Vikan


Vikan - 26.07.1990, Side 17

Vikan - 26.07.1990, Side 17
allt veltist seldust plötur hennar jafnt og þétt og nýjustu myndbönd hennar voru viðburður fyrir hverja sjónvarpsstöð. Þeir höfðu alltaf haft jafngaman af að koma fólki á óvart og kvöld nokkurt kom öll hljómsveitin saman á lítt þekktri bjórknæpu til að spila nokkur af fræg- ustu lögum sínum. Þetta var ekkert auglýst svo að knæpugestum fannst sem þeir hefðu unnið stóra vinninginn í happdrættinu enda varö allt brjálað og svitinn draup úr lofti knæpunnar. Sama ár eyddu Mick Jagger og David Bowie hálfum sólarhring í að gera myndband með laginu Dancing in the Street og flestir reiknuðu með að Rolling Stones væru einfaldlega hættir. Mick og Keith voru farnir að fara of- boðslega í taugarnar hvor á öðrum og fjöldi tímarita gerði sér mat úr heiftarlegum rifrildum þeirra. Þeir virtust sammála um að þeir kæmu aldrei til með aö spila saman aftur en samt sagðist Keith myndu kála Mick ef hann léti sér til hugar koma að hefja sólóferil. Seinna sagði hann reyndar að það yröi erfiðara að skilja við Mick en fastheldnustu eiginkonu þar sem þeir hefðu skapað svo margt saman á einum aldar- fjórðungi að það tæki annan aldarfjórðung að ganga frá því öllu. Ron Wood eins og Sebastian Kriiger sér hann. Sjálfur er Wood liötækur málari. Keith Richard mun hafa hugleitt tilboð frá íslenskum aðilum um að koma fram á sólóferðalagi sínu hér um árið. Skyldi honum takast að fá Stones til íslands núna? í fyrra spurði einn hjálparkokka Keith hvenær Stones kæmu til íslands og fékk svarið: „Bráðum". Keith undirritaði samning um gerð sólóplötu en Mick lét sér fátt um finnast. Keith vann að kvikmynd um og með Chuck Berry og Mick sendi frá sér plötuna Let’s Work. Svo, öllum aö óvörum, hittust Mick og Keith í New York 23. ágúst 1988 til að ræða málin. Lítið virtist koma út úr þeim viðræðum því að skömmu síðar kom fyrsta sólóplata Keiths, Talk is Cheap, á markaðinn. Hann fylgdi henni eftir með mis- heppnaðri hljómleikaferð. Til dæmis voru inn- an við þúsund áhorfendur viðstaddir í Mem- phis í Tennessee. Seint í janúar 1988 sættust gömlu kempurnar, Keith og Mick, loksins og fóru til Barbados til að semja nokkur lög. Út- koman varð svo platan Steel Wheels sem hef- ur selst f milljónum eintaka og í kjölfarið kom mesta hljómleikaferð sem ein hljómsveit hefur nokkurn tíma farið. Hún hófst í borginni Fíla- delfíu í Bandaríkjunum í ágústlok í fyrra en það er kannski tilviljun að grískættaða orðið Fíladelffa þýðir bróðurkærleikur. EVRÓPA EINS OG HRÆÐILEG MARTRÖÐ The Rolling Stones eru sem sagt komnir á fulla ferð einu sinni enn og hafa þeyst um Evrópu þvera og endilanga undanfariö. Mick Jagger var að vísu ekkert áfjáður í að fara í Evrópuferð eftir móttökurnar í Ameríku. „Evrópa er eins og hræðileg martröð miðað við Ameríku," sagði hann fyrir nokkrum vikum og bætti við: „Það er ekki bara spurningin um peninga. Þetta er miklu erfiðara í alla staði; endalaust landamæravesen og rosaleg tolla- vandræði. Mér er meinilla við þetta umstang. Ameríka er eins og A en allt annað er eins og B - og þá er aldrei eins gott að búa með B. Þetta er eins og að hafa leigt sér Ferrari og þurfa svo að skrönglast í Hondu daginn eftir. Það er ekki gott mál ef maður verður að láta sig hafa það.“ Keith Richards er hins vegar alltaf til í að koma fram opinberlega. Það er hans líf og yndi. Hann veit að ísland er á landakortinu og hefur meira að segja haft á orði að hann geti vel hugsað sér aö koma hingað - en þar sem félagar hans í Rollingunum eru mjög ólíkir inn- byrðis er ómögulegt að spá nokkru um það að svo stöddu. q □ LEIKALYSINGU I STIÐASTA nu giaui, | gvu oiuuuu. __ | | PQgjCTGLw 15TBL. 1990 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.