganum gaum því óviðráðanlegri verður hann. Mér sýnist sem þú hafir ekki horfst í augu við raunverulegar tilfinningar þínar gagnvart föður þínum. Þar af leiðir að ef þú hefur haft hugsanir eða talað um hann á þann hátt sem brýt- ur í bága við einhverjar reglur, sem þú eða mamma þín hafið sett, jafnvel í æsku, þá kemur draumurinn til þess að refsa þér. Ég er þar með ekki að segja að þú eigir að forðast nei- kvæðar hugsanir um hann heldur hafa hugrekki til þess að horfast í augu við allar tilfinning- arnar sem þú hefur gagnvart honum og sýna sjálfri þér skilning. Þá hættir þú að þurfa að refsa sjálfri þér. Skuggalegi ungi maðurinn er þarna til þess að sýna þér að hluti af þér hefur ákveðið að þú eigir ekkert skilið frá föður þínum. Sem sjálfsvörn býrðu til aðra stelpu sem er drepin í þinn stað í húsinu. Ég sé það á sk- riftinni að þetta augnablik í draumnum hefur verið skelfilegt fyrir þig. Það er verk þessa hluta í þér sem vill refsa þér. Síðan kemur þetta skref sem við tökum svo oft í lífinu, við semjum. Við semjum oft við Guð, sérstaklega í miklum veik- indum og hörmungum, en það gerist líka að við semjum við sjálf okkur. Þú heldur lífi, þú missir af föðurnum, en ef þú fæðir tví- bura færðu arfinn. Já, það er ekki einu sinni nóg að eiga eitt barn heldur þarftu að gefa tvö og í draumnum viltu meira að segja eignast drengi og ert hrædd um að stelpan spilli fyrir þér. En það er óþarfi, þú færð arfinn. En það er eins og þú hafir gert samning við heldur nei- kvæð öfl því þótt þú virðist hafa borið sigur úr býtum að lokum er húsið drungalegt og í kaup- bæti fylgir skuggalegi ungi maðurinn og fleira ókunnugt fólk. Slíkir samningar eru oftast til lítils og leiða ekki gott afsér. Þú getur ekki ætlast til að efþú gef- ur eða gerir eitthvað stórkost- legt, endurheimtir þú föður þinn (föðurarfinn). Sá sigur yrði þér innantómur því það er margt ósagt og óleyst sem ekki hverfur. KETTIR, MIKILL SNJÓR, RIFRILDI, UÓTIR LITIR Kœri draumráðandi Mig langartil að biðja þig að ráða fyrir mig tjóra drauma sem mig dreymdi nýlega og man vel. Ætla ég að biðja þig að sleppa öllum nöfnum. Þá koma draumarnir í þeirri röð sem mig dreymdi þá. Mér fannst ég ganga upp fyrir hlöðu í snjó og sá inn í hana því það vantaði aðra hurðina fyrir. Þar voru kettir inni, þrír eða fjórir spakir og góðir. Ég fer inn og það er hey inn að miðju, svo er fé í stíum. Það er allt mórautt og svart og búið að rýja það. Ullin var undir þeim og ég fór að taka hana saman, Draumur 2, Það er allt hvítt og mjög fallegt og bjart yfir. Mikill snjór fyllir öll gil og skorninga og harðfenni, Ég og sambýlismaður minn áttum Ivo jeppa, pikk- uppa. Við vorum eitthvað að rífast. Hann fór og hleypti vatninu af óðrum bílnum en fór í fússi á hinum upp fjall. Fannst mér að hann hleypti vatninu af svo ég gœti ekki elt hann. Ég kalla á bróður minn og bið hann að hjálpa mér að finna vatnskassann, Hann var undir sílsalistanum. Setti ég vatn á bílinn en œtlaði ekki að elta manninn. Draumur 3. Ég og fleira fólk vorum stödd á nœsta bœ. Allir voru sparibún- ir. Vorum við að horfa út um gluggann og sáum að bœjar- gilið var alveg fullt af snjó og veggur af snjó þar sem er bratt. Ég opna útidyrnar og það eru tvœr til þrjár tröppur niður og þar var líka snjór. Mér fannst fólkið koma út á pallinn og líka sá sem býr þama, Draumur 4. Ég og systir mín vorum að fara á Selfoss á bíl. Ég aetla að taka mynd af brúnni og láta sjást undir hana. Svo fórum við inn í verslun. Systir mín vildi endilega láta mig kaupa grœnt flauelspils en mér fannst það Ijótt og keypti ekki. Ég sá kjól sem var síður, fleginn í bakið, hvítur og Ijósbleikur með gylltu undir brjóstunum. Hann var úr einhverju mjög léttu og var ofsalega fallegur. Hann átti að kosta 176.804 kr. Fannst mér hann dýr en svo fallegur að ég œtlaði að kaupa hann. Nú var draumurinn ekki lengri og man ég þetta mjög vel. Vonast effir ráðningu á öllum draumunum. Þá þrjá fyrstu dreymdi mig þrjár nœtur í rðð og svo þann síðasta nokkrum dögum síðar. Með þökk fyrir gott blað Dísa P.S. Mig langar tíl að bœta við einum stuttum sem mig dreymdi núna síðast. Hann er svona, Ég var stödd í verslun og œtiaði að kaupa mér kuldaskó en það fengust bara lágir skór. Ég vildi háa og keypti því enga, aetiaði að leita betur. Svo var ég komin inn í bíl systur minnar og hún sýndi mér tvœr peysur. Aðra hafði hún prjónað og fannst mér hún Ijót en hitt var Ijósblá herra peysa, mjög falleg. Ætlaði ég að fá hana eða aðra eins. Ég hafði séð svona peysu áður en ekki í vöku. Með fyriífram þökk fyrir birting- una. RÁÐNING Það er auðséð á draumunum að þú ert ekki sérlega ánægð með þinn hlut. Landslag og aðstæður tengjast því um- hverfi sem þú býrð í og þeim aðstæðum sem þú lifir við. Snjórinn í draumnum þínum er annað tveggja eðlilegt fyrir- bæri, sem þú ert vön, eða tákn um erfiðleika, misklíð. Þú ert ekki sátt við hlutverkið sem þér er ætlað og þér finnst verið að neyða upp á þig hlutverkinu en sjálf sértu allt öðruvísi en aðrir ætla. Þitt sanna sjálf á í stöðugri baráttu við þá aðila sem vilja hafa þig öðruvísi en þú ert. Ekki veit ég hvort þessi barátta þín kemurfram í vöku- lífinu en í draumnum kemur oft fram það sem við horfumst ekki í augu við dags daglega. 68 VIKAN 13.TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.