Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 69

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 69
ÞAÐ VÆRIEKKIRÉTTLÁTT SAKAMÁLASAGA Framhald af bls. 65 leyföi honum aö fara. Svo sneri hann sér að Charley. - Það er eins gott fyrir okkur aö fara. Þeir gengu yfir til Annie aftur. - Þið tókuð eftir því, hvíslaði hún. - Tókum eftir? sagði Charley. - Ó, Charley! Hótelstjórinn. Þegar hann hringdi var hann ekki að tala við - líkið. Hann gat það ekki. Klukkan var hálfátta. Og maöur- inn var drepinn fjórtán mínútur yfir sjö. Manstu eftir því? Charley kinkaði kolli. - Svo hann hlýtur að hafa verið að tala við morðingjann. Síminn hringdi... og morðing- inn svaraði! - Nei, sagði undirforinginn. - Nei? sagði Annie herská. - Hvers vegna ekki? - Ja ... undirforinginn hikaði. - Hann sagði Þeó. Hann sagði ókei, Þeó, seinna. Það var ólíklegt að hann vissi nafn hótelstjórans eða notaði það ef hann ætti á hættu aö þekkkjast. Annie hugsaði um þetta nokkur andartök og nuddaði framtennurnar með vísifingrinum. - En heppilegt! hrópaði hún svo. - Sjáið þið það ekki? Morðinginn er blestur. Charley fann allt í einu til sektarkenndar. - Sjáðu nú til, vina mín, sagði hann róandi. Hann lagði handlegginn umhyggjusamlega um axlir hennar. - Kannski ég ætti að segja þér... - Ó, Charley! sagði hún. - Skilurðu ekki. Sjáðu nú til. Við vitum að það var morðinginn sem svaraði í símann. Við vitum aö hann getur ekki hafa sagt „Þeó“. Svo það sem hann sagöi hljómaði líkt. Hann hlýtur að hafa sagt: Ókei, þé þig þeinna! Sem getur, ef það er sagt hratt og óskýrt, hljómað alveg eins og: „Ókei, Þeó, seinna.“ Morðinginn var blestur á máli. Charley leit með örvæntingu á Annie. Andlit hans var klætt grímu sektar og örvæntingar. Hann opnaði munninn til að segja eitthvað og lokaði honum svo aftur. Honum var Ijóst að hann hafði beðið of lengi. Úr þessu var of seint að koma með útskýringu - ef hann gæti nokk- urn tíma gert sér vonir um að tala við Annie framar. - Og það sem meira er, sagði Annie. - Hann var sex.fet og fjórir þumlungar á hæð og örvhendur. - Dásamlegt, sagði undirforinginn. - Hvernig... - Lítið á símann, sagði Annie kuldalega og benti á borðið. Tólið lá á tækinu og hljóðnem- inn var hægra megin. - Rétthendur maður leggur tólið hins vegar á og hvað hæö hans viðkemur... Undirforinginn tók í handlegginn á Charley og þeir gengu yfir að borðinu. - Notuðuð þér þennan síma? spurði undirforinginn manninn við skrifborðið í lágum hljóðum. Leynilögreglumaðurinn leit upp: - Auðvitað. - Eruð þér örvhendur? Maðurinn leit forvitnislega á undirforingjann. - Nei. Hvers vegna? - Hvernig stendur á því að þér látið tólið svona á? Leynilögreglumaðurinn leit á símann og svo aftur upp. - Ég veit það ekki, sagði hann. - Ég geri það alltaf. Þeir sneru aftur til Annie. - Stórkostlegt, sagði undirforinginn. Hann lagði handlegginn í hrifningu utan um Annie. - Furðulegt, sagði hann. - Ég er viss um að þér verðið Charley að miklu liði. Hann leit hátíðlega á Charley. - Við skulum koma héðan, sagði hann. - Annie hef- ur séð okkur fyrir nægu verkefni. Afgangurinn verður aðeins rútína. Og þaö reyndist rétt vera. Annie til mikillar furðu áttu engar mannaveiðar sér stað næstu viku, enginn hluti borgarinnar var settur i herkví. Og það sem jafnvel var verra, ekkert blað sagði frá hinni frábæru skarpskyggni Annie í sambandi við morðið. Lögreglan virtist alls engan áhuga hafa á ályktunum hennar. Charley reyndi aö útskýra þetta. Þau voru nýkomin heim til Annie af bíó - höfðu séð kvik- myndina Fallegt morð, elskan mín - og sátu, með nokkurra feta millibili, á sófanum. - Ó, Charley! Hótelstjórinn. Pegar hann hringdi var hann ekki að tala við - líkkið. Hann gat það ekki. Klukkan var hólfótta. Og maðurinn var drepinn fjórtón mínútur yfir sjö. Manstu eftir því? - (svona málum, sagði Charley óþolinmóð- ur, vitum við hvaða manngerð hefur framið það og það er allt sem við þurfum að vita. Vegna þess að við vitum að hann næst einhvers stað- ar fyrr eða síðar fyrir eitthvað. Fyrir fjárhættu- spil. Fyrir fjársvik. Fyrir árás eða rán, alveg eftir því í hvaða fagi hann er. Og hver sem hugsan- legur getur verið er alltaf spurður út úr; um þennan glæp og alla aðra sem við höfum óleysta á hendinni. Það var fjarri því aö Annie fyndist þessi út- skýring fullnægjandi. Hún hnussaði. Það lá við að hnussið væri urr. - Þetta er nú eins og að leita að saumnál í heystakki, sagði hún. - Með bundið fyrir augun! Og enginn eltingarleikur! Þið bíðið bara eftir því aö glæpamaðurinn komi upp í hendurnar á ykkur! - Og hvað um það? Við finnum alltaf nálina. - En þegar þið hafið lýsinguna, sagði Annie. - Hér um bil alveg nákvæma og full- komna lýsingu og ... Þegar morðinginn fannst, eitthvað um viku síðar, minnti andrúmsloftið milli Charley og Annie að spennunni til á háa E-strenginn á raf- magnsgítar sem fyrir misgáning er tengdur við háspennulínu. Og sú staðreynd að morðinginn náðist á nákvæmlega þann hátt sem Charley hafði sagt fyrir um hafði ekkert að segja. Þau fengu fréttirnar kvöld nokkurt heim til Annie og Charley tók símann. Þegar hann kom aftur inn í stofuna, brosandi í fyrsta skipti í marga daga, var ekki nema afsakanlegt að hann væri svolít- ið hrokafullur. - Skelltu á þig hattinum, sagði hann. - Við förum niður á lögreglustöð! Ég skal sýna þér morðingja sem lögregluþjónarnir hafa náð án minnstu hjálpar Sam Spade, Chafik eftirlits- manns eða jafnvel Hercule Poirot. Þau biðu á lögreglustöðinni, sitjandi á gulum kjaftastólum í litlu kuldalegu, hvítmáluðu her- bergi. Undirforinginn, áhyggjufyllri og svefn- lausari að sjá en nokkru sinni fyrr, sat og starði á fætur sér. Annie horfði kuldalega fram fyrir sig en Charlie var hamingjusamur á svipinn. Dyrnar opnuðust. Lögreglumaður ýtti manni á undan sér inn í herbergiö. Hann drúpti höfði um leið og hann kom í dyrnar en tók síðan að stara á vegginn yfir höfðum þeirra. Hann var í ópressuðum fötum, með húfu, um það bil fertugur. Annie dró fram minnisbókina sína og merkti í hana með blýanti. - Sex fet og fjórir þumlung- ar, sagði hún. - Er það rétt? Undirforinginn leit ekki á Annie. - Fjórir og hálfur, sagði hann. Annie hallaði sér áfram og hvíslaði að undir- foringjanum: - Húfan hans, sagði hún. - Hald- ið þér... Undirforinginn sagði þreytulega: - Taktu af þér húfuna. Maðurinn lyfti hendinni, vinstri hendinni-og Annie merkti við einu sinni enn. Hann tók af sér húfuna. Hár hans var næstum fallegt. Þykkt og lifandi með mjúkum liðum og mjög rautt. - Nokkru dekkra en ég hólt, sagði hún og merkti við einu sinni enn. - Hvar náðist hann, undirforingi? Undirforinginn leit upp aftur, mjög, mjög þreytulega. - Hvar tóku þeir þig? spurði hann manninn. Maðurinn leit á þau eitt andartak, svo leit hann aftur á vegginn fyrir ofan þau: - Þuð ... Þuðurgötu, sagði hann og Annie merkti við í bókina sína... Þær tíu mínútur, sem þau sátu í leigubílnum á leið aftur heim til Annie, talaði hvorugt. Charley þagði vegna þess að hann gat ekki talað, Annie af meðaumkun. En þegar þau stóðu á útidyratröppunum hjá Annie og leigu- bíllinn beið ennþá við gangstéttarbrúnina kom rödd, alls ekki rödd Charley, upp úr hálsi hans: - Segðu mér aðeins aö það gæti hafa verið einhver annar. Segöu að það gæti hafa verið sköllóttur náungi, fimm fet og tveir þumlungar, sem drap í skörðin. Datt þér aldrei í hug að þú gætir haft rangt fyrir þér? Að það gæti hafa verið einhver annar? Datt þér... - Nei, sagði Annie, auðvitað ekki. - En hvers vegna? hvein í Charley? - Hvers vegna? Viltu gjöra svo vel og segja mér hvers vegna? Annie leit á hann, dapurlega og vorkunn- samlega og gerði síðustu tilraun, á sama hátt og maður sem reynir einu sinni enn þótt hann viti fyrirfram að það sé vonlaust. - Sönnunar- gögnin, sagði hún blíðlega. - Þau gátu ekki verið röng. Hún opnaði dyrnar. - Þau gátu það ekki vegna þess, Charley - skilurðu þetta ekki? Það var ekki réttlátt! Charley og Annie eru nú gift. Þau eru mjög hamingjusöm og ánægö - vegna þess að þau eru ekki gift hvort ööru. Konu Charley finnst hann vera dásamlegur - máttarstólpi laga og reglna en hún hefur líka alltaf dáðst að lög- reglumönnum - eitt af því fyrsta sem hún man eftir var þegar hún lék ríðandi lögregluþjón á baki föður síns, Colhaus götulögregluþjóns. Og eiginmanni Annie - honum finnst hún vera alveg stórkostleg. Hann er rithöfundur, gengur í tvídjakka, reykir pípu og skrifar leynilögreglu- sögur. Og hann segir að hann fái flestar bestu hugmyndir sínar frá Annie. 13. TBL. 1990 VIKAN 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.