Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 52

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 52
NATURNER Framhald af bls. 49 inni með okkur maður sem var mjög andlega þenkjandi og stundaði jóga. Hann passaði ekki vel inn í hljómsveitina enda var hann aðeins í sex mánuði. Hann hætti vegna þess hvernig Ike kom fram við mig. Ef ég mætti á sviðið með áverka eftir Ike lagði hann nið- ur hljóðfærið og hvarf af svið- inu. Hann kom mér til að trúa á sjálfa mig. Svo var það Mick Jagger sem sagði: „Heyrðu, þú gætir verið hirðulaus og villt í útliti." Þá hugsaði ég með mér: Ekk- ert mál, af hverju ekki að líkj- ast Mick að einhverju leyti. Hvaða kona hefur haft mest áhrif á þig? Jacqueline Kennedy Onas- sis er sú kona sem ég hefði helst kosið mér að vera. Ég hitti hana einu sinni og drakk [ mig alla hennar tilburði og framkomu'. Ég hef alltaf reynt að verða betri miðað við það uppeldi sem ég fékk. Einhvern veginn virðist óhugsandi að Tina Turnar mæti á sviðið vel til höfð f kvöldkjól með Proud Mary á söngskránni. Ef ég sýndi mannasiði á sviðinu og væri ekki svona villt hefði ég ekki þessi seiðmögn- uðu áhrif. Þetta er leyndar- dómurinn. Þegar ég er á svið- inu get ég sagt: „Ég veit hvað þið haldið um mig en það er ekki rétt.“ Þetta gerir mig sterka. Ég get ekki ásakað fólk fyrir að halda að ég sé villt svört kona en þetta er ekki hin raunverulega ég. Ég hef aldrei talið mig vera kynæsandi, ég hef bara dansað og ég nýt þess að leika með áhorfend- um. Mín hugmynd um kyn- þokkafulla konu er Marilyn Monroe. Hér áður fyrr fannst mér ég alltaf vera of mjó og hafði því lítið sjálfstraust. Það er ekki fyrr en nú seinni árin þegar líkami minn fór að þroskast og ég hafði skapað mér mína eigin ímynd með til- heyrandi hjálpargögnum að ég varð ánægð með sjálfa mig. Þú hefur talað um að hætta hljómleikahaldi og færa þig yfir í kvikmyndir. Getur orðið af því? Ég held að ég eigi alltaf eftir að koma fram en ekki eins mikið. Hljómleikaferðir eru mjög erfiöar og þeim fylgir mikið álag. Núna verð ég að finna mér stað á hvíta tjaldinu. En það verður að vera eðlilegt hlutverk, eitthvað sem hæfir mér. Ég hef ekki fundið mig í þeim hlutverkum sem ég hef leikið hingað til. Ég hef talað við marga leikstjóra og fram- leiðendur en ég enda með því að skapa mína eigin ímynd. Ég hef náð nýjum áfanga í lífi mínu. Hérna er ég. Tilbúin að gerast leikkona. Tilbúin að búa í Evrópu. Og ég hlakka til að verða gömul. Við erum að tala um gamla, heilbrigða konu. Ég á enn eftir að koma fólki á óvart. Svo mörg voru þau orð þessarar rafmögnuðu konu sem heillað hefur nokkrar kyn- slóðir áhorfenda. Við eigum enn eftir að njóta hennar - þó kannski á öðrum sviðum en í rokkinu. Hvað sem á bjátar lætur hún ekki deigan síga en heldur ótrauð áfram inn í fram- tíðina. Þeir sem hafa áhuga á að sjá hana á hljómleikum eiga enn kost á því. í sumar verður hún með hljómleika í Evrópu, þar á meðal í London í júnílok og fram í júlí. Lausnarorö í síðasta blaöi 1-6: SMALAR 52 VIKAN 13. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.