Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 40
ÁHRIFAMÁTTUR REIÐINNAR skýringum og einhvers konar ábendingum ef hægt er. ÞROSKABRAUTIN Þegar verið er að tala um leit okkar að dýpri verðmætum er ágætt að við höfum í huga að eitt og annað sem hendir okk- ur er vissulega snúið og jafn- vel þess eðlis að okkur skortir kannski skilning og þroska til að átta okkur á mikilvægi um- burðarlyndis gagnvart okkur sjálfum, þegar við einfaldlega skiljum ekki ástandið eða að- stæðurnar. Þegar þannig at- vikast í lífi okkar er gott að leita sér hugsanlegrar leið- sagnar þeirra sem við trúum að geti auðveldað okkur auk- inn skilning. Ef við íhugum þroskamöguleika okkar er al- veg Ijóst að leiðirnar eru marg- ar og torsóttar að þroskamark- inu, þótt auðvitað sé eitt og annað verulega ánægjulegt á þessum annars óendanlega vegi sem mætir okkur. Öll mannleg samskipti verða beint eða óbeint til þess að gera okkur kleift að þroskast eða ekki. Hver persóna er hér á jörðinni til að læra eitt og ann- að sem færir hana nær því guðlega í henni sjálfri eða að þeim andlegu lögmálum sem við óneitanlega verðum öll fyrr eða síðar að lúta. Það eru lögmál Guðs. Þegar við eldumst erum við gjörn á að líta yfir farinn veg og reynum eftir fremsta megni að breyta og bæta það sem við teljum að hefti þroska- möguleika okkar. Ef við finn- um ekki leiðir til einhvers kon- ar samkomulags eða jafnvel getum upprætt það sem tefur okkur að markinu stóra líður okkur illa og við verðum hrædd og vonlaus. Ef við erum sanngjörn í þessum uppgjör- um gerum við okkur fljótt grein fyrir að flest gerðum við það sem við höfðum vit til hverju sinni. Spurningin er því hvort hægt er að ætlast til að við séum fær um að leysa allt sem hendir okkur eins og við vær- um alvitur eða jafnvell galla- laus. Örugglega ekki. Ef við gerðum aldrei mistök er hætt við að við stæðum kirfilega í stað andlega og hreinlega ryk- féllum þannig fyrr eða síðar. Mistök og heimskupör eru ekkert til að hafa áhyggjur af, svo fremi að við reynum að læra og þroskast frá þeim. Hætt er við að allt venjulegt líf yrði heldur leiðinlegt ef allir væru nánast gallalausir og þverslaufulegir í athöfnum sínum og hugsunum. Af þess- um ástæðum verðum við að losa okkur við allar óþarfa áhyggjur vegna þeirra atvika í lífi okkar þar sem við í hjartans einlægni töldum okkur ekki vera að gera neitt syndsam- legt eða neikvætt, þó klaufaleg höfum verið - eftir á séð. Aðal- atriðið er að vilja vel og auka- atriði hvort það tekst endilega alltaf eins og hæfileikar okkar gefa tilefni til að árangurinn ætti að vera. Við erum hrein- lega mannleg og þar af leið- andi ófullkomin og það er ein- mitt svo yndislegt. REIÐI ER ORKUUPPSPRETTA Ef við íhugum í framhaldi af þessum vangaveltum reiðina og hugsanlega kosti og galla hennar er öruggt mál að margs er að gæta í þessum efnum sem mörgum öðrum. Til er fólk sem kannast við það sama og þú ert að tala um, kæra Þóranna. Flestir hafa orðið eins klumsa við og þú þegar þeim varð Ijóst að reiðin getur haft ákveðnar nei- kvæöar afleiðingar og stund- um jafnvel afdrifaríkar, því miður. Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að reiðin er lifandi afl sem hefur ekki bara áhrif á okkur heldur líka aðra. Ef manneskja er til dæmis sálræn hefur hún um- framorku sem hægt er að beita bæði á jákvæðan og nei- kvæðan hátt. Þegar við verð- um reið vegna óréttlætis, sem við erum beitt, eru ýmsar til- finningar sem losna úr læðingi innra með okkur. Þessar til- finningar geta verið sem dæmi smæðarkennd, stolt, vonbrigði og óþarfa viðkvæmni. Þegar við erum að leita eftír stuðningi annarra við eitthvað sem við finnum okkur ekki geta leyst eða skilið hjálpar- laust væntum við sanngjarnra viðbragða og skilnings en ekki kulda eða hrokafuTlra athuga- semda sem jafnvel fylgja niðurlægjandi ábendingar. Vjð fáum í framhaldi af þessum leiðinlegu viðbrögðum óþægi- lega innri tilfinningu sem kall- ast reiði en er oft blönduð einu og öðru. Við verðum eins og ein eitt augnablik og upplifum okkur ýmist eins og kjána eða finnst eins og við höfum gert eitthvað rangt, bara með því að fara fram á þokkalega framkomu þeirra sem við ým- ist leitum til eða óskum eftir stuðningi og ábendingum frá. Við hugsum eitt og annað í þessu ástandi og flest frekar neikvætt, fyllumst ótrúlegum pirringi út í viðkomandi, jafnvel óskum persónunni eitt augna- blik alls þess versta sem við getum hugsað okkur henni til handa fyrir ónærgætnina. Þar með er orka komin af stað sem hverfur frá okkur og ef við erum með ákveðna persónu í huga er mjög líklegt að við- komandi finni einhverja breyt- ingu á líðan sinni en tengir það sjaldnast atvikinu sem tengd- ist samskiptunum við þann sem persónan var að koma ódrengilega fram við. Viðkom- andi verður í framhaldi af þessari líðan kannski veikari fyrir áföllum og öðru sem til fellur í kringum hann. Þegar fólk fær yfir sig reiði annarra og vonbrigðasúpu og er sjálft kannski illa fyrir kallað og nei- kvætt bætir þessi kraftur, sem sá sem telur sig hafa verið órétti beittur sendir vanhugsað til viðkomandi, örugglega ekki sálarástand persónunnar sem upphaflega kom leiðinlega fram. Vissara er að gæta varúðar í þessu sem öðru sem tengist innra lífi okkar og innri manni. Hvað þig snertir, kæra Þór- anna, er gott til þess að vita að þú hefur gert þér grein fyrir þessum möguleika og varast að verða til þess að veikja þá sem gera á hlut þinn. Þarna held ég að þú hafir raunveru- lega óafvitandi komið af stað afleiöingu sem þú sérð svo smátt og smátt við endurtekn- ingu að hefur meira en lítil áhrif og hreinlega gætir að þér. SÁLRÆNT NÆMI Ef við reynum að íhuga hvers vegna við erum svona misjafn- lega næm fyrir einu og öðru er ágætt að hugleiða mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa í því sambandi. Hver persóna er á einhvern hátt næm og eru jafnvel ýmis tímabil í lífi okkar mismikilvæg hvað næmleika snertir. i þínu tilviki held ég að ekki sé efi á að þú býrð á ein- hvern hátt yfir sálrænu næmi og hætt er við - í framhaldi af því - að þú takir eitt og annað inn á þig sem hefur ákveðin áhrif. Hver einasta persóna sendir frá sér áhrif sem stund- um eru kölluð útgeislun við- komandi. Þetta er eitthvað sem við sum finnum, þó við vitum ekki alltaf í hverju tilfinn- ingin liggur sem við verðum gripin nálægt sumu fólki. Stundum líður okkur illa ná- lægt einhverjum og finnst við þurfa að drífa okkur burt frá viðkomandi. Ekki þarf að fylgja þessari niðurstöðu neitt ákveðið, bara slæm líðan. Blikið, sem er í kringum okk- ur og stundum er kallað ára eða litrof, er sífellt á hreyfingu og frá því stafar annars vegar orkuflæði, neikvætt eða jákvætt, og hins vegar er það allt í litum sem eru misjafn- lega fallegir. Hugsanir okkar stjórna áhrifum bliksins á aðra og valda auk þess breytingum á orkuflæðinu og litum þess. Ég hef grun um að þú getir til dæmis haft mjög létt orkusvið og kannski er það annars veg- ar afleiðing af þreytu móður þinnar á meðgöngutímanum, þegar þú ert í móðurkviði, og hins vegar ertu með einhverjar dulargáfur og slíkt fólk er venjulegast með tiltölulega létt orkusvið. Þetta getur haft það í för með sér að þú takir áhrif annars vegar úr umhverfi þínu og hins vegar áhrif hugsana annarra óþarflega mikið inn á þig. Ef þetta er rétt niðurstaða er ekki ósennilegt að þér geti liðið illa allt í einu án sýnilegrar ástæðu. Getur bæði verið að einhver sé í hugsanasam- bandi við þig það augnablik sem þér líður ekki vel eða að eitthvað sé í loftinu sem tengja mætti fyrirboða einhvers konar. Þetta skýrist oft eftir á, sem betur fer. Það að vita kannski ekki af hverju manni líður svona eða hinsegin er oft þess eðlis að það gerir okkur óróleg og við það tilfinninga- samari, auk þess sem okkur hættir til að leita hugsanlegra skýringa í okkur sjálfum eða aðstæðum okkar. Þegar þann- ig stendur á verða oft til hugs- anir og vangaveltur sem ekki eiga við nein rök að styðjast og gerir það okkur enn óviss- ari og við jafnvel imyndum okkur að eitthvað sé að okkur sjálfum. Ef verja ætti þig fyrir sársauka, sem kannski á ræt- ur sínar í öörum, er hætt við að yrði að loka fyrir næmi þitt meö ákveðnum aðgerðum sem hefðu þá I för með sér að þú myndir tapa einu og öðru sem ég er alls ekki viss um að þú værir fús til að tapa. Þú yrð- ir nefnilega andlega fátækari á flestum sviðum. MÁTTUR BÆNARINNAR Hvað varðar vangaveltur þínar um hvort þú getir komið öðrum að liði og þá hvernig skapað 40 VIKAN 13.TBL.1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.