Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 20
 í PERSÓNULEGU VIÐTALI GÍSLA ÞÓRS GUNNARSSONAR ÞANN 14. MARS SÍÐASTLIÐINN KLUKKAN 10 ÁRDEGIS ÁTTI GÍSLI ÞÓR GUNNARSSON ÞVÍ LÁNI AÐ FAGNA AÐ HITTA AÐ MÁLI DALAI LAMA XIV, FJÓRTÁNDU VIÐUR- KENNDU HOLDTEKJU VERNDAR- DÝRLINGS TÍBETA SEM FARIÐ f HEFUR MEÐ ÆÐSTU VERALDLEG 1 OG ANDLEG VÖLD í TÍBET SÍÐAN | Á 15. ÖLD. ÞAÐ VÆRI SYND AÐ SEGJA AÐ DALAILAMA HEFÐI EKKI ÁTT SKILIÐ AÐ FÁ FRIÐAR- VERÐLAUN NÓBELS 1989, EFIR 40 ÁRA FRIÐSAMLEGT ANDÓF GEGN HERSETU KÍNVERJA í TÍBET. ENGU AÐ SÍÐUR BRUGÐUST KÍNVERSK STJÓRNVÖLD ÓKVÆÐA VIÐ ÞESSARI ÚTNEFNINGU OG TALSMENN STJÓRNARINNAR, SEM SÝNDI SITT RÉTTA ANDLIT Á TORGI HINS HIMNESKA FRIÐAR Á MEÐAN STÚDENTASLÁTRUN STÓÐ YFIR AÐ VORLAGI 1989, LÝSTU ÞVÍ HÁTÍÐLEGA YFIR AÐ DALAI LAMA VÆRI EKKI EINUNGIS TRÚARLEIÐ- TOGI HELDUR LÍKA STJÓRNMÁLA- MAÐUR SEM YNNI LEYNT OG LJÓST AÐ ÞVÍ AÐ SUNDRA EIN- INGU KÍNVERSKU ÞJÓÐARINNAR. ▲ Það var þröngt á þingi í musteri Namgyal Dratsang þegar Dalai Lama XIV lét ijós sitt skína. Þeir sem ekki fundu sæti innandyra komu sér fyrir í forgarðinum. Æk meöan búddisminn var leiðandi afl í Æ\ Kína, Mongólíu og Tíbet var Dalai Lama tilbeöinn af leikum jafnt sem læröum í þessum þjóölöndum sem # % alvitur, óskeikull og miskunn- samur guð. Þessi alþýðutrú átti undir högg aö sækja eftir aö „Frelsisher alþýöunnar" (PLA People’s Liberation Army) undir stjórn Maó Tse Tung haföi flætt yfir þessi fornu þjóðlönd eins og engisprettufaraldur. „Trúarbrögö eru auðvitað eitur,“ sagöi Maó Tse Tung við Dalai Lama 1954. „Þau hafa tvo galla. Þau draga mátt úr þjóöinni og þau standa í vegi fyrir framförum. Tíbet og Mongól- ía hafa bæöi orðið fyrir eitrun." Þessi svokallaða „eitrun" geröi Tíbeta lítt ginnkeypta fyrir fagurgala kínverskra komm- únista. Fyrstu tíu ár hersetunnar fengu Tíbetar strax aö súpa seyöiö af stjórnvisku kínverskra kommúnista sem töldu sér fært aö miöstýra allri þjóðarframleiðslu kinverska alþýðulýö- veldisins frá Peking. Tíbet breiðir sig yfir land- svæöi á Himalajafjallgaröinum sem jafnast á viö alla Austur-Evrópu hvað stærð varöar. Þar var að finna dýrmæta málma í jöröu, stærstu úraníumnámur veraldarinnar og andlega auö- legð sem ekki er hægt aö meta til fjár. Tíbetar höfðu lifað í friði og spekt öldum saman án þess aö abbast upp á nágranna sína, hinar mannmörgu þjóöir Kínverja og Indverja, er þeim var skyndilega kippt inn í glundroða tutt- ugustu aldarinnar sem einkenndist af hat- römmum heitum og köldum stríöum. Kínversk- ir kommúnistar hugðu á frekari landvinninga þannig að hafist var handa viö að hervæða ista í Peking þonræðuhöld Tíbet meö þaö fyrir augum aö geta beint kjarnorkueldflaug- um frá hásléttum Himalaja- fjallgarösins að öllum helstu stórborgum Miöaustur-Asíu. Til að hraða umbótum var bannaö meö lögum aö ástunda trúarbrögö, tala tíb- etsku og drekka smjörte, þjóðardrykk Tíbeta. Sam- kvæmt fornum hefðum sungu Tíbetar söngva viö vinnu sína á ökrunum. Slíkt var bannað eftir aö fyrstu vatnsaflsvirkj- anirnar höföu veriö byggðar í þegnskylduvinnu því nú gátu Tíbetar notið góðs af andagift kínverskra kommún- með því aö hlýöa á mara- gegnum voldug hátalarakerfi sem alls staöar voru til staðar. Alþjóöanefnd dómara (International Com- mission of Jurists) birti niðurstöður úr hlutlausri rannsókn sinni á réttarstööu Tíbets og þeim mannréttindabrotum sem framin höföu veriö í nafni kommúnismans 1960. Nefndin komst aö þeirri niðurstööu að Kínverjar væru sekir um þjóðarmorö í Tíbet. Sá glæpurfelst í skipulegri aöför aö ákveðnum þjóöflokki meö það fyrir augum að þurrka út þjóðareinkenni á borð við tungumál, trúar- brögö og önnur sér- stæð menningarleg verömæti. Þar að auki kom á daginn að þessi aðför kín- ___________________verskra kommúnista hafði kostað 1.200.000 Tíbeta lífið. Tugþús- undir voru teknar af lífi án dóms og laga vegna trúarskoðana, stöðu sinnar í þjóðfélaginu og án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Aftökuaðferð- ir Kínverja voru forkastanlegar. Fólk var ekki bara skotið. Það var barið til dauða, krossfest, brennt lifandi, drekkt í jökulám, rist á hol, svelt til bana, kyrkt, hengt, soðið iifandi, kviksett og hálshöggvið. Öll þessi manndráp fóru fram fyrir opnum tjöldum og ættingjar og vinir þess dauðadæmda voru neyddir til að fylgjast með grimmdarlegri aftöku ástvinar síns. í sumum tilvikum voru börn neydd til að skjóta sína eigin foreldra og öfugt. Andlegir fræðarar eða lamar urðu sérstak- lega fyrir barðinu á kommúnistum. Þeir höfðu framið glægi gegn byltingunni með þvi að lifa sem afætur á hinum vinnandi stéttum. Kínverj-, 20 VIKAN 13. TBL.1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.