Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 21

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 21
A Allt frá þvi að Kínverjar tóku að herða á heljartökum sínum í Tíbet 1955 hefur munkurinn og mannvlnurinn Dalai Lama XIV viljað frýja sig ábyrgð á óumflýjanlegu blóðugu stríði við Kína með því að stiga af valdastóli. Tíbetar sjálfir taka það ekki í mál, því enginn annar leiðtogi hefur komið fram sem betur er til þess fallinn að sameina þá í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. arnir reyndu aö lítillaekka þá, sérstaklega þá elstu sem nutu mestrar virðingar meöal fólksins. Lömum var beitt fyrir plóg og þeir baröir meö svipum eins og asnar. Meðan á pyntingunum stóö hæddu kvalarar þeirra þá með því að hvetja þá til að bjarga eigin skinni með kraftaverkum. Þannig voru þeir pyntaðir til dauða. Áður en kínverskir kommúnistar lögðu Tíbet undir sig var þar að finna 6224 klaustur- þorp en nú eru einungis þrjú klaustur uppi- standandi í Tíbet. Meðan Tíbet var stjórnað af 4000 klausturreglum var að finna jafnmargar heilagar holdganir (tulkus) í landinu. Einungis 124 holdganir háheilagra lama komust undan. Æðstu klausturhöföingjarnir voru tveir; Dalai Lama og Panchen Lama. Sá síðarnefndi vesl- aðist upp í kínversku fangelsi eftir að hann hafði neitað að Ijúga að löndum sínum sam- kvæmt forskrift kínverskra kommúnista. Dalai Lama XIV flúði frá sumarhöll sinni í Lhasa 1959, nokkrum klukku- stundum áður en kinverski herinn beindi byssufóðri sínu að aðsetursstað Um það bil 110.000 Tíbetum tókst að flýja land með það fyrir augum að bjarga sérstæðri menningu sinni og siðum frá glötun. Það hefur verið helsta verkefni útlagastjórnar Dalai Lama að varðveita þann menningararf sem 2000 ára skráð saga Tíbets skilur eftir sig, í afskekktum byggðarlögum Indlands sem þeim var úthlutað eftir að sýnt var að holskefla kommúnismans hafði gleypt Tíbet með húð og hári. Lhamo Dhondrub, sem hlaut viðurkenningu sem löggild holdgun Dalai Lama fyrir 50 árum, tók á móti okkur i gestastofu Gelugpa klaustur- reglunnar. Fyrir aftan hann stóð gulllíkneski af verndara Tíbeta, Chenrezi. Breiðleitt andlit hans brosti gleitt er hann sá útganginn á blaðamanni og Ijósmyndara sem höfðu ekki farið varhluta af vatnselgnum í Himalajafjöllum undangengnar vikur. Hann benti á ullarskó- hans. 13. TBL.1990 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.