Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 12

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 12
I' stendur viö. Einnig eru keyptir skólabílar og unglingaskólar styrktir af uppbyggingarfénu. Stefna barnaþorpanna er einföld og byggist eins og áöur segir á því að munaðarlaus börn þurfi ekki að fara inn á hæli eða verði gefin til annarra landa heldur búi við sitt tungu- mál, sína siði og sína trú. SOS-samtökin eru algerlega óháð öllum stjórnmálastefnum og eru líknarstofnun en ekki rekin á vegum neins trúfélags. SOS á íslandi Þaö var í árslok 1987 að þrír fulltrúar SOS-barnaþorpanna í Danmörku komu hingað til að reyna að hrinda íslenskum landssamtökum úr vör. Þó skrifstofan í Vínarborg hefði lengi haft áhuga á að stofna SOS-samtök á íslandi var þaö ekki fyrr en þessir þrír dönsku frændur okkar gerðu sér ferð hingað að af stofnun Islands- samtaka varð. Einn þeirra er þekktur danskur sjónvarps- fréttamaður og fyrrverandi fréttastjóri danska sjónvarps- ins, Preben Dich, en hann þekkti hér fólk eftir 20 ára samskipti við (slendinga. Danirnir vissu að hér var mikið velferðarþjóðfélag og að íslendingar væru ávallt mjög rausnarlegir þegar um viðvar- andi vandamál vanþróaðra þjóða væri að ræða. Ferð þeirra lyktaði með því að Ulla Ulla Magnússon formaöur landssamtaka SOS-barnaþorp- anna á fslandi. Magnússon var kjörin formaö- ur landssamtaka SOS-barna- þorpanna á fslandi. Ulla er af dönsku bergi brotin, á danska móður og íslenskan föður. Hún fæddist í Danmörku og ólst þar upp til ellefu ára aldurs þegar hún fluttist til fslands ásamt fjölskyldu sinni. Ullu var síðan boðið til Dan- merkur til að kynna sér stefnu samtakanna og hvernig Danir meðhöndla málin. Danska deildin hefur einnig lagt okkur til ýmis gögn en eins og aðrar þjóðir, sem aðild eiga að sam- tökunum, eru Danir með í ákvarðanatöku um hvar þörf er á aukinni uppbyggingu. Ulla segir í viðtali við Vikuna aö vissulega hafi það verið sér gagnlegt í uppbyggingarstarf- inu að vera jafnvel heima í danskri tungu og raun ber vitni. f nefndinni eru auk for- manns Páll Sigurjónsson verkfræðingur, Torfi Ólafsson, Þórdís Bachmann, Þórður Harðarson læknir, Garðar Ing- varsson hagfræðingur og Ás- geir Jóhannesson forstjóri. barnaþorpinu í Tehuacan í Mexíkó mjög rausnarlegar gjafir og gaf nú síðast 27 þús- und Bandaríkjadali. Hann vildi með gjöfinni lýsa yfir stuðningi sínum við stefnu SOS-sam- takanna og samstöðu sinni við hjálparþurfi börn. Þetta barna- þorp var byggt eftir jarðskjálft- ana í Mexíkó og þar búa nú 46 börn. Enn er verið aö byggja við þorpið og reiknað er með að þegar það verður fullbúið eftir nokkur ár rúmi það um eitt hundrað börn á tólf heimilum. Þau eru hamingjusöm brúðhjónin á þessari mynd. Hún á foreldra í Evrópu sem hún skrifast á við. „Sá sem heldur sjálfs- virðingunni á sér framtíð“ Danir fögnuðu 25 ára afmæli dönsku samtakanna í fyrra en núna styrkja Danir tíu þúsund börn. Danir hafa styrkt SOS-samtökin mjög rausnar- lega og í Danmörku eru rúm- lega 130.000 styrktaraðilar. Danir hafa byggt upp heilu þorpin en meðal danskra þorpa eru þorp í Mussoorie á Indlandi og Rwanda í Afríku. í ræðu, sem Uffe Ellemann Jensen hélt á 25 ára afmæli dönsku samtakanna, sagði hann meðal annars að aðals- merki SOS-samtakanna væri sá boðskapur að „sá sem héldi sjálfsvirðingu sinni ætti sér framtíð“. Fyrir utan einstaklingsfram- lög hafa dönsk fyrirtæki og starfsmannafélög tekið sig saman um að styrkja börn og meðal annars byggði Dan- marks Radio og TV heilt hús í Afríku. Síðastliðið ár komu 38 börn úr barnaþorpinu í Vihanti í Norður-Finnlandi í átta daga heimsókn til Danmerkur og er óhætt að segja aö þau hafi komið, séð og sigrað margt danskt hjartaö. Á gullnum vœngjum söngsins Hinn heimsfrægi tenór Plac- ido Domingo hefur gefið Hver einasta króna hefur skilað sér“ „Þetta hefur gengið alveg yfirmáta vel,“ segir Ulla. „Þó við höfum ekki eytt neinum peningum í að auglýsa sam- tökin hér á landi eru þegar komnir 150 foreldrar á íslandi og það þó við höfum ekki einu sinni verið í símaskrá. Einn maður sem hringdi átti sjálfur sex börn og tólf barnabörn en hann vildi samt fá tvö börn. Foreldrar eru strax farnir að fá bréf og myndir af „sínum" börnum og það er mjög ánægjulegt. Þau fá líka að vita hvers vegna barnið er komið í þorpið ef sú vitneskja er fyrir hendi. Fólk er alla jafna himin- lifandi yfir því að geta orðið að liði en þess má geta að litið er svo á að þau börn sem komast inn í SOS-barnaþorp séu raunverulega hólpin. Allir sem starfa aö þessu máli hér gera það í sjálfboðavinnu. Strax fyrsta árið sem við störfuðum fengum við tækifæri til og gát- um komið inn í byggingu læknastöðvar f Eþíópíu en þar lögðum við fram um 250 þús- und krónur. Byggingu þessar- ar læknastöðvar hafa Svíar og Danir styrkt, auk okkar. Þetta eru í dag stór og sterk al- heimssamtök og mjög virt og hver einasta króna af framlag- inu með börnunum hefur skil- að sér óskert til viðkomandi þorps." Forsetinn er líka SOS-barn Hermann Gmeiner var sjálf- ur yfirmaður samtakanna í aðalbækistöðvunum í Austur- ríki allt til dauðadags í apríl 1986. Hann valdi sjálfur arf- taka sinn sem reyndar er SOS-barn og heitir Helmut Kutin. Hann missti móður sína tólf ára gamall og kom þá inn á heimilið í Imst í Austurríki. Hann ólst þar upp og fór síðan í viðskiptafræði og hóf störf innan ferðaþjónustu en þegar opna átti fyrsta þorpið í Víet- nam árið 1967 kallaði Her- mann Gmeiner hann þangaö til aðstoðar við sig. Helmut Kutin skipulagði síðan upp- byggingu barnaþorps f Víet- nam og vfðar í Asíu og var valinn forseti alþjóðasamtaka SOS-barnaþorpanna árið 1986. Böm sem komast í barnaþorp eru raunverulega hólpin Uppbyggingu barnaþorp- anna er þannig fyrirkomið að milli tíu og tuttugu hús eru byggö í þyrpingu í útjaðri lítils þorps. Þessi húsaklasi myndar barnaþorpið og í hverju húsi eru frá sex og upp í tíu börn. Börnin eru undir umsjón einn- ar „móður“ en sett er sem skil- yrði að sú kona eigi engin börn sjálf. Konan þiggur laun fyrir starf sitt og námskeið í barna- uppeldi eru haldin af sam- tökunum sem að barnaþorp- unum standa. Börnin koma síðan til konunnar á ýmsum aldri, svipað og ef um systkini væri að ræða. Konan þarf því aldrei að taka ábyrgð á fimm nýfæddum börnum samtímis svo dæmi sé tekið. Eldri börn- in hjálpa til við heimilisstörfin og móðirin tekur síðan við þeim lífeyri sem börnunum er sendur og kvittar fyrir hann. 12 VIKAN 13. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.