Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 63

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 63
^ #r ans og settist. - Auðvitað er eiginkonan sak- laus. Frænka hins myrta, sem ól hann upp, fórnaði öllu til að koma honum í gegnum lang- skólanám en hefur nú legiö fullkomlega lömuð í þrjátíu og fimm ár, nema hvaö hún getur ör- lítið hreyft eyrun ... - Myrti hún hann? - Einmitt. Það vill svo undarlega til að Webley-Vebley er eina skammbyssan sem sögur fara af, sem hefur svo næman gikk að hægt er að hleypa af henni með því að blaka eyra. Undirforinginn hallaði sér aftur á bak í stóln- um og starði góða stund upp í loftið. - Col- haus, sagði hann aö lokum. - Manstu eftir Col- haus í þrettánda hverfi? Hann á dóttur... - Nei, sagði Charley. - Annie. Ég hef ekki áhuga á neinni dóttur nema Annie. Það getur verið að þú skiljir það ekki... - Þaö gæti líka verið að ég skildi það, sagði undirforinginn. - Þótt undarlegt megi virðast var ég einu sinni ungur. Lækningin við tilfelli eins og þínu - það væri ef til vill réttara að segja kúrinn - er að giftast stúlkunni. - Ég get það ekki. Charley hætti að brosa og það var eins og andlit hans þynntist. - Þrátt fyrir nokkra giftu í sex ára starfi mínu við morð- deild lögreglunnar álítur Annie mig aðeins sæmilega þroskað barn þegar rannsókn morð- mála er annars vegar. Af reynslu minni, sagði hann beiskjulega, sem byggð er á mörg hundr- uö málum, hefur hún myndað sér mjög lágar skoðanir um lögregluna og aðferðir hennar. Undirforinginn benti með þumalfingrinum á stóran sýningarskáp sem hékk á veggnum gegnt borðinu. Á grænni filttöflunni undir gler- inu var mikið af myndum og banvænum minjum: grimmilega skarpar myndir af líkum eftir allar tegundir dauödaga; menn og konur með æðisgengin andlit, ýmist að brjótast um eða aðgerðarlaus í örmum lögreglunnar; ýmis morðvapn. - Þu’varst með mér í þessum málum, sagði undirforinginn. - Sumum þeirra að minnsta kosti. Þú vannst gott starf stundum. Segðu henni frá því. - Ég hef gert það. - Og? - Eintóm handabakavinna. Oft handtökum við og sakfelldum fyrsta náungann sem við grunuðum. Stundum í raun pg veru þann eina sem grunaður var, jafnvel þánn eina sem hægt var að gruna. Veistu hvað það þýðir? - Segðu mér þaö. >eir voru saklausir. iringinn brosti dauft. - Já? Hvað jjm Crowley-málið?NVar ha^t að efast um bað? - - Nei, samÆharley alvarlegur. - 5ti þa^ tóyfifc^i^ikuK&vkomast fyrir endann %því. ;i hefuKauKialdið að þaðværu hröð Þau sáu aðeins manninn liggjandi á góifinu með útglennta fœtur. Annar handleggurinn lá tusku- lega yfir brjóst hans, hinn var teygður út frá líkaman- um. Það voru engar augabrúnir, það var ekkert andlit. vinnubrögð. Gafstu þér nokkurn tíma ráðrúm til að boröa meðan þú stóðst í því máli? Eða sofa? - Já. - Asni. Það er enginn tfmi til neins nema drekka. Þú ert hræöilega seinvirkur. - Er þessi Annie fljótari? - Hún hefur stundum ráðiö málin til lykta fullum fjörutíu og átta blaðsíðum á undan Perry Mason. Undirforinginn andvarpaði. - Af hverju ertu að segja mér þetta? sþurði hann. Charley seildist í aðra pappírsklemmu. - Af eigin rammleik hef ég ekki reynst fær um að sannfæra Annie um að upplognar morðsögur, fullar af gáfuiegum ályktunum og fíngerðum sönnunarþráðum, eiga ekkert skylt við stað- reyndir lífsins. Ég hef sagt henni frá okkar málum. Þau eru öll leiðinleg. Engir afrískir örvaroddar. Engin byssa greypt inn í vegginn sem hleypir af sér sjálf í fyrstu frostum. Enginn sprautuvökvi sem breytir blóðinu í þurran ís eða kemur æðunum til að springa. Það lítur varla út fyrir að við finnum nokkurn tíma fóta- för. Hvað þýðir það? Svarið liggur Annie í aug- um uppi. Við hljótum að láta eitthvaö fram hjá okkur fara. Við troðum undir okkar stóru og klunnalegu fótum fjöldann allan af fíngerðum sönnqpargögnurji. Við sakfellum saklausa menn á.greinilegum og hlægilegum sönnunar- gögnum meðan féndurnir, sem hafa snilligáfu sem tekur langt fram okkar rýra ímyndunarafli, leika lausum hala um borgina og hlæja að okkur. Undirforingi, það er lágmark að eigin- kona manns beri virðingu fyrir manni. - Og hvað meö það? - Mér datt í hug að við tækjum Annie með okkur í næsta mál. Sýnum henni raunverulegt morö. - Nei. Undirforinginn stóð upþ, gekk fram fyrir borðið og benti á veggi skrifstofunnar. - Þetta er ekki bók úr bókasafninu, sagði hann, með morði á hverri blaðsíðu. Með hinni hend- inni benti hann út um gluggann þar sem lög- ■reglumótorhjól stóð í hægagangi. - Þetta er itööin; lögreglan hefur verk að i'hpa, retotS^ki skarfjmtistofnun fyrir ungar - Colhaus ... - Nei, sagði Charley. - Annie. Hann setti húfuna á sig, stóð andartak og horfði niðurfyrir sig. Ég bjóst nú raunar við þessu. Og þá er ekki nema ein von eftir. Hann fór í innaná- vasann á jakkanum sinum og dró þar upp bók í skærgrænni kápu. - Mig langaði að biðja þig að lesa þetta. Hin æsilegu ævintýri Hercule Poirot. - Hvers vegna? spurði undirforinginn. - Þetta er mjög spennandi saga. Og mér væri kært ef þú hefðir lokið henni - hann hik- aði... áður en þú kemur með mér til Annie annaö kvöld. Undirforinginn starði á Charley og augu hans minnkuðu. - Einn góðan veðurdag, sagði hann, verðuröu snjallari en þú hefur sjálfur... - Þetta er min síðasta von. Charley opnaði dyrnar og steig út fyrir þröskuldinn. - Það er mín siðasta von að þín gráu hár og aldna viska standi sig þar sem ég hef brugðist - hann var að loka dyrunum - að þér takist að, sannfæra Annie um að lögreglan sé jafnhæf þótt hún sé ekki eins skemmtileg og Agatha Christie. Charley hafði oft gert sér Ijóst aö setustofa Annie var mjög kvenleg og hæfði henni vel. En hann hafði ekki gert sér í hugarlund hver áhrif hún myndi hafa á undirforingjann. Inn á milli fíngerðra lampa með daufum Ijósum, pastel- litra púða og nýtísku málverka í skærum litum var undirforinginn eins framandlegur og biskup í bjórstofu. Én Annie var stórkostleg. Hún hringaði sig þokkafull í horninu á stóra sófanum og hár hennar var jafnvel ennþá fallegra en Charley hafði minnt. Örlítið sólbrúnt andlit hennar var ákaft, lifandi og brosandi. Stóru bláu og fallegu augun voru spennt. Samt virtist hún full af trún- aðartrausti. - Undirforinginn las söguna af Hercule Poirot, tilkynnti Charley. - Honum þótti mjög gaman að henni. - Ó? Annie brosti. - Gátuð þér leyst gát- una? - Nei, sagði undirforinginn. - Þér eigið við, ekki fyrr en í endann ... - Ég á viö, sagði undirforinginn um leið og hann saup á glasinu sínu, að ég komst aldrei aö því. Ég las bókina. Ég lauk við hana. Ég las síðasta kaflann tvisvar og ég veit ekki ennþá hver drap Aaron DeCorucey. - En undirforingi, það stendur. Það stendur að Robert hafi gert það; Robert, kjörsonurinn, hanniátaði. - Eg veit það. Það er alltaf verið að játa og það hefur ekkert að segja. Undirforinginn þagnaði, dreypti hugsi á drykknum sínum og sagði svo: - Ég held að þessi Lacy hafi gert það. Lacy Spreckles. - En ... - Það er töluvert sennilegt, sagði undirfor- inginn. - Hann hataði náungann, hann keypti skammbyssuna, hann hafði falska fjarvistar- sönnuhy-bann þurfti á peningunum að halda, hann var í þann veginn aö missa af erfða- skránni, hann sagðist ætla að gera það, eng- inn annar var... Annie greip fram í fyrir honum: - En, undir- foringi! Hann gatekki hafa gert það! Munið þór ekki? Um sólskífuna? - Sjáiö til, unga stúlka, fyrir tveimur mánuð- um... - Ó, já, það. Undirforingi, munið þér ekki? 13. TBL.1990 VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.