Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 25

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 25
Heilagleikinn sjálfur, Dalai Lama XIV, veitti friöarverðlaunum Nóbels mót- töku þann 10. desember 1989 í Osló. Fannst mörgum tímabært að heiðra góða og grandvara manneskju sem er bæði friðsöm í orði og á borði. Það liðu þrjátíu ár áður en starf Dalai Lama XIV í þágu heimsfriðar var virt að verðleikum. Má segja að heimspress- an og opinberir leiðtogar lýðfrjálsra ríkja hafi veigrað sér við að taka á málum Tíbeta af ótta við óskilgreindar ógnanir Kínverja. Bandaríska kvikmyndastjarnan Richard Gere var viðstaddur af- hendingu friðarverðlauna Nóbels 1989. Hann kvað þá reynslu ógleymanlega. Það var tekið að skyggja þegar Dalai Lama XIV heilsaði upp á þær þúsundir sem mættar voru á torgið til að taka þátt í fögnuðinum. Tíbetar búsettir í Evrópu voru samankomnir með reykelsi og Ijósker. Þegar fólkið byrjaði að syngja stóðst Dalai Lama ekki mátið og hann spurði mannfjöldann: „Má ég koma niður til ykkar?" Richard Gere bætti við kotroskinn: „Hann fór niður af pallinum og til fólksins, þar sem hann á heima. Ég vona að það heyri liðinni tíð til að hann sé lokaður inni í Potalahöll." ▲ Tibetskir munkar blása í horn til dýrðar sjálfum Búdda. Gulu höfuðfötin eru einkenni á áhangendum Gelugpa reglunnar sem njóta andlegrar leiðsagnar Dalai Lama XIV. Kína 1954. Enda leyfir hann Kínverjum að njóta sannmælis eins og sjá má af eftirfarandi málsgrein sem hrökk upp úr honum er hann talaði yfir hausamótunum á evrópskum róttæklingum. „Tíbetar eru ekki á móti kommúnisma. Þeir eru ekki á móti framförum og þeir eru ekki óvinir Kínverja. Það sem við getum ekki sætt okkur við er ólögleg valda- taka erlends hervalds. Við berjumst fyrir sjálfsögðum réttindum okkar, rétti til að stjórna okkur sjálfir og til að hafa áhrif á framtíð okkar.“ Dalai Lama XIV, þessi frið- sami öðlingur sem aldrei hefur mátt vamm sitt vita, hefur verið sniðgenginn af þeim hortugu hugsjónahórum sem yfirleitt eru kallaðar stjórmálamenn i hinum lýðfrjálsu ríkjum heims- ins, á meðan fyrrverandi hryðjuverkamenn á borð við Yasser Arafat og leiötogar ísra- elsríkis valsa um alla helstu veislusali valdastéttanna í heiminum eins og ekkert væri sjálfsagöara. Það er ósköp skiljanlegt að tíbetska æsku- lýðssambandið (Tibetan Youth Congress) hyggi á hryðjuverk ef heimurinn vakn- ar ekki upp af þessu langa lífs- gæðafylliríi, sem slær slikju fyrir augu þeirra valdamanna sem gætu í það minnsta veitt Tíbetum móralskan stuðning í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði. Afstaöa evrópskra og bandarískra stjórnmálamanna og kvenna til sjálfstaeðiskrafna Tíbeta er smám saman að breytast eftir því sem vitnis- buröur fleiri evrópskra ferða- langa gerir ekki annað en staðfesta hryllingssögur tíbetskra flóttamanna. Það fór þó aldrei svo aö Dal- ai Lama XIV fengi ekki tæki- færi til að ávarpa Evrópuþingið í Strassborg á síðasta ári, til aö gera grein fyrir málum landa sinna. Þar setti hann fram hina svokölluðu fimmliða friðaráætlun sem markar á- kveðin tímamót í baráttu her- tekins lands fyrir tilverurétti sínum. Þessi friðaráætlun byggist á fimm höfuðþáttum. 1. Tíbet verði gert friðhelgt. 2. Landnámi Kínverja í Tíbet verði hætt áður en fótunum verður kippt undan tilveru Tíbeta sem þjóðar. 3. Grundvallar mannréttindi og lýðfrelsi tíbetsku þjóðar- innar verði virt sem skyldi. 4. Umhverfisvernd og upp- græðsla verði tekin upp í Tíbet og hætt að nota landið fyrir framleiðslu kjarnorku- vopna og sem geymslustað fyrir geislavirkan úrgang. 5. Staða Tíbets í náinni framtíð og samskiptaörðug- leikar Kfnverja og Tíbeta verði teknir fyrir í einlægum viðræðum milli réttmætra fulltrúa þjóðarinnar. Það liggur Ijóst fyrir að Tíbet- ar gjóta vonaraugum til moldríkra lýðfrjálsra ríkja á Vesturlöndum og ekki að á- stæðulausu. Norðmenn og Svisslendingar hafa veitt Tíb- etum mikinn fjárhagsstuðn- ing við örvæntingarfulla varð- veislu einstæðrar menningar sem á í vök að verjast. Öll Norðurlöndin að íslandi undanskildu hafa tekið á móti flóttafólki frá Tíbet og komið munaðarlausum Tíbetum til mennta. Bandarísk stjórnvöld hafa löngum stutt baráttu Tíb- eta fyrir tilverurétti sínum með ráðum og dáð. Þau fjármögn- uðu og þjálfuðu tíbetska kampa-skæruliða frá 1956 til 1971. Því miður hafa herskáir Tíbetar aldrei átt upp á pall- borðið hjá hinum kveifarlegu búddamunkum sem höfðu alla stjórn í sínum höndum sam- kvæmt aldagömlum siðvenj- um. Kínverjar settu það á oddinn í slökunarviðræðum Nixons og Maós snemma á sjöunda áratugnum að Bandaríkin hættu öllum stuðningi við þjóð- frelsishreyfingu Tíbeta. Einn mesti smánarblettur á klerka- veldi Tíbeta er hvernig þeir hreinlega sviku sína hugdjörf- ustu menn meö því að hvetja þá til að leggja niður vopn. Nokkrir helstu skæruliðafor- ingjarnir skáru sig á háls þegar sýnt þótti að hetjuskapur þeirra var forsmáður af þeirra eigin fólki sem sá ekki sóma sinn í að leita fjárhagstuðnings úr öörum áttum þegar banda- rísk stjórnvöld gerðust hand- gengin kínverskum kommún- istum. Hvað um það? Hvítir Kanar eiga ekkert með að fordæma Kínverja fyrir þjóð- armorð þegar það liggur Ijóst Frh. á bls. 26 13. TBL. 1990 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.