Vikan


Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 12

Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 12
sögöu þær gjarnan við eldana. Þannig hefur komiö á markað- inn mikið af bókum skrifuðum af indíánum eða um þá. Mikið er lagt upp úr því að efla sam- stöðu meðal þeirra sjálfra. Yfir sumartímann koma þeir sam- an á hinum ýmsu stöðum á friölýstum svæðum sínum á samkomum sem þeir kalla POW-WOW. Oftast er aðeins um minni ættflokkasamkomur að ræða en á Red Earth hittast allir. DANSAÐ í LEIK- RÆNNI TJÁNINGU Dansarnir eru fyrirferðarmestir á Red Earth, enda til mikils að vinna að hreppa fyrstu sætin í hverjum flokki. Búningarnir hafa mikið að segja í dansin- um. Þeir eru mikilfenglegir, ríkulega skreyttir fjöðrum, skinnum og perlusaumi. Þaö er stolt hvers ættflokks að koma fram með sem skraut- legasta búninga og þeir eru gjarnan unnir af fjölskyldunni í sameiningu. Ég sat til dæmis við hliðina á ungum manni á einni danssýningunni, sem var f óðaönn að sauma perlur á bómullarstykki. Á stykkið höfðu verið teiknaðar beinar jafnar línur og mynstur með blýanti. í mynsturteikninguna saumaði hann agnarlitlar mis- litar perlur en á restina af stykkinu hvítar. Þegar ég spurði hann nánar út í þennan saumaskap sagði hann mér að systur hans hefði langað svo til aö dansa og hana hefði vantað legghlífar, svo mamma hans væri að sauma perlur á aðra legghlífina meðan hann væri að sauma á hina. Það var enginn asi á honum, þó nokk- uð væri liðið á næstsíðasta dag hátíðarinnar. Hann sagði mér að fjölskyldan hefði verið að sauma búninga fram á síð- asta dag og verið þreytt þegar hún kom til Oklahoma. Þá hefði alla frekar langað til að hitta gamla félaga og vini en Ijúka við búningana og því yrði hann að gera þetta núna. Hver dans er eins og leikræn tjáning og hver og einn segir einhverja sögu. í sumum dönsunum er mikil- vægt að ná góðri hreyfingu í fjaðrirnar á búningunum og láta þær sýna hreyfingar sléttu- grassins þegar vindurinn blæs í það. Aðrir dansar tengjast veiði- mennsku og stríösafrekum. Dansarar í ólituðum skinnbux- um, skreyttir skinnum og fjöðr- um túlka veiðiferðina frá upp- hafi til enda, hvernig þeir finna slóð bráðarinnar, elta hana uppi og drepa aö lokum til að færa þeim fæðu sem sitja svangir heima. Búningarnir og hreyfingarnar eru svo sann- færandi að stundum finnst manni gólfið hafa breyst í eyðimerkursand og flóðljósin í miskunnarlausa geisla sólar- innar. Dansararnir sem túlka stríðsafrekin mæta á gólfið i fullum stríðsskrúða og með máluð andlit. Þeir eru á öllum aldri og einhvern veginn finnst manni að sólbrunnin og skorp- in húð þeirra segi meira en dansarnir. Einn þeirra var orð- ▲ Stríðdansari í fullum skrúða. A „Grasdansari". inn mjög gamall, með lepp fyrir öðru auganu en það gætti augnatillits hauksins í hinu, þegar hann leit yfir salinn. í stríðsdansinum er bardaginn við óvinina túlkaður og sýnt hvernig þeir eru hraktir burtu eða drepnir. Þessir dansar voru hápunktur sigurhátíða- halda hér áður fyrr. Dansar kvennanna eru mun einfaldari og má segja að í nokkrum dansanna séu það kjólarnir með öllu kögrinu, sem gera hreyfinguna. Sporin eru í flestum tilvikum mjög einföld, nema í „fancy shawl“ dansin- um, þar sem dansarinn sveifl- ar um sig sjali og dansar í hringi. Á þessari öld hafa indí- ánarnir bætt við nýjum döns- um og búningum, meðal ann- ars „jingle dress dance“ en þann dans dansa konurnar í kjólum alsettum litlum bjöllum sem klingja í takt við dansinn. Rík áhersla er lögð á þokka- fullar hreyfingar og viröuleika. í dönsum kvennanna jafnt sem karlanna er mikilvægt að dansararnir endi dansinn um leið og trumbuslættinum lýkur. Nákvæmni og taktur hafa mik- ið að segja í dómunum ekki síður en hvernig dansaranum tekst að tjá sögu sína. Dansar- arnir eru á öllum aldri, allt frá fimm ára og upp í fólk af báð- um kynjum komið yfir sextugt. KYNNING Á GÖMLUM HEFÐUM Red Earth hátíðin er líka not- uð til að kynna gamlar hefðir og leiki sem voru notaðir dags- daglega hjá ættflokkunum. Á víð og dreif fyrir utan sýningar- höllina þar sem danskeppnin fer fram hefur verið komið upp litlum tjöldum. í mörgum þeirra er hægt að kaupa efni og fá leiðsögn i að útbúa sinn eigin „indíánahlut", eins og að flétta körfu, sauma perluskraut eða útbúa „verndarhring" (medi- cine wheel). Á palli rétt fyrir utan aðalinn- ganginn eru uppákomur allan daginn. Hópar mæta og syngja „Hand Garne" söngva, þar sem markmiðið er að ann- ar hópurinn vinni hinn með því að giska á hver haldi á merktu beini sem er látið ganga á milli. Þegar rétt er giskað vinn- ur hópurinn sér inn prik og sá sem fyrr vinnur öll prikin hefur sigrað. Samspil af dansi og söng virðist vera vinsælt og mikið er um að sama laglínan sé endurtekin í sífellu meðan takturinn er stiginn. Oft er ekk- ert undirspil en konurnar eru með þurrkuð graskershýði í 12 VIKAN 15TBL.1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.