Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 51

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 51
km frá sjó sem hefur sett svip sinn á afkomu hennar og sögu. Áriö 418 var Sevilla höfuðborg þess konungsríkis sem Vestgotar stofnuðu, 300 árum síðar náðu múslimar yfirráðum í borginni og skírðu hana Izvilla. Eftir að Fernando þriðji vann frækinn sigur og náði yfirráðum Sevilla 1248 upplifði borgin enn á ný glæsta tíma og var þá þegar hafin bygging skipasmíðastöðvar. En þrátt fyrir allt þetta var það fundur Ameríku og stofnun verslunarráðs sem sá til þess að Sevilla skaust upp á stjörnuhimininn, ekki aðeins frá fjárhagslegu sjónarmiði, sem mikilvægasta hafnarborg heimsins á sextándu og sautj- ándu öld, heldur einnig sem listamiðstöð þar sem dýrkuð var höggmyndalist og málara- list og fór þar fremstur í flokki Velázquez. Þarna á einkar vel við að taka með sér eintak af Don Kíkóta því Cervantes setti þetta hugverk sitt á blað meðan hann sat ( fangelsi ( Sevilla. Það er ekki nokkur vafi á því að tónverkin Carmen eft- ir Bizet og Rakarinn í Sevilla verða endurvakin í einhverri mynd þegar haldið verður upp á 500 ára afmæli fundar Amer- íku í Sevilla 1992 því sögusvið þessara ástkæru ópera er ein- mitt Sevilla. HINIR RÍKU, UNGU OG FÖGRU Um hálftíma akstur frá Torre- molinos er svo sumardvalar- staður þeirra „ríku, ungu og fögru", Marbella og lysti- snekkjuhöfnin Puerto Banús. Marbella er nokkurs konar Cannes Costa del Sol, þarna hafa árum saman safnast saman frægustu kvikmynda- stjörnur heims og margar þeirra eiga hús í Marbella og má þar meðal annars nefna Elizabeth Taylor. Hér eru ný- leg hús sem hönnuð eru svo heildarmyndin verði eins og af gamalli hafnarborg. Glæsileg- ustu snekkjur sem um getur í einkaeign liggja þarna við landfestar og mikið er um dýr- ar tískuverslanir og veitinga- staði. LIFANDI HEFÐIR LANDS Þegar komið er heim á hótel að kvöldi dags er um ýmsa Framhald á bls. 54 A6 kvöldlagi bera söguminjar um trú og hefðir rómantískan blæ á torgum I þorpum á Spánl. minnismerki um arabalist á öllum Spáni. Alhambra er byggö á hæð og er furðuleg blanda af höll og virki og aö heimsækja hana er eins og að fara í ferð inn í fjórtándu öld- ina. Beint fyrir ofan höllina eru svo Generalife-garðarnir sem hannaðir voru sem hvíldar- staður fyrir forna gyðingakon- unga. Granada er skemmti- lega blönduð borg því minningar úr sögu borgarinnar blasa hvarvetna við. Vissulega ber mest á arabaáhrifunum en einnig má greina áhrif frá endurreisnar- og barokktíma- bilinu. _______________ Næst er tilvalið að heimsækja Cordoba og byrja þar á því að leita uppi Aljama-moskuna. í henni má sjá upprunalegan kalífa-stíl og fyrir nokkrum árum var moskan friðuð sem minnismerki. Það var kalífinn Abd al-Rahman sem lét hefja byggingu hennar árið 785 og Almanzor sem lauk við hana árið 987. Þegar kristnir menn fengu yfirráð yfir moskunni var síðan byggð við hana dóm- kirkja á miðöldum. [ fornminja- safni Cordoba er að finna menjar úr litríkri sögu borgar- innar undir yfirráðum fbera, Rómverja, Vestgota og músl- ima auk muna frá endurreisn- artímabilinu. í næsta húsi er listasafn borgarinnar, þar sem meðal annars gefur að líta málverk eftir þá Goya og Murillo. 500 ÁRA FUNDUR AMERÍKU Sevilla er staðsett aðeins 60 Spánn býður upp á mjög fallegt landslag í skjóli gamalla hefða og húsa. AÐBRÆÐAAFSÉR GRÝLUKERTIN Um 500 km fyrir sunnan Mad- rid liggur vinsælasta sólar- strönd Evrópu - Costa del Sol. Ströndin teygir sig í báðar áttir frá Malaga sem liggur fyrir miðri strönd. Næsti bær við Malaga er Torremolinos sem (slendingum er að góðu kunn- ur úr óteljandi sólarlandaferð- um síðastliðin 20 ár. Torre- molinos er sambland gamalla hefða og nýrra siða og þar eru búðirnar, krárnar, diskótekin og galleríin á sínum stað en alið síðan Balenciaga var og hét og fyrirtækið Cibo, sem stendur á bak við Jean Paul Gaultier, fjöldaframleiðir hönn- un hennar og selur - eins og heitar lummur-til Ameríku og Italíu. Nú nýverið fór japanskt fyrirtæki að leita samninga við hana og lofaði gulli og græn- um skógum. í fötum hennar endurspegl- ast einhvers konar tímalaust sakleysi og henni er oft líkt við Romeo Gigli í Mílanó. Víst er að hönnun hennar er afar ólík þeirri voldugu siðfágun og borgarbrag sem birtist í fötum þeirra Armani og Yves Saint Laurent og þeir sem best þekkja til verka Sybillu segja þau minna sig á goðsagnir og ævintýri. Sybilla komst að sem lærl- ingur hjá Yves Saint Laurent og þó hún staldraði ekki lengi við, lærði hún þar að meta fal- leg efni. „Með nál og þráð og fallegt efni er hægt að gera hvað sem er,“ segir hún. færri gera sér kannski grein fyrir því að í innan við tveggja tíma keyrslu er að finna sumar stórkostlegustu söguminjar Evrópu. STÓRKOSTLEGAR SÖGUMINJAR [ rúmlega 100 km fjarlægð frá Torremolinos liggur borgin Granada sem skáldin hafa lofsungið gegnum aldirnar. Það væri ómögulegt að ætla að draga sögu Granada sam- an ( stutt mál en látum nægja að nefna að hún var síðasta vígi Máranna á Spáni. Þeir reistu þar hina ægifögru Al- hambrahöll sem er glæstasta 13, TBL. 1990 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.