Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 56

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 56
TEXTI: ÆVAR R. KVARAN UNGSTÚLKA HEFUR SAGT ÞESSA UNDAR- LEGUSÖGUAF SÉR OG MANNI SÍNUM Hannstóð þarnaeinnog yfirgefinn við þjóðveg- inn frá French River- brúnni út úr Asheville í Norður- Karólínu-fylki. Rautt hár hans og grannan I íkama bar við fjöll- in á bak við hann, við sjóndeild- arhringinn. Hann var eitthvað svo einmana þar sem hann stóð. Þegar við nálguðumst hann virtist hann svo dapur á svipinn að við ákváðum að nema staðar og bjóða honum far. Hann sagðist heita Clayton og að vörubíllinn sinn hefði bil- að við ferðagististað þar skammt frá en búist væri við honum heim fyrir helgi. Hann sagðist hafa verið í bygginga- vinnu í bænum þar sem hann ætti heima í Tennessee og lét í Ijós hve mjög hann saknaöi fjölskyldu sinnar þar. Við kenndum í brjósti um hann því það er ekki ánægjulegt að vera staddur í ókunnum bæ fjarri heimili sínu og komast ekki heim. Við hleyptum honum úr bíln- um við svolítið ferðagistihús við Tunnelveginn og hann ark- aði í átt að bláum vörubíl ár- gerð 1959. Ég botnaði ekki í því að þeg- ar þetta gerðist fór ósjálfrátt um mig einhver óttakennd. En ég vék þessu frá mér og leit biðj- andi til eiginmanns míns. Hann skildi hvað ég átti við, brosti og sneri sér við. Já, Bill hjálpaði Clayton að gera við bílgarminn og reyndist þaðtalsvertverk. Þeirvoru ekki búnir að Ijúka því fyrr en tals- vert var liðið á þetta laugar- dagskvöld, voru að til klukkan níu. Clayton brosti út að eyrum þegar hann var að þurrka sér um hendurnar og sagðist þurfa að hraða sér til að ná tíman- lega heim. Hann sagði að það væri sex klukkustunda akstur fyrir hann. Og þarna stóðum við þá og veifuðum til hans þegar hann ók skröltandi skrjóðnum af stað. „Það er ekki hægt að gera neitt að ráði við þennan bílgarm," sagði maðurinn minn hlæjandi. Þá gerðist það að forstjóri gistihússins kom til okkar og virti okkur eins og undrandi fyrir sér. Svo sagði hann: „Hann kemur hingað á hverju ári í sömu viku, ásamadegi. Bíllinn hans bilar. Hann gerir við hann og svo sé ég hann aftur næsta ár. Hann er alltaf eitthvað svo sorgmæddur," sagði hann. Við Bill höfðum flust til Ash- ville i október 1974. Við höfð- um íbúð þarna skammt frá gistihúsinu. Þegar við loksins fórum að hátta þetta kvöld gat ég ekki sofnað. Augnaráð Claytons hélt mér einhvern veginn vakandi. Það hafði ver- ið svo raunalegt. Ég bylti mér í rúminu um stund en að lokum fór ég fram [ dagstofuna og náði mér í bók að lesa. Það var fullt tungl og það fór hrollur um mig þegar ég sá skuggann af bláum vörubíl. Var það Clayton? Bílnum hafði verið komið fyrir beint fyrir framan íbúðina okkar og ég sá þenn- an horaða pilt vera að fitla eitt- hvað við bílvélina. Ég fór út til að athuga þetat betur. „Sæll, Clayton," sagði ég. „Af hverju ertu kominn aftur? Hvernig vissirðu að við ættum heima hérna?" Hann svaraði ekki og hélt áfram að fikta viö vélina. Loks- ins hætti hann því og horfði á mig. Ég fékk kökk í hálsinn þegar ég heyrði hvað hann sagöi. „Gerið það fyrir mig aö hjálpa mér að komast heim. Ég sakna svo konunnar minnar og barnsins. Ég verð að komast heirn." Augu hans fylltust af tárum og rödd hans brast. „Jæja,“ sagöi ég og bauð honum inn. Ég flýtti mér inn í íbúðina með Clayton á hælun- um og vakti Bill. Bill fór út, svo horfði hann reiður á mig og sagði: „Það er enginn þarna fyrir utan!“ „Já, en hann fylgdi mér inn,“ hrópaði ég næstum því. Og ég rauk aftur út og þetta var dag- satt - þar var ekki sála. „Guð minn góður," hugsaði ég. „Erég búinaðmissavitið?" Um mánuði síðar vorum við næstum búin að gleyma 56 VIKAN 13. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.