Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 41

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 41
rv«™°/7 sem best skilyrði til að gera slíkt mögulegt er eitt og annað sem hafa þarf í huga. Vegna þess sem við töluðum um fyrr í þessu bréfi og tengist reiðinni er sú orka sem myndast við reiði af sömu uppsprettu og önnur sálræn innri orka. Ef þú notar hugann rétt, það er að segja ert jákvæð, sem þú greinilega ert, og biður góðan Guð um að leiðbeina þér og ert ekki sjálf að ákvarða hvern- ig sú þjónusta virkaði sem í gegnum þinn sálræna kraft kæmi til með að nýtast öðrum - heldur biður um að mega verða verkfæri í þjónustu kærleikans og lætur í öllum tilvikum vilja Guðs verða af- dráttarlausan - er öruggt að þú færð innan frá alla þá leið- sögn og uppörvun sem þú þarft á að halda. Að þú sért haldin einhverjum óþarfa metnaði vísa ég frá á þeirri forsendu. Það kemur skýrt fram í skriftinni þinni að ef eitt- hvað er vantar þig meiri metn- að og trú á sjálfa þig. Það kemur líka fram að þú ert við- kvæm og auðsæranleg, auk þess að vera hrekklaus mann- eskja. Kostir þínir eru greini- lega meiri en gallar og þeir eru þess eðlis að enginn vafi er á að þú getur látið feikilega gott af þér leiða. Bænin er eitt dásamlegasta form kærleikans og kostar ekkert nema einlægan vilja til að beita henni öðrum til bless- unar og sjálfum sér til uppörv- unar og aukins innra lífs. Út- búðu þér lítið afdrep og finndu góðan stól að sitja í. Gefðu þér þrjár til fimm mínútur á hverj- um degi til að biðja fyrir öllum þeim sem þrautir og vonbrigði þjaka. Ekki væri verra að biðja góðan Guð um betri og jafnari hlutskipti í skiptingu auðlinda heimsins og að þjáning þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér tæki enda. ATVIK ÚR FORTÍÐINNI Ef við að lokum skoðum það sem þú upplifðir sem ung kona í heimsókninni á spítalann er ágætt að gera sér grein fyrir aðalatriðum en láta öll auka- atriði lönd og leið. Á þessum árum ert þú ung og óþroskuð eins og gengur, með takmark- aða reynslu í andlegum efnum þó kærleiksrík og leitandi sért. Þegar þú verður vör við þá óbærilegu liðan, sem sjúkl- ingurinn á við að stríða, fyllist þú óstöðvandi löngun til að hjálpa honum og velur einfald- lega þá leið sem þér finnst sú eina rétta í þessari annars aumkunarverðu stöðu. Lái þér hver sem vill. Þú fannst að ástand viðkomandi sjúklings var sársaukafullt, ekki einung- is fyrir hann heldur konuna hans líka sem vakti yfir honum dag og nótt. Þú einfaldlega baðst um hvíld fyrir hann. Ekki er ástæða að ætla að þú hafir flýtt fyrir láti mannsins vegna þess að slíkt væri vanmat á Guði. Hann er almáttugur og hlýtur að velja okkur rétt skapadægur. Vegna þess að maðurinn dó daginn eftir hefur þetta kvalið þig. Ef við íhugum hvað raunverulega gerðist er aðalatriðið að á þessu erfiða augnabliki á leiðarlokum mannsins var ókunnug ung kona fyrir tilviljun stödd í sama herbergi og þau hjónin; og það sem meira er og mikilvægara en allt annað er að þessi elskulega kona átti í hjarta sínu nógan kærleika til að biðja um hvíld fyrir manninn. Ekki er vafi á því að þú hefur með þessum tyrirbænum gert óhemjumikið gagn og örugg- lega átt þátt í því beint og óbeint að umskiptin urðu sennilega mun léttari mannin- um og eftirstöðvarnar konunni. Það eru ekki endilega þau orð sem við notum sem skipta máli heldur hugurinn, sem í þínu tilviki var bæði óeigin- gjarn og elskurikur og það er aðalatriði þessa máls, kæra Þóranna. Eða eins og hugprúða hárgreiðslukonan sagði fyr- ir stuttu að gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, þó hárið sé farið að þynnast og grána er ekkert víst að við séum endilega vitrari. Við verðum bara að vera sjálfum okkur samkvæm og kærleiksrík. Þá verða allar athafnir okkar og hugsanir einhvers virði, hver svo sem þiggur þær og á hvaða aldri sem við erum.“ Kærleikur og vilji Guðs verði styrkur þinn á þroskabrautinni. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið tylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: VIKAN - Jóna Rúna Kvaran - Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík SELMA HRÖNN GEFUR ÚT PLÖTU MEÐ EIGIN LÖGUM; ÚR RAFEINDANÁMI í SALTFISKINN - TIL AÐ BORGA EINKAMÁL Það hefur verið hljótt um tyrstu íslensku plötuna sem út kom á þessu ári. Kannski það sé vegna þess að platan ber heitið Einkamál að lög af henni hafa ekki náð eyrum plötusnúða út- varpsstöðvanna. Einkamál hefur að geyma tiu lög eftir unga stúlku sem heitir Selma Hrönn Maríudóttir og hún hefur einnig samið texta við öll lögin nema þá tvo sem eru á ensku. Selma Hrönn fékk til liðs við sig marga kunna hljóðfæraleikara og söngvara til að flytja lögin og textana og gaf plötuna út sjálf. Við spurðum Selmu Hrönn hvort hún væri lengi búin að stunda lagasmíðar. - Ég byrjaði að semja lög fyrir þremur árum eða svo, þá sautján ára gömul. Ég safnaði þessum lögum inn á band og valdi svo tfu lög til útgáfu. Rokkið hefur alltaf verið ( uppáhaldi hjá mér, sérstak- lega þetta gamla góða eins og Elvis túlkaði það. Þegar ég ákvað að gefa út plötuna var ég með ákveðna hugmynd um hvernig hún ætti að vera og vildi þvi sjálf standa að útgáf- unni. Hins vegar er ég enginn söngvari og um þá hlið sjá þau Jóhannes Eiðsson, Pétur Hrafnsson, Ruth Reginalds, Sigríður Guðnadóttir, Sigurður Dagbjartsson, Sólveig Guðna- dóttir og Þorsteinn Lýðsson. Svo eru margir góðir hljóð- færaleikarar sem spila undir - eins og Friðrik Karlsson, Jón Ólafsson og Birgir Jóhann Birgisson. - Er ekki dýrt að gefa út plötu? - Jú, þetta kostaði mig um eina og hálfa milljón og ég skulda enn nærri milljón. Enda varð ég að gera hlé á skólan- um þar sem ég er að læra raf- eindavirkjun og fara að vinna í saltfiski til að geta borgað skuldir. Skífan dreifir plötunni og svo er óg að reyna að selja hana sjálf en það gengur hægt. Rás 2 og Aðalstöðin eru einu útvarpsstöðvarnar sem hafa sýnt mér velvild og kynnt mig og plötuna en það þarf víst meira til að koma sér á framfæri. Ég hef hins vegar ekki efni á auglýsingum, segir Selma Hrönn og brosir afsak- andi. Þeir sem vilja kynna sér lög- in hennar Selmu Hrannar ættu því að verða sér úti um eintak af Einkamálum á plötu, geisla- diski eða kassettu. Það er ekki á hverjum degi sem ungar stúlkur fara f saltfiskvinnu til þess eins að borga fyrir lögin sín. 13.TBL. 1990 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.